Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar 28. ágúst 2025 11:30 Blindbylur á Hellisheiði Í vetur keyrði ég yfir Hellisheiði í blindbyl. Á leiðinni hugsaði ég hversu þakklát ég væri fyrir að vegurinn væri vel merktur, að ljósastaurarnir virkuðu og að búið væri að ryðja snjóinn af veginum. Þetta eru innviðirnir sem halda samfélaginu gangandi hugsaði ég. En svo fór ég að velta því fyrir mér hvað það væri sem gerði þennan veg svona mikilvægan? Jú, hann tengir saman byggðir, gerir fólki kleift að sækja vinnu og þjónustu sem ekki er til staðar heima fyrir. Börn sem keyra til Reykjavíkur í tónlistarnám. Unglingar á leið á íþróttaæfingar. Foreldrar að sækja sérfræðiaðstoð sem ekki fæst annars staðar. Þá var eins og kviknaði á ljósaperu í kollinum...við köllum vegina innviði en gleymum því að vegurinn er í raun þjónn hinna raunverulegu innviða. Samfélag með fullkomna vegi en enga skóla Samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum eru innviðir „grunnkerfi og grunnþjónusta sem þarf til að samfélag geti starfað.“ Það er óhætt að segja að túlkun þessa sé þröng í íslensku samfélagi: rafmagn, vatn, vegir, hafnir. Hlutir úr stáli og steinsteypu. En hvað ef við erum að missa af stærri myndinni? Hugsið ykkur samfélag með fullkomna vegi en enga skóla. Glæsilegar brýr en enga heilsugæslu fyrir börn. Öflugt raforkukerfi en engar tómstundir fyrir börn. Væri það samfélag með góða innviði? Væri það samfélag sem eitthvert okkar myndi vilja tilheyra? Sannleikurinn er sá að raunverulegir innviðir eru ekki vegir og veitur. Þeir eru börn og ungmenni og sú þjónusta sem við veitum þeim. Fyrirtæki flytja ekki vegna veganna Fyrirtæki flytja starfsemi sína ekki vegna vegakerfisins. Þau flytja vegna vinnuaflsins. Fjárfestar horfa ekki bara á hafnir og flugvelli. Þeir horfa á menntunarstig og félagslegan stöðugleika. Þjóðir keppa ekki um hver þeirra á flottustu brýrnar. Þær keppa um mannauð og þá nýsköpun sem mannauðurinn skapar. Samt höldum við áfram að skilgreina innviði eins og við séum enn að byggja upp land eftir heimsstyrjöld. Eins og stærsta áskorunin sé að koma vörum frá A til B, ekki að byggja upp fólk sem getur skapað, hugsað og leyst vandamál framtíðarinnar. Norðmenn tala ekki um vegina sína Þegar Norðmenn tala um að þeir séu með bestu innviði í heimi, þá eru þeir ekki að tala um vegina sína. Þeir eru að tala um menntakerfið sitt. Um heilbrigðiskerfið. Um félagslega öryggisnetið. Um allt það sem gerir þeim kleift að breyta olíuauði í mannauð sem endist öldum saman. Við getum séð afleiðingarnar af þessari þröngu sýn okkar alls staðar. Biðlistar eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem teygja sig mánuði og ár. Kennarar sem brenna út hraðar en við náum að mennta nýja. Leikskólapláss sem er jafn erfitt að fá og leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Barn sem fær ekki greiningu er eins og brú sem fær ekki viðhald Þetta eru ekki „mjúk mál“ heldur grjótharðir innviðir framtíðar íslensk samfélags. Barn sem fær ekki greiningu og þjónustu í tíma er eins og brú sem fær ekki viðhald, vandamálið magnast með tímanum og kostnaðurinn við „viðgerðina“ margfaldast. Það merkilegasta er hins vegar kannski hvernig við tölum um þessi mál. Þegar vegur