Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar 3. október 2025 13:30 Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Leikskólar Reykjavík Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna? Sem kona á barneignaraldri get ég sagt ykur að svarið er ekki dularfull ráðgáta sem þarf að ígrunda vel. Reikningsdæmið fyrir ungt fólk sem vill eignast börn gengur einfaldlega ekki upp, nema það hafi verulegan fjárhagslegan stuðning eða mjög gott bakland. Börn eru tilgangur – ekki byrði Börn eru það dýrmætasta sem við eigum. Þau eru tilgangur lífsins og framtíð samfélagsins. En þegar horft er á kerfið í kringum foreldrahlutverkið blasir annað við: íþyngjandi fjárhagsstaða heimila, hávaxtastefna, biðlistar eftir leikskólaplássi og kostnaður við einkaaðstoð valda því að margir foreldrar sjá ekki hvernig þeir geti samræmt fjölskyldulíf og fjárhagslegt öryggi. Bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla Leikskóla og dagmömmu kerfið var hornsteinn jafnréttisbyltingarinnar á Íslandi. Með tryggri leikskólavist að loknu fæðingarorlofi gátu mæður og feður tekið virkan þátt á vinnumarkaði án þess að fórna fjölskyldulífinu. Nú stendur stór hluti foreldra hins vegar frammi fyrir margra mánaða, jafnvel rúmlega árs bið þar til opinber úrræði eru til staðar. Afleiðingin er sú að foreldrar fresta barneignum. Þetta birtist skýrt í tölum: konur með meiri menntun og hærri tekjur eignast enn börn, því þær hafa ráð á því. Aðrir sitja eftir. Tillögur í Reykjavíkurborgar eru skref í ranga átt Í gær kynnti Reykjavíkurborg nýjar tillögur um breytt fyrirkomulag leikskólamála. Þær gætu allt eins heitið: „Aukum álag á barnafjölskyldur og minnkum jafnrétti kynjanna í stað þess að gera starf leikskólakennara aðlaðandi.“ Slíkar tillögur sýna að við erum að horfa á leikskóla sem kostnaðarmál sem þarf að þrengja að í stað þess að líta á þá sem fjárfestingu í börnum, fjölskyldum og framtíð samfélagsins. Þetta er ekki lausn, þetta er uppgjöf. Við þurfum að gera starf leikskólakennara aðlaðandi, finna undir það viðeigandi húsnæði og byggja upp öflugt leikskólakerfi. Að öðrum kosti erum við einfaldlega að velta kostnaðinum yfir á foreldra, með öllum þeim afleiðingum sem það hefur fyrir jafnrétti og barneignir. Þetta er ekki náttúruleg þróun Það að fækkun fæðinga og seinkun á barneignum sé að verða staðreynd er ekki óútskýranlegt. Þetta er bein afleiðing af aðgerðaleysi í leikskólamálum. Aðgengi að leikskólum er ekki „lúxus“ heldur nauðsyn. Þetta er grunnforsenda jafnréttis, fjölskylduvæns samfélags og framtíðar barna okkar. Ákall til leiðtoga Ef leiðtogar okkar vilja raunverulega snúa þessari þróun við og tryggja jafnt tækifæri fyrir alla foreldra, þá verður að fjárfesta í fjölskyldumálum sem skyldi og fara að koma fram við leikskóla sem þá stoð sem þeir raunverulega eru, ekki þjónustu sem raun og veru engum ber lagaleg skylda til að sinna. Það er ekki nóg að tala um jafnrétti, fjölskylduvænt samfélag og mikilvægi barna. Verk þurfa að fylgja. Leikskólar eru hornsteinn samfélagsins og lykillinn að því að ungt fólk treysti sér til að eignast börn þegar það vill. Ekki aðeins þegar bankareikningurinn leyfir það. Höfundur er rekstrarstjóri og móðir.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar