Körfubolti

„Fannst þetta full mikil brekka“

Pálmi Þórsson skrifar
Steinar Kaldal. til hægri.
Steinar Kaldal. til hægri. ármann

Steinar Kaldal þjálfari Ármanns var að vonum ekkert sérstaklega glaður beint eftir leik. Hans menn steinlágu í 1. umferð Bónus deildar karla og ljóst að brekkan er brött fyrir Ármenninga sem hafa ekki leikið í deild þeirra bestu í 44 ár.

„Er ekki sáttur vorum að láta taka í bakaríið á móti frábæru liði Álftanes. En við komum vængbrotnir inn í þennan leik. Okkur vantaði kanann okkar og svo vantaði Arnald. Það eru tveir úr byrjunarliðinu þannig að við vissum að þetta yrði smá brekka en mér fannst þetta full mikil brekka.“

„Mér fannst við vera svolítið hikandi í því sem við vorum að gera í fyrri hálfleik og ekki að búa til næga snertingu í vörninni. Meðan þeir voru að ýta okkur úr okkar kerfum þannig að það er ýmislegt. Þrátt fyrir að við erum án tveggja manna þá er ýmislegt sem við getum gert. Skítt að tapa en gaman að vera kominn í efstu deild.“

Eins og Steinar nefndi þá vantaði tvo menn en Dibaji Walker var ekki með í kvöld og það er rosalega erfitt að vera nýliði í þessari deild og mæta Kanalaus í fyrsta leik. 

„Það er eitthvað pappírs vesen. Eins og stundum og við verðum að bíða aðeins og sjá.“

Það verður áhugavert að fylgjast með Ármanni í deild þeirra bestu í vetur en hvers ætlar hann Steinar að vænta frá sínum mönnum í vetur? 

„Það er bara taka einn leik í einu og vinna með það. Auðvitað er það markmið allra liða í þessari deild að sigra alla leiki og við erum í afreks íþróttum og þá eru menn ekki að mæta til að vera með. En við ætlum að taka einn leik í einu og sjá hvert það leiðir okkur.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×