Sport

Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Gjert Ingebrigtsen fékk fimmtán daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að beita yngstu dóttur sína ofbeldi. Hann segir málið ekkert tengjast sinni þjálfun en frjálsíþróttasambönd Noregs, Kanada og Portúgal eru ósammála. 
Gjert Ingebrigtsen fékk fimmtán daga skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir að beita yngstu dóttur sína ofbeldi. Hann segir málið ekkert tengjast sinni þjálfun en frjálsíþróttasambönd Noregs, Kanada og Portúgal eru ósammála. 

Hlaupaþjálfarinn og fjölskyldufaðirinn Gjert Ingebrigtsen var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir heimilisofbeldi en er ekki hættur þjálfun. Hann hefur hins ekki fengið leyfi til að fara á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í næsta mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Ingebrigtsen var dæmdur í fimmtán daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að beita yngstu dóttur sína ofbeldi en var sýknaður af öllum öðrum ákærum, þeirra á meðal ofbeldi gagnvart sonum sínum.

Ingebrigtsen þjálfaði áður fjölskyldumeðlimi sína en þau ráku föður sinn eftir að ofbeldið kom í ljós. Hann hefur þó haldið þjálfun áfram og er þjálfari þriggja hlaupara sem eru á leiðinni á HM í Tókýó í næsta mánuði.

Þeir þrír eru Portúgalinn Jose Pinto Carlos, Norðmaðurinn Narve Gilje Nordas og hinn kanadíski Kieran Lumb.

Til þess að mega fara á HM sem þjálfari þarf frjálsíþróttasamband einhverra þessara landa að veita honum vottun, en ekkert þeirra ætlar að gera það.

Norska frjálsíþróttasambandið neitar að gefa honum leyfi, líkt og kanadíska sambandið. Ingebrigtsen leitaði því á náðir portúgalska sambandsins en beiðninni var einnig hafnað, samkvæmt norska miðlinum Verdens Gang.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×