112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. september 2025 10:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun