Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hjörvar Ólafsson skrifar 10. ágúst 2025 21:12 Andri Rúnar skoraði eitt marka Stjörnumanna í þessum leik. Vísir/Ernir Stjarnan bar sigurorð af Víkingi 2-4 í leik liðanna í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Heimavelli Hamingjunnar í Víkinni í kvöld. Það vantaði ekki atvikin í leikinn í kvöld en það var Jóhann Árni Gunnarsson sem náði forystunni fyrir Stjörnunar eftir rúman stundarfjörðung. Örvar Eggertsson skallaði þá boltann fyrir fætur Jóhanns Árna sem tók boltann vel með sér og kláraði færið af stakri prýði. Örvar var svo sjálfur á ferðinni um það bil tíu mínútum síðar. Benedikt Warén átti þá gullfallega sendingu á Örvar sem skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu. Staðan var 2-0 í hálfleik en Gylfi Þór Sigurðsson var sá leikmaður Víkings sem var næst því að binda endahnút á sóknir Víkings í fyrri hálfleik. Þá var Óskar Borgþórsson aðgangsharður en hann fékk tækifæri á vinstri kantinum. Víkingur fékk vítamínsprautu í upphafi seinni hálfleiks þegar Þorri Mar Þórisson braut á Viktori Örlygi Andrasyni innan vítateigs Víkings. Þorri Mar var álitinn aftasti maður og að ræna Viktori Örlygi í upplögðu færi og var vísað af velli með rauðu spjaldi. Gylfi Þór fór á vítapunktinn og skoraði af feykilegu öryggi og Víkingar komnir inn í leikinn. Leikmenn Víkings náðu hins vegar ekki að nýta sér meðbyrinn og liðsmuninn og Karl Friðleifur Gunnarsson átti slaka sendingu á Viktor Örlyg þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Það nýtti Andri Rúnar Bjarnason sér til fulls. Andri Rúnar sýndi stóíska ró þegar hann komst framhjá Pálma Rafni Aðalbjörnssyni og renndi boltanum í netið. Guðmundur Balddvin Nökkvason bætti svo um betur fyrir Stjörnunar nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði með laglegri bakfallsspyrnu. Niko Hansen nældi svo í vítaspyrnu undir lok leiksins en Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar var dæmdur brotlegur þar. Gylfi Þór strengdi líflínu fyrir Víking með því að setja vítaspyrnuna rétta leið en lengra komust Víkingar ekki og 2-4 sigur Stjörnunnar staðreynd. Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir á hliðarlínunni.Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen: Stigasöfnunin í deildinni áhyggjuefni „Mér fannst koma flottir inn í þennan leik og orkustigið bara fínt í liðinu allan leikinn. Þetta var að mínu mati furðulegur fótboltaleikur. Við vorum að komast í góðar stöður og fá færi áður en þeir skora,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Það vantaði svolítið fókus hjá okkur í báðum vítateigunum í dag og þeir komast í 2-0 án þess að ná að skapa mörg færi á okkur. Við herjuðum á þá en það dugði ekki til og stigasöfnunin okkar í deildinni undanfarið er áhyggjuefni,“ sagði Sölvi en Víkingur hefur fengið þrjú stig í síðustu fimm deildarleikjum sínum. „Kannski erum við þjálfarateymið of kröfuharðir að láta liðið spila af jafn mikilli ákefð og raun ber vitni. Við þurfum að skoða það hvort að það sé of mikið á leikmenn lagt að pressa eins hátt og mikið og við gerum og spila jafn orkufrekan fótbolta og við erum að spila í þeirri törn sem við erum í þessa stundina,“ sagði hann. „Við erum ennþá í öðru sæti í deildinni og fimm stigum frá toppnum þrátt fyrir rýra stigasöfnunin í síðustu leikjum okkar. Það er nóg eftir af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara að bæta stigasöfnun okkar. Það er ekki langur tími til þess að pæla í þessu tapi sem er í raun bara fínt. Næst er það hörku verkefni gegn Bröndby og við setjum fullan fókus á það núna,“ sagði þjálfari Víkings um framhaldið. Jökull I. Elