ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. ágúst 2025 13:57 Stofnendur ACT4 frá vinstri til hægri: Birkir Blær Ingólfsson, Ólafur Darri Ólafsson, Jónas Margeir Ingólfsson og Hörður Rúnarsson. Íslenska kvikmyndaframleiðslufyrirtækið ACT4 hefur gert samstarfssamning við eitt stærsta kvikmyndaver Evrópu, hið spænska Secuoya Studios, um fjármögnun og samframleiðslu á efni sem ACT4 framleiðir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá ACT4 en sjónvarps- og bíómiðillinn Variety fjallaði um fréttirnar í gær. Samningurinn er svokallaður „first look deal“ sem þýðir að Secuoya Studios hefur fyrsta rétt til að kaupa efni frá ACT4 á undan öðrum. Samningurinn tryggir ACT4 einnig aðgang að Madrid Content City sem er stærsta hljóð- og kvikmyndaver Evrópu, 140 þúsund fermetrar að stærð og inniheldur tólf hljóðver og fullkomna eftirvinnsluaðstöðu. „Samstarfið við Secuoya Studios er mikilvæg viðurkenning fyrir ACT4 og lykilþáttur í því að styrkja stefnu okkar um að auka umfang á Norðurlöndum,“ sagði Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4, um samninginn. Sjá einnig: Ólafur Darri og félagar stofna framleiðslufyrirtæki ACT4 var stofnað af Ólafi Darra Ólafssyni, Herði Rúnarssyni, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Birki Blæ Ingólfssyni fyrir tveimur árum. Fyrirtækið framleiddi þáttaröðina Reykjavik Fusion sem verður sýnd á Sjónvarpi Símans í haust. Nú er í framleiðslu sjónvarpsþáttaröðin Bless bless, Blesi í samstarfi við RÚV og ZDF. Starfsemi í átta löndum í þremur heimsálfum Secuoya Studios er með höfuðstöðvar í Madríd starfar auk þess í Bandaríkjunum, Mexíkó, Kólumbíu, Perú og Síle. Þá vinnur kvikmyndaverið jafnframt að því að byggja upp stöðu sína í Evrópu með stefnumótandi samstarfi í Bretlandi, Frakklandi og nú á Íslandi. „Samstarfið við ACT4 er liður í alþjóðlegri vegferð okkar en með því öðlumst við samstarfsaðila með mikla reynslu af framleiðslu og þróun á gæðaefni auk þess að búa yfir djúpri þekkingu og reynslu af norrænum markaði,“ sagði Brendan Fitzgerald, framkvæmdastjóri Secuoya Studios. Stefna kvikmyndaversins miðar að því að þrjátíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins verði á öðrum tungumálum en spænsku fyrir árið 2027. Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Spánn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá ACT4 en sjónvarps- og bíómiðillinn Variety fjallaði um fréttirnar í gær. Samningurinn er svokallaður „first look deal“ sem þýðir að Secuoya Studios hefur fyrsta rétt til að kaupa efni frá ACT4 á undan öðrum. Samningurinn tryggir ACT4 einnig aðgang að Madrid Content City sem er stærsta hljóð- og kvikmyndaver Evrópu, 140 þúsund fermetrar að stærð og inniheldur tólf hljóðver og fullkomna eftirvinnsluaðstöðu. „Samstarfið við Secuoya Studios er mikilvæg viðurkenning fyrir ACT4 og lykilþáttur í því að styrkja stefnu okkar um að auka umfang á Norðurlöndum,“ sagði Jónas Margeir Ingólfsson, framkvæmdastjóri ACT4, um samninginn. Sjá einnig: Ólafur Darri og félagar stofna framleiðslufyrirtæki ACT4 var stofnað af Ólafi Darra Ólafssyni, Herði Rúnarssyni, Jónasi Margeiri Ingólfssyni og Birki Blæ Ingólfssyni fyrir tveimur árum. Fyrirtækið framleiddi þáttaröðina Reykjavik Fusion sem verður sýnd á Sjónvarpi Símans í haust. Nú er í framleiðslu sjónvarpsþáttaröðin Bless bless, Blesi í samstarfi við RÚV og ZDF. Starfsemi í átta löndum í þremur heimsálfum Secuoya Studios er með höfuðstöðvar í Madríd starfar auk þess í Bandaríkjunum, Mexíkó, Kólumbíu, Perú og Síle. Þá vinnur kvikmyndaverið jafnframt að því að byggja upp stöðu sína í Evrópu með stefnumótandi samstarfi í Bretlandi, Frakklandi og nú á Íslandi. „Samstarfið við ACT4 er liður í alþjóðlegri vegferð okkar en með því öðlumst við samstarfsaðila með mikla reynslu af framleiðslu og þróun á gæðaefni auk þess að búa yfir djúpri þekkingu og reynslu af norrænum markaði,“ sagði Brendan Fitzgerald, framkvæmdastjóri Secuoya Studios. Stefna kvikmyndaversins miðar að því að þrjátíu prósent af framleiðslu fyrirtækisins verði á öðrum tungumálum en spænsku fyrir árið 2027.
Kvikmyndagerð á Íslandi Bíó og sjónvarp Spánn Mest lesið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Clooney orðinn franskur Lífið Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Lífið Fleiri fréttir Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira