112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. september 2025 10:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun