112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar 29. september 2025 10:30 Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Mennta- og barnamálaráðuneytið kynnti í byrjun júlí aðra aðgerðaáætlun í menntamálum sem skiptist í 111 liði í 21 aðgerð. Þar sem áætlunin á að gilda til ársloka 2027 er þetta um það bil ein aðgerð á viku, að frátöldum sumar- og jólaleyfum. Auka-aðgerð eða viðbótaraðgerð? En þetta var víst ekki nóg: Ráðuneytið kynnti um miðjan september áform um nýtt skipulag fyrir opinbera framhaldsskóla: „Nýtt stjórnsýslustig verður sett á laggirnar þar sem stjórnsýsla og þjónusta færast frá ráðuneytinu og skólum yfir til 4–6 svæðisskrifstofa.“ Umfjöllun um stjórnsýslustigið, og meðal annars viðtal við ráðherrann í Kastljósi Ríkisútvarpsins, hefur ekki varpað miklu skýrara ljósi á hvað þessar nýju svæðisskrifstofur eiga að gera eða hvar þær eiga að vera, og alls ekkert hefur heyrst um hvers konar menntun starfsmenn þeirra eiga að hafa. Þessi aðgerð var ekki hluti af aðgerðaáætluninni frá því í sumar. Þar er þó fjöldi aðgerða sem snertir framhaldsskóla; þeir eru nefndir um 40 sinnum. Til dæmis á að „gefa út viðmiðunarnámsbrautir fyrir framhaldskólastigið“ og „efla yfirsýn námsframboðs á framhaldsskólastigi“, svo að skýr og góð dæmi séu tekin. Og það á einnig að styðja við starf kennara á öllum skólastigum sem er brýnt verkefni. Þessar svæðisskrifstofur eru viðbót sem mun kosta fjármuni sem þá verða ekki notaðir í annað, til dæmis í ofangreind verkefni. Þær eru hvorki heppilegur aðili til að ganga frá því hvernig viðmiðunarnámsbrautir eigi að vera og það þarf ekki margar skrifstofur til fá betri sýn yfir námsframboð framhaldsskóla. Vandséð er hvernig þær „stytti boðleiðir“ eins og haldið er fram í fréttatilkynningu ráðuneytisins; boðleið hlýtur að lengjast með nýjum millilið. Ef auka á stuðning við kennara væri skynsamlegast að ráða kennsluráðgjafa að Miðstöð menntunar og skólaþjónustu sem sinnir öllu landinu. Nýta mætti fyrirkomulagið um að störf þurfi ekki öll að vera á sama stað (stundum kallað störf án staðsetningar) þannig að skólum utan höfuðborgarsvæðisins verði vel sinnt. Sama gildir um hitt tvennt sem hér er nefnt (viðmiðunarnámsbrautir og betri yfirsýn): Fela mætti miðstöðinni slíka vinnu ef ráðuneytið vill ekki gera það sjálft. Í fréttatilkynningunni kemur þó þetta fram: „Minni skólar geta samnýtt sérhæfða starfskrafta eða sérfræðiráðgjöf, til að mynda störf sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga, náms- og starfsráðgjafa, þroskaþjálfa og annarra sérfræðinga eftir aðstæðum.“ En þarf sérstakt stjórnsýslustig til að stuðla að þessu? Þurfa ekki skólarnir beint þá fjármuni sem þarf til að ráða fólk til stuðnings og ráðgjafar? Þingsályktun 2021 Aðgerðaáætlunin í júlí var birt vegna þess að í þingsályktun frá 2021 var ákveðið að gera þrjár aðgerðaáætlanir fyrir yfirstandandi áratug. Hugmyndin um að gera áætlanir er góð ef það skyldi koma í veg fyrir tilviljunar- og geðþóttakenndar ákvarðanir stjórnmálamanna. Nú hafa tvær slíkar áætlanir verið birtar, báðar sundurleitar og ofhlaðnar aðgerðum, verkþáttum og liðum í aðgerðum (sjá til dæmis greinar okkar Hermínu Gunnþórsdóttur í Skólaþráðum og Vísi). Samt er sett fram ákvörðun um stjórnsýslustig og svæðisskrifstofur aðeins tveimur mánuðum eftir birtingu síðustu áætlunar, hvernig sem ráðherranum hefur dottið þetta í hug akkúrat núna. Höfundur er menntunarfræðingur og starfaði sem prófessor við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Heimildir Hermína Gunnþórsdóttir og Ingólfur Ásgeir Jóhannesson. (2022). Óreiðukennd fyrsta aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2022/11/04/oreidukennd-fyrsta-adgerdaaaetlun-i-menntamalum. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025). Safn sundurleitra aðgerða: Önnur aðgerðaáætlun í menntamálum. Skólaþræðir. https://skolathraedir.is/2025/09/07/safn-sundurleitra-adgerda-onnur-adgerdaaaetlun-i-menntamalum/ Ingólfur Ásgeir Jóhannesson og Hermína Gunnþórsdóttir. (2025, 9. september). Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss. Vísir. https://www.visir.is/g/20252773246d/adgerdaaaetlun-i-menntamalum-ekki-markviss Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Menntastefna 2030. Önnur aðgerðaáætlun 2025–2027. https://www.stjornarradid.is/library/02-Rit--skyrslur-og-skrar/MRN/Menntastefna-2030-Onnur-adgerdaaaetlun-2025-2027.pdf Mennta- og barnamálaráðneytið. (2025). Skipulagsbreyting á framhaldsskólastigi – sameiginleg stjórnsýsla, sjálfstæðir framhaldsskólar [fréttatilkynning]. https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2025/09/17/Skipulagsbreyting-a-framhaldsskolastigi-sameiginleg-stjornsysla-sjalfstaedir-framhaldsskolar/ Þingsályktun um menntastefnu fyrir árin 2021–2030 nr 16/151. https://www.althingi.is/altext/151/s/1111.html
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar