Innblástur frá handanheiminum Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 17. september 2025 17:02 Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga. Listasafn Árnesinga Það var líf og fjör á Listasafni Árnesinga á dögunum þegar nokkur fjöldi sýninga opnaði undir sama þaki. Fjöldi fólks leit við og menningin tók yfir í samtali við náttúrukrafta og handanheiminn. Í fréttatilkynningu frá safninu segir: „Haustsýningar 2025 varpa ljósi á dulda fleti tilverunnar og bjóða okkur að sjá út fyrir það augljósa. Dagsdaglega nýtist klukka til að fylgjast með hreyfingu tímans en mögulegt er að mæta honum af meiri innileika. Það má ganga inn í tímann eins og rými, skynja hann sem titring og skoða spor hans í jarðlögum, líkömum og landslögum. Skjálfti Finnboga Péturssonar opnar skynfærunum nýja leið að veruleikanum og afhjúpar andlegri víddir þess efnislega með vísindalegri nálgun. Ósýnilegum bylgjum er miðlað í gegnum hljóð, titring og ljós svo það óræða nær upp á stig hins meðvitaða. Guðrún Kristjánsdóttir stillir sig inn á ferli og krafta náttúrunnar og leyfir þeim að hreyfa við sér. Í listsköpun sinni umritar hún birtingarmyndir náttúrunnar frá einum miðli til annars og skapar úr þeim nýjar táknmyndir. Efnið hefur áhrif á andann sem hefur áhrif á efnið og öfugt. Innblásin af hinu andlega sviði, m.a. af sjamanisma og náttúrutrú, lítur listakonan Freyja Eilíf til þess sem er fyrir handan og hefur áhrif á okkur án þess að við áttum okkur á því. Piotr Zbierski segir að ljósmyndun skuli ekki festa tímann heldur bjóða okkur inn í hann. Minning er ekki fastmótaður hlutur heldur miðill eða rými þar sem merking getur stöðugt endurmótast. Verk Ilönu Halperin endurspegla ástríðu fyrir jarðfræðilegri fagurfræði þar sem ljóðræn nálgun blandast vísindalegri nálgun. Hún skoðar djúptíma, jarðfræðilegan tíma sem nær langt út fyrir sögu mannkyns. Á Íslandi og á Orkneyjum hefur hún ástundað rannsóknir á landsvæðum sem líkjast plánetunni Mars og auka skilning á henni sem eins konar systurplánetu okkar.“ Sýningarnar standa til 23. desember en hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá opnuninni: Margt um manninn og margt að sjá!Listasafn Árnesinga Kristín Scheving með teyminu sínu Mariu Czismás, Maximillian Riley, Öldu Rose Cartwright, Önnu Karen Skúladótur, Martynu Hopsa.Listasafn Árnesinga Skjálfti Finnboga Péturssonar.Listasafn Árnesinga Piotr Zbierski, Finnbogi Petursson, Kristin Scheving, Guðrún Kristjánsdóttir, Ilana Halperin og Freyja Eilíf.Listasafn Árnesinga Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga.Listasafn Árnesinga Gunnar Hersveinn og góðir gestir. Listasafn Árnesinga Kristín Scheving með pólska sendiherra á Íslandi Aleksander Kropiwnicki og Martynu Hopsa starfsmanni safnsins.Listasafn Árnesinga Kristín safnstjóri LÁ með Önnu Ír Gunnarsdóttir.Listasafn Árnesinga Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá safninu segir: „Haustsýningar 2025 varpa ljósi á dulda fleti tilverunnar og bjóða okkur að sjá út fyrir það augljósa. Dagsdaglega nýtist klukka til að fylgjast með hreyfingu tímans en mögulegt er að mæta honum af meiri innileika. Það má ganga inn í tímann eins og rými, skynja hann sem titring og skoða spor hans í jarðlögum, líkömum og landslögum. Skjálfti Finnboga Péturssonar opnar skynfærunum nýja leið að veruleikanum og afhjúpar andlegri víddir þess efnislega með vísindalegri nálgun. Ósýnilegum bylgjum er miðlað í gegnum hljóð, titring og ljós svo það óræða nær upp á stig hins meðvitaða. Guðrún Kristjánsdóttir stillir sig inn á ferli og krafta náttúrunnar og leyfir þeim að hreyfa við sér. Í listsköpun sinni umritar hún birtingarmyndir náttúrunnar frá einum miðli til annars og skapar úr þeim nýjar táknmyndir. Efnið hefur áhrif á andann sem hefur áhrif á efnið og öfugt. Innblásin af hinu andlega sviði, m.a. af sjamanisma og náttúrutrú, lítur listakonan Freyja Eilíf til þess sem er fyrir handan og hefur áhrif á okkur án þess að við áttum okkur á því. Piotr Zbierski segir að ljósmyndun skuli ekki festa tímann heldur bjóða okkur inn í hann. Minning er ekki fastmótaður hlutur heldur miðill eða rými þar sem merking getur stöðugt endurmótast. Verk Ilönu Halperin endurspegla ástríðu fyrir jarðfræðilegri fagurfræði þar sem ljóðræn nálgun blandast vísindalegri nálgun. Hún skoðar djúptíma, jarðfræðilegan tíma sem nær langt út fyrir sögu mannkyns. Á Íslandi og á Orkneyjum hefur hún ástundað rannsóknir á landsvæðum sem líkjast plánetunni Mars og auka skilning á henni sem eins konar systurplánetu okkar.“ Sýningarnar standa til 23. desember en hér má sjá nokkrar vel valdar myndir frá opnuninni: Margt um manninn og margt að sjá!Listasafn Árnesinga Kristín Scheving með teyminu sínu Mariu Czismás, Maximillian Riley, Öldu Rose Cartwright, Önnu Karen Skúladótur, Martynu Hopsa.Listasafn Árnesinga Skjálfti Finnboga Péturssonar.Listasafn Árnesinga Piotr Zbierski, Finnbogi Petursson, Kristin Scheving, Guðrún Kristjánsdóttir, Ilana Halperin og Freyja Eilíf.Listasafn Árnesinga Það var líf og fjör á opnun hjá Listasafni Árnesinga.Listasafn Árnesinga Gunnar Hersveinn og góðir gestir. Listasafn Árnesinga Kristín Scheving með pólska sendiherra á Íslandi Aleksander Kropiwnicki og Martynu Hopsa starfsmanni safnsins.Listasafn Árnesinga Kristín safnstjóri LÁ með Önnu Ír Gunnarsdóttir.Listasafn Árnesinga
Sýningar á Íslandi Myndlist Menning Mest lesið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Lífið Brigitte Bardot er látin Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2025 Lífið Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Lífið Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Lífið Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Lífið „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Fleiri fréttir Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Sjá meira