Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Lovísa Arnardóttir skrifar 17. september 2025 09:12 Sigmundur Davíð telur að leyfa ætti olíuleit við Ísland. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, ræddi olíuleit í Bítinu en flokkurinn vill að það verði sett á stofn ríkisolíufyrirtæki og að ríkið leiti að olíu. Hann telur það geta skipt sköpum fyrir þjóðina finnist olía við Ísland. Heiðar Guðjónsson fjárfestir ræddi sama mál í Reykjavík síðdegis í gær og við umhverfisráðherra Jóhann Pál Jóhannsson í Bítinu í gær. Jóhann Páll sagði í sumar að hann teldi ekki ástæðu til að banna olíuleit en taldi óábyrgt af ríkinu að ýta undir slíka leit. Það gætu hins vega allir sótt um leyfi. Heiðar sagði í viðtali í gær að það væri eins og Jóhann Páll væri að draga í land með það. „Ég held að olíu- og gasleit hafi verið á stefnuskrá okkar frá upphafi,“ segir Sigmundur og að það sé löngu tímabært að setja það á stofn aftur. Síðast hafi gengið vel og rannsóknir sýnt jákvæða niðurstöðu en svo hafi pólitískir atburðir orðið til þess að leitin datt upp fyrir. Þá hafi norska ríkisstjórnin verið í vandræðum og þurft að leita eftir stuðningi hjá flokki sem ekki studdi olíuleit og setti það sem skilyrði við stjórnarsamstarfi að hefja ekki olíuleitarverkefni. Pólitík hafi spilað inn að leitin var stöðvuð „Það varð til þess að Norðmenn drógu sig út úr þessu, og Kínverjar einnig,“ segir Sigmundur og að þjóðirnar tvær hafi á þessum sama tíma átt í nokkrum deilum vegna Friðarverðlauna Nóbels. „Eftir sat fyrirtækið Eykon sem vildi halda verkefninu áfram, að finna nýja samstarfsaðila, en Orkustofnun taldi að fyrirtækið næði því ekki og myndi ekki ráða eitt við þetta.“ Leyfi fyrirtækisins til olíuleitar var síðar afturkallað árið 2018 og félagið svo lagt niður árið 2021. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Sigmundur segir að eins og hlutir hafi þróast í orku- og heimsmálum sé nú kominn tími til að reyna aftur. Hann segir Össur Skarphéðinsson mega eiga það að hann hafi verið öflugur í þessum málaflokki og það sé til marks um það hvernig „hlutirnir fóru út af brautinni“ að rétt fyrir kosningar árið 2009 hafi umhverfisráðherra Vinstri grænna, Kolbrún Halldórsdóttir, misst það út úr sér að ef það fyndist olía við Ísland ætti ekki að nýta hana. Flokkurinn hafi síðar sent frá sér yfirlýsingu um að þetta væri ekki yfirlýst stefna VG. „Enda sér það hver maður hversu fráleitt það er, ef þessar auðlindir eru þarna, eins og vísbendingar eru um, að nýta það ekki í þágu þjóðarinnar.“ Heiðar hefur lagt til að farið verði þá leið að einkafyrirtæki sjái um leitina og vinnsluna og ríkið fái 50 prósent af hagnaði í staðinn. Miðflokkurinn hefur á sama tíma lagt til að þetta eigi að vera verkefni ríkisolíufyrirtækis. Sigmundur Davíð segir það að fyrirmynd Norðmanna. Ekki aðalatriði að það sé ríkisolíufyrirtæki „Hugmyndin með þessu ríkisolíufyrirtæki er ekki sú að það fari að leigja rannsóknarskip og bora, heldur að þau sjái um utanumhaldið,“ segir Sigmundur og að í Noregi séu boðin út leyfi og þessi stofnun gæti til dæmis séð um það. Hann segir það þó alls ekki aðalatriði í þessu að það sé ríkisolíufyrirtæki. Hann segir að í dag sé sótt um til umhverfisráðuneytisins en segir tæpt að fólk myndi sækja um þegar viðhorf stjórnvalda og ráðuneytisins séu á þann veg að það eigi að banna rannsóknir. Hann telur betra að þetta verkefni sé utan ráðuneytisins og að stjórnvöld þurfi að sýna vilja fyrir verkefninu. Spurður hvað honum finnist um að spyrja þjóðina hvað henni finnst um að hefja olíuleit segir Sigmundur Davíð að hann sé ekki mótfallinn því. Honum finnist þetta ekki eigi að vera á hendi eins ráðherra og það þurfi að taka málið út fyrir pólitíkina. Hann segir það ábyrgðarhluta fyrir íslenska stjórnmálamenn að leyfa leit að olíu og vinnslu hennar. „Til að við getum nýtt þessa auðlind sem getur skipt sköpum um alla framtíð þessarar þjóðar.“ Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Umhverfismál Bítið Orkuskipti Tengdar fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. 