skemmist í vatnavöxtum þá er það "náttúruhamfarir" og "neyðarástand" og allir skilja að það þarf að grípa strax inn. Ef fjármagn vegagerðarinnar í snjómokstur Reykjanesbrautarinnar klárast eitt árið, þá lokum við ekki Reykjanesbrautinni. En þegar heill árgangur af börnum fær ekki þá þjónustu sem hann þarf? Þá er það "fjárlagavandi" eða verkefni sem fær að standa óleyst þar til mál tiltekins barns ratar í fjölmiðla. Ekki bara grunnurinn heldur innihaldið Ég er ekki að segja að hefðbundnir innviðir skipti ekki máli. Auðvitað þurfum við vegi og rafmagn. En við þurfum að átta okkur á því að þessir hlutir eru verkfæri, en ekki markmið í sjálfu sér. Vegur er ekki til af því að hann er vegur. Hlutverk hans er að tengja fólk, að skapa tækifæri, að byggja samfélag. Og samfélag byggjast af fólki. Kannski snýst málið ekki einu sinni um að breyta skilgreiningunni á innviðum. Kannski er málið að átta sig á því hvað innviðir eru í raun og veru. Að þeir eru ekki bara grunnurinn, heldur það sem við byggjum ofan á hann. Ekki bara malbikið heldur aðilarnir sem malbikið þjónar. Við getum haldið áfram að byggja glæsilega vegi og brýr. Við getum haldið áfram að mæla innviðafjárfestingu í kílómetrum af malbiki og tonnum af steinsteypu. En á meðan biðlistarnir lengast, kennararnir hverfa og foreldrar leita út yfir landssteinana eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börnin sín, sem íslenskt samfélag veitir ekki, þá skiptir engu máli hversu góðir vegirnir eru. Það eru ekki vegirnir sem búa til samfélög. Það er fólkið. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjördís Eva Þórðardóttir Börn og uppeldi Réttindi barna Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Blindbylur á Hellisheiði Í vetur keyrði ég yfir Hellisheiði í blindbyl. Á leiðinni hugsaði ég hversu þakklát ég væri fyrir að vegurinn væri vel merktur, að ljósastaurarnir virkuðu og að búið væri að ryðja snjóinn af veginum. Þetta eru innviðirnir sem halda samfélaginu gangandi hugsaði ég. En svo fór ég að velta því fyrir mér hvað það væri sem gerði þennan veg svona mikilvægan? Jú, hann tengir saman byggðir, gerir fólki kleift að sækja vinnu og þjónustu sem ekki er til staðar heima fyrir. Börn sem keyra til Reykjavíkur í tónlistarnám. Unglingar á leið á íþróttaæfingar. Foreldrar að sækja sérfræðiaðstoð sem ekki fæst annars staðar. Þá var eins og kviknaði á ljósaperu í kollinum...við köllum vegina innviði en gleymum því að vegurinn er í raun þjónn hinna raunverulegu innviða. Samfélag með fullkomna vegi en enga skóla Samkvæmt hefðbundnum skilgreiningum eru innviðir „grunnkerfi og grunnþjónusta sem þarf til að samfélag geti starfað.“ Það er óhætt að segja að túlkun þessa sé þröng í íslensku samfélagi: rafmagn, vatn, vegir, hafnir. Hlutir úr stáli og steinsteypu. En hvað ef við erum að missa af stærri myndinni? Hugsið ykkur samfélag með fullkomna vegi en enga skóla. Glæsilegar brýr en enga heilsugæslu fyrir börn. Öflugt raforkukerfi en engar tómstundir fyrir börn. Væri það samfélag með góða innviði? Væri það samfélag sem eitthvert okkar myndi vilja tilheyra? Sannleikurinn er sá að raunverulegir innviðir eru ekki vegir og veitur. Þeir eru börn og ungmenni og sú þjónusta sem við veitum þeim. Fyrirtæki flytja ekki vegna veganna Fyrirtæki flytja starfsemi sína ekki vegna vegakerfisins. Þau flytja vegna vinnuaflsins. Fjárfestar horfa ekki bara á hafnir og flugvelli. Þeir horfa á menntunarstig og félagslegan stöðugleika. Þjóðir keppa ekki um hver þeirra á flottustu brýrnar. Þær keppa um mannauð og þá nýsköpun sem mannauðurinn skapar. Samt höldum við áfram að skilgreina innviði eins og við séum enn að byggja upp land eftir heimsstyrjöld. Eins og stærsta áskorunin sé að koma vörum frá A til B, ekki að byggja upp fólk sem getur skapað, hugsað og leyst vandamál framtíðarinnar. Norðmenn tala ekki um vegina sína Þegar Norðmenn tala um að þeir séu með bestu innviði í heimi, þá eru þeir ekki að tala um vegina sína. Þeir eru að tala um menntakerfið sitt. Um heilbrigðiskerfið. Um félagslega öryggisnetið. Um allt það sem gerir þeim kleift að breyta olíuauði í mannauð sem endist öldum saman. Við getum séð afleiðingarnar af þessari þröngu sýn okkar alls staðar. Biðlistar eftir geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn sem teygja sig mánuði og ár. Kennarar sem brenna út hraðar en við náum að mennta nýja. Leikskólapláss sem er jafn erfitt að fá og leiguhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Barn sem fær ekki greiningu er eins og brú sem fær ekki viðhald Þetta eru ekki „mjúk mál“ heldur grjótharðir innviðir framtíðar íslensk samfélags. Barn sem fær ekki greiningu og þjónustu í tíma er eins og brú sem fær ekki viðhald, vandamálið magnast með tímanum og kostnaðurinn við „viðgerðina“ margfaldast. Það merkilegasta er hins vegar kannski hvernig við tölum um þessi mál. Þegar vegur skemmist í vatnavöxtum þá er það "náttúruhamfarir" og "neyðarástand" og allir skilja að það þarf að grípa strax inn. Ef fjármagn vegagerðarinnar í snjómokstur Reykjanesbrautarinnar klárast eitt árið, þá lokum við ekki Reykjanesbrautinni. En þegar heill árgangur af börnum fær ekki þá þjónustu sem hann þarf? Þá er það "fjárlagavandi" eða verkefni sem fær að standa óleyst þar til mál tiltekins barns ratar í fjölmiðla. Ekki bara grunnurinn heldur innihaldið Ég er ekki að segja að hefðbundnir innviðir skipti ekki máli. Auðvitað þurfum við vegi og rafmagn. En við þurfum að átta okkur á því að þessir hlutir eru verkfæri, en ekki markmið í sjálfu sér. Vegur er ekki til af því að hann er vegur. Hlutverk hans er að tengja fólk, að skapa tækifæri, að byggja samfélag. Og samfélag byggjast af fólki. Kannski snýst málið ekki einu sinni um að breyta skilgreiningunni á innviðum. Kannski er málið að átta sig á því hvað innviðir eru í raun og veru. Að þeir eru ekki bara grunnurinn, heldur það sem við byggjum ofan á hann. Ekki bara malbikið heldur aðilarnir sem malbikið þjónar. Við getum haldið áfram að byggja glæsilega vegi og brýr. Við getum haldið áfram að mæla innviðafjárfestingu í kílómetrum af malbiki og tonnum af steinsteypu. En á meðan biðlistarnir lengast, kennararnir hverfa og foreldrar leita út yfir landssteinana eftir nauðsynlegri þjónustu fyrir börnin sín, sem íslenskt samfélag veitir ekki, þá skiptir engu máli hversu góðir vegirnir eru. Það eru ekki vegirnir sem búa til samfélög. Það er fólkið. Höfundur er sérfræðingur í farsæld og réttindum barna.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun