Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 22. september 2025 18:33 Valsmenn flýttu sér að sækja boltann í netið eftir jöfnunarmarkið, en náðu ekki að stela sigrinum. Vísir/Diego Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndist hetja Vals er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í stórleik Vals og Breiðabliks í efri hluta Bestu-deildarinnar í kvöld. Það var mikið undir fyrir bæði lið í leik kvöldsins, enda eru allir leikir úrlsitaleikir þegar búið er að Skipta deildinni upp í efri og neðri hluta. Valsmenn enn að eltast við Íslandsmeistaratitilinn, en ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks óvænt fallnir niður í baráttu um að næla sér í Evrópusæti. Bæði lið fengu færi til að skora í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki. Hólmar Örn Eyjólfsson var heppinn að skora ekki sjálfsmark í liði Vals snemma leiks áður en Birkir Heimisson átti þrumuskot í slá á hinum enda vallarins. Þrátt fyrir nokkur sæmileg færi það sem eftir lifði hálfleiksins var ekkert skorað og staðan því markalaus þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema rétt um tíu mínútna gamall þegar dró loksins til tíðinda. Tobias Thomsen fór þá niður innan vítateigs og Vilhjálmur Alvar dómari benti á punktinn. Við fyrstu sýn virtist Vilhjálmur vera að gera mistök með því að dæma vítaspyrnu, en eftir að hafa séð atvikið aftur lítur út fyrir að dómarinn hafi verið með þetta allt í teskeið. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi fyrir gestina. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks eftir að hafa fengið þetta mark á sig, án þess þó að ógna marki gestanna af einhverju viti næstu mínútur. Lúkas Logi átti vissulega skot sem sleikti þverslána stuttu síðar, en það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu að liðið fékk alvöru færi þegar varamaðurinn Aron Jóhannsson skallaði boltann rétt framhjá markinu. Lokamínúturnar buðu hins vegar heldur betur upp á dramatík. Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Valsmenn nýttu þær svo sannarlega. Þegar um fimm mínútur voru komnar fram yfir venulegan leiktíma fengu Valsmenn hornspyrnu. Eftir mikinn darraðardans inni á teignum skaust boltinn upp í hendina á Valgeiri Valgeirssyni og Vilhjálmur Alvar benti á punktinn í annað sinn í leiknum. Tryggvi Hrafn steig á punktinn fyrir heimamenn og jafnaði metin þegar enn voru um tvær mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma. Valsmenn fengu svo gullið tækifæri til að koma sér í alvöru marktækifæri undir lokin, en fóru illa að ráði sínu í skyndisókn sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli í hádramatískum leik. Úrslitin þýða að Valsmenn eru nú í öðru sæti Bestu-deildarinnar með 41 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru hins vegar í fjórða sæti með 35 stig og titilvörn þeirra er svo gott sem lokið. Atvik leiksins Það er ekki hægt annað en að tala um vítaspyrnuna í uppbótartímanum þegar spurt er um atvik leiksins. Valsmenn voru búnir að banka stóran hluta seinni hálfleiksins og fengu loksins gullið tækifæri til að stela einu stigi, sem þeir nýttu vel. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hrafn er stjarnan í kvöld fyrir að vera yfirvegaður á punktinum á ögurstundu og tryggja Valsmönnum stig. Markus Nakkim var lengi vel eini skúrkur leiksins fyrir að brjóta af sér innan vítateigs og gefa Blikum víti, en Valgeir Valgeirsson kom sér einnig í þann hóp fyrir að gefa víti á hinum endanum. Lítið sem Valgeir gat gert, en boltinn er harður heimur. Dómarinn Vilhjálmur Alvar og hans teymi þurftu að taka stórar ákvarðanir í kvöld. Eftir því sem undirritaður kemst næst negldi Vilhjálmur vítaspyrnudómana. Hins vegar hefðu Valsmenn líklega aldrei átt að fá hornspyrnuna sem þeir fengu svo vítaspyrnuna upp úr. Hólmar Örn virtist handleika knöttinn í aðdragandanum og því hefði Blikar frekar átt að fá aukaspyrnu. Stemning og umgjörð Það var mikil og góð stemming á N1-vellinum í kvöld. Stuðningsmenn Breiðabliks létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu og Valsfólkið tók við sér eftir því sem leið á. Umgjörðin á N1-vellinum er svo alltaf til fyrirmyndar. Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. 22. september 2025 21:36
Tryggvi Hrafn Haraldsson reyndist hetja Vals er hann bjargaði stigi fyrir liðið með marki úr vítaspyrnu í uppbótartíma í stórleik Vals og Breiðabliks í efri hluta Bestu-deildarinnar í kvöld. Það var mikið undir fyrir bæði lið í leik kvöldsins, enda eru allir leikir úrlsitaleikir þegar búið er að Skipta deildinni upp í efri og neðri hluta. Valsmenn enn að eltast við Íslandsmeistaratitilinn, en ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks óvænt fallnir niður í baráttu um að næla sér í Evrópusæti. Bæði lið fengu færi til að skora í fyrri hálfleik, en inn vildi boltinn ekki. Hólmar Örn Eyjólfsson var heppinn að skora ekki sjálfsmark í liði Vals snemma leiks áður en Birkir Heimisson átti þrumuskot í slá á hinum enda vallarins. Þrátt fyrir nokkur sæmileg færi það sem eftir lifði hálfleiksins var ekkert skorað og staðan því markalaus þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Síðari hálfleikur var svo ekki nema rétt um tíu mínútna gamall þegar dró loksins til tíðinda. Tobias Thomsen fór þá niður innan vítateigs og Vilhjálmur Alvar dómari benti á punktinn. Við fyrstu sýn virtist Vilhjálmur vera að gera mistök með því að dæma vítaspyrnu, en eftir að hafa séð atvikið aftur lítur út fyrir að dómarinn hafi verið með þetta allt í teskeið. Fyrirliðinn Höskuldur Gunnlaugsson steig á punktinn og skoraði af öryggi fyrir gestina. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks eftir að hafa fengið þetta mark á sig, án þess þó að ógna marki gestanna af einhverju viti næstu mínútur. Lúkas Logi átti vissulega skot sem sleikti þverslána stuttu síðar, en það var svo ekki fyrr en á 83. mínútu að liðið fékk alvöru færi þegar varamaðurinn Aron Jóhannsson skallaði boltann rétt framhjá markinu. Lokamínúturnar buðu hins vegar heldur betur upp á dramatík. Átta mínútum var bætt við venjulegan leiktíma og Valsmenn nýttu þær svo sannarlega. Þegar um fimm mínútur voru komnar fram yfir venulegan leiktíma fengu Valsmenn hornspyrnu. Eftir mikinn darraðardans inni á teignum skaust boltinn upp í hendina á Valgeiri Valgeirssyni og Vilhjálmur Alvar benti á punktinn í annað sinn í leiknum. Tryggvi Hrafn steig á punktinn fyrir heimamenn og jafnaði metin þegar enn voru um tvær mínútur eftir af uppgefnum uppbótartíma. Valsmenn fengu svo gullið tækifæri til að koma sér í alvöru marktækifæri undir lokin, en fóru illa að ráði sínu í skyndisókn sinni. Fleiri urðu mörkin ekki og niðurstaðan því 1-1 jafntefli í hádramatískum leik. Úrslitin þýða að Valsmenn eru nú í öðru sæti Bestu-deildarinnar með 41 stig þegar fjórar umferðir eru eftir, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Íslandsmeistarar Breiðabliks eru hins vegar í fjórða sæti með 35 stig og titilvörn þeirra er svo gott sem lokið. Atvik leiksins Það er ekki hægt annað en að tala um vítaspyrnuna í uppbótartímanum þegar spurt er um atvik leiksins. Valsmenn voru búnir að banka stóran hluta seinni hálfleiksins og fengu loksins gullið tækifæri til að stela einu stigi, sem þeir nýttu vel. Stjörnur og skúrkar Tryggvi Hrafn er stjarnan í kvöld fyrir að vera yfirvegaður á punktinum á ögurstundu og tryggja Valsmönnum stig. Markus Nakkim var lengi vel eini skúrkur leiksins fyrir að brjóta af sér innan vítateigs og gefa Blikum víti, en Valgeir Valgeirsson kom sér einnig í þann hóp fyrir að gefa víti á hinum endanum. Lítið sem Valgeir gat gert, en boltinn er harður heimur. Dómarinn Vilhjálmur Alvar og hans teymi þurftu að taka stórar ákvarðanir í kvöld. Eftir því sem undirritaður kemst næst negldi Vilhjálmur vítaspyrnudómana. Hins vegar hefðu Valsmenn líklega aldrei átt að fá hornspyrnuna sem þeir fengu svo vítaspyrnuna upp úr. Hólmar Örn virtist handleika knöttinn í aðdragandanum og því hefði Blikar frekar átt að fá aukaspyrnu. Stemning og umgjörð Það var mikil og góð stemming á N1-vellinum í kvöld. Stuðningsmenn Breiðabliks létu vel í sér heyra frá fyrstu mínútu og Valsfólkið tók við sér eftir því sem leið á. Umgjörðin á N1-vellinum er svo alltaf til fyrirmyndar.
Besta deild karla Valur Breiðablik Tengdar fréttir Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. 22. september 2025 21:36
Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ „Þetta var mjög súrt sko. Fannst við koma á Hlíðarenda og taka frumkvæðið. Hefði viljað fá meira úr fyrri hálfleiknum sérstaklega,“ sagði Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði og markaskorari Breiðabliks, við Gunnlaug Jónsson eftir að hans menn gerðu 1-1 jafntefli á Hlíðarenda í sannkölluðum stórleik í Bestu deild karla í fótbolta. 22. september 2025 21:36
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn
Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Íslenski boltinn