31. ágúst 2025 13:58 Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22 Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Heiðar Guðjónsson fjárfestir ræddi sama mál í Reykjavík síðdegis í gær og við umhverfisráðherra Jóhann Pál Jóhannsson í Bítinu í gær. Jóhann Páll sagði í sumar að hann teldi ekki ástæðu til að banna olíuleit en taldi óábyrgt af ríkinu að ýta undir slíka leit. Það gætu hins vega allir sótt um leyfi. Heiðar sagði í viðtali í gær að það væri eins og Jóhann Páll væri að draga í land með það. „Ég held að olíu- og gasleit hafi verið á stefnuskrá okkar frá upphafi,“ segir Sigmundur og að það sé löngu tímabært að setja það á stofn aftur. Síðast hafi gengið vel og rannsóknir sýnt jákvæða niðurstöðu en svo hafi pólitískir atburðir orðið til þess að leitin datt upp fyrir. Þá hafi norska ríkisstjórnin verið í vandræðum og þurft að leita eftir stuðningi hjá flokki sem ekki studdi olíuleit og setti það sem skilyrði við stjórnarsamstarfi að hefja ekki olíuleitarverkefni. Pólitík hafi spilað inn að leitin var stöðvuð „Það varð til þess að Norðmenn drógu sig út úr þessu, og Kínverjar einnig,“ segir Sigmundur og að þjóðirnar tvær hafi á þessum sama tíma átt í nokkrum deilum vegna Friðarverðlauna Nóbels. „Eftir sat fyrirtækið Eykon sem vildi halda verkefninu áfram, að finna nýja samstarfsaðila, en Orkustofnun taldi að fyrirtækið næði því ekki og myndi ekki ráða eitt við þetta.“ Leyfi fyrirtækisins til olíuleitar var síðar afturkallað árið 2018 og félagið svo lagt niður árið 2021. Í nýrri skýrslu Alþjóðaorkustofnunar [e. International Energy Agency] kemur fram að þeirra mati þurfi ekki að hefja ný olíu- eða gasleitarverkefni ef eftirspurn eftir slíkum orkugjöfum myndi minnka í samræmi við markmið Parísarsamkomulagsins um að ríki haldi hækkun hitastigs jarðar undir 1,5°C. Loftslagsnefnd Sameinuðu þjóðanna hefur einnig sagt að ef þjóðir heims ætli að ná þessum markmiðum megi ekki hefja ný olíuleitarverkefni. Þjóðir ættu frekar að leggja áherslu á aðra orkugjafa eins og sólar- og vindorku. Sigmundur segir að eins og hlutir hafi þróast í orku- og heimsmálum sé nú kominn tími til að reyna aftur. Hann segir Össur Skarphéðinsson mega eiga það að hann hafi verið öflugur í þessum málaflokki og það sé til marks um það hvernig „hlutirnir fóru út af brautinni“ að rétt fyrir kosningar árið 2009 hafi umhverfisráðherra Vinstri grænna, Kolbrún Halldórsdóttir, misst það út úr sér að ef það fyndist olía við Ísland ætti ekki að nýta hana. Flokkurinn hafi síðar sent frá sér yfirlýsingu um að þetta væri ekki yfirlýst stefna VG. „Enda sér það hver maður hversu fráleitt það er, ef þessar auðlindir eru þarna, eins og vísbendingar eru um, að nýta það ekki í þágu þjóðarinnar.“ Heiðar hefur lagt til að farið verði þá leið að einkafyrirtæki sjái um leitina og vinnsluna og ríkið fái 50 prósent af hagnaði í staðinn. Miðflokkurinn hefur á sama tíma lagt til að þetta eigi að vera verkefni ríkisolíufyrirtækis. Sigmundur Davíð segir það að fyrirmynd Norðmanna. Ekki aðalatriði að það sé ríkisolíufyrirtæki „Hugmyndin með þessu ríkisolíufyrirtæki er ekki sú að það fari að leigja rannsóknarskip og bora, heldur að þau sjái um utanumhaldið,“ segir Sigmundur og að í Noregi séu boðin út leyfi og þessi stofnun gæti til dæmis séð um það. Hann segir það þó alls ekki aðalatriði í þessu að það sé ríkisolíufyrirtæki. Hann segir að í dag sé sótt um til umhverfisráðuneytisins en segir tæpt að fólk myndi sækja um þegar viðhorf stjórnvalda og ráðuneytisins séu á þann veg að það eigi að banna rannsóknir. Hann telur betra að þetta verkefni sé utan ráðuneytisins og að stjórnvöld þurfi að sýna vilja fyrir verkefninu. Spurður hvað honum finnist um að spyrja þjóðina hvað henni finnst um að hefja olíuleit segir Sigmundur Davíð að hann sé ekki mótfallinn því. Honum finnist þetta ekki eigi að vera á hendi eins ráðherra og það þurfi að taka málið út fyrir pólitíkina. Hann segir það ábyrgðarhluta fyrir íslenska stjórnmálamenn að leyfa leit að olíu og vinnslu hennar. „Til að við getum nýtt þessa auðlind sem getur skipt sköpum um alla framtíð þessarar þjóðar.“
Olíuleit á Drekasvæði Bensín og olía Jarðefnaeldsneyti Loftslagsmál Umhverfismál Bítið Orkuskipti Tengdar fréttir Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. 31. ágúst 2025 13:58 Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22 Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Guðmundur Ingi Guðbrandsson, varaformaður Vinstri grænna, fór hörðum orðum um Jóhann Pál Jóhannsson umhverfisráðherra í setningarræðu flokksráðsfundar Vinstri grænna í dag og sagði hann ganga á náttúru Íslands í nafni fjárhagslegra hagsmuna. 31. ágúst 2025 13:58
Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Orkumálaráðherra Noregs, Terje Aasland, opnaði nyrsta olíuvinnslusvæði Norðmanna formlega í gær með því að klippa á stálkeðju. Svæðið er lengst norðan heimskautsbaugs í Barentshafi um 240 kílómetra norðan bæjarins Hammerfest. 9. ágúst 2025 10:22
Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Heiðar Guðjónsson segir aðkomu alþjóðlegra fyrirtækja að olíuvinnslu á Drekasvæðinu á borðinu og segir að menn séu byrjaðir að skoða málið. Hann fagnar sjónarmiðum umhverfis-, orku- og loftslagsmálaráðherra, sem sagðist í viðtali á dögunum ekki sjá ástæðu til að banna olíuleit á svæðinu. 7. ágúst 2025 16:43