Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar 8. september 2025 14:15 Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Aðalsteinn Árni Baldursson Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fyrirhugaðar breytingar félags- og húsnæðismálaráðherra á atvinnuleysistryggingakerfinu fela í sér að hámarkstími atvinnuleysisbóta verði styttur úr 30 mánuðum niður í 18 mánuði. Þetta er kynnt sem leið til að „hvetja til virkni“, en í reynd er hér um að ræða skerðingu á réttindum sem bitnar á fólki sem stendur höllustum fæti á vinnumarkaði – þeim sem þegar eru í mestri hættu á langtímaatvinnuleysi og félagslegri einangrun. Það er ekki í fyrsta sinn sem stjórnvöld tala um að bæta þjónustu við atvinnuleitendur samhliða niðurskurði á bótaréttindum. Slíkar yfirlýsingar hafa komið fram áður en reynslan sýnir að þær hafa ekki gengið eftir að fullu. Ráðist hefur verið í lokanir á þjónustuskrifstofum fyrir atvinnuleitendur víða um land s.s. á Húsavík undir yfirskriftinni að draga úr útgjöldum. Á meðan er það fólkið sem þarf á kerfinu að halda sem situr eftir með minna öryggi og færri úrræði. Ef raunverulegur stuðningur á að koma í stað bótanna þarf hann að vera skýrt fjármagnaður og útfærður, ekki aðeins nefndur í áformaskjali. Eitt helsta réttlætingaratriðið sem nefnt er, er samanburður við hin Norðurlöndin. Þar er bótatíminn víða styttri, og því sé sjálfsagt að Ísland fylgi í kjölfarið. En hvers vegna ætti það að teljast galli að við höfum hingað til boðið betri réttindi en nágrannalöndin? Þvert á móti má segja að það sé styrkleiki íslenska kerfisins að veita fólki betri tryggingu á meðan það leitar sér að vinnu. Í stað þess að miða sig alltaf við lægstu sameiginlegu mörk ættum við að spyrja: hvað þjónar best hag fólks og samfélags til lengri tíma? Ráðherra leggur áherslu á að sparnaður vegna breytinganna geti numið allt að sex milljörðum króna á ári. En ekkert er sagt um hvað það mun kosta að innleiða ný úrræði og veita þá auknu þjónustu sem lofað er. Reynsla sveitarfélaga bendir jafnframt til að þegar ríkið skerðir bótarétt lendi byrðin að verulegu leyti á félagsþjónustu sveitarfélaga. Þannig er í raun ekki verið að leysa vandann heldur færa hann á annað borð. Ráðherra áformar einnig að breyta lágmarksskilyrðum fyrir greiðslu atvinnuleysisbóta þannig að atvinnuleitandi þurfi að hafa starfað á innlendum vinnumarkaði í a.m.k. 12 mánuði á ávinnslutímabili til að teljast tryggður innan kerfisins en í gildandi kerfi er gerð krafa um þátttöku á vinnumarkaði í 3 mánuði. Áætlað er að sú breyting lækki árleg útgjöld um 200 milljónir króna. Þá má einnig velta því fyrir sér hvort þessi stytting muni í raun stuðla að virkni. Hættan er sú að hópur atvinnuleitenda, sem nú á rétt á bótum í allt að 30 mánuði, verði eftir 18 mánuði án tekna frá atvinnuleysistryggingakerfinu og fái í staðinn félagslegar bætur eða neyðist til að sækja um örorkumat. Slíkt er ekki hvatning heldur hætta á að festa fólk í langvarandi vanvirkni og kerfisbundinni útilokun frá vinnumarkaði. Það er í raun bein hætta á að markmiðin snúist upp í andhverfu sína. Ráðherra talar um mannúð og mikilvægi þess að grípa fólk fyrr. Það er vissulega rétt að snemmtæk íhlutun skiptir sköpum, en hún verður að byggjast á raunverulegum úrræðum og stuðningi – ekki einhliða niðurskurði á réttindum. Ef stjórnvöld vilja forðast ótímabært örorkumat og efla virkni þá þarf að tryggja að endurhæfing, starfsnám, ráðgjöf og stuðningsúrræði séu aðgengileg og að fullu fjármögnuð. Að öðrum kosti er hættan sú að við sjáum aðeins aukinn kostnað annars staðar í kerfinu, og verra en það: fólk sem missir tengsl við vinnumarkað og samfélag til lengri tíma. Niðurstaðan er því sú að fyrirhugaðar breytingar fela í sér skerðingu sem fyrst og fremst bitnar á þeim sem síst skyldi. Það er ekki réttlætanlegt að leggja slíkt á viðkvæma hópa undir yfirskini sparnaðar. Viljum við virkilega hvetja fólk til virkni þá verðum við að fjárfesta í raunverulegri þjónustu, menntun og atvinnutækifærum – ekki að stytta þann tíma sem fólk fær til að fóta sig á ný. Höfundur er formaður Framsýnar stéttarfélags.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun