Upp­gjörið: Álfta­nes - Ár­mann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði

Pálmi Þórsson skrifar
Álftanes byrjar á öruggum sigri.
Álftanes byrjar á öruggum sigri. vísir/Hulda Margrét

Álftanes fór illa með nýliða Ármanns í 1. umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld. Leikurinn var í raun búinn strax í 1. leikhluta.

Nýliðar Ármanns, sem höfðu beðið í fleiri áratugi eftir að spila í efstu deild, mættu til leiks án tveggja lykil leikmanna. Kaninn þeirra hann Dibaji Walker var ekki kominn með leikheimild á meðan Arnaldur Grímsson var meiddur. Það var víst að róðurinn yrði þungur fyrir gestina en heimamenn tóku frumkvæðið á fyrstu mínútu og hreinlega völtuðu yfir Ármann 121-69.

Álftnesingar spiluðu góða og grimma vörn en á sama tíma hittu Ármenningar alls ekki vel og sennilega er hægt að skrifa það bara muninn í gæðum. Á hinum enda vallarins fengu Álftnesingar mikið af hraðaupphlaupum en einnig bara þægilegar körfur á hálfum velli með menningar voru með fá svör.

Atvik leiksins

Erfitt er að nefna eitthvað eitt atvik í þessum leik þar sem hann var aldrei spennandi. Fyrir leik er það stórt að Ármenningar voru Kanalausir í þessum leik.

Stjörnur og skúrkar

Ade Taqqiyy Henry Murkey var frábær í liði Álftnesinga en hann skoraði 30 stig og gaf 14 fráköst og sömuleiðis var hann Sigurður Pétursson góður með 16 stig, 5 fráköst og 7 stoðsendingar.

Skúrkurinn er sennilega Vinnumálastofnun eða Útlendingastofnun því það er erfitt fyrir nýliða að vera Kanalausir. Hvað þá í fyrsta leik.

Dómarar

Bjarni Hlíðkvist, Birgir Örn og Stefán voru með flautuna og gerðu það með mikilli sæmd.

Stemming og umgjörð

Mætingin var frábær í Kaldalónshöllinni. Fólk var mætt snemma og fékk sér hamborgara fyrir leik alveg eins og það á að vera úti á Álftanesi.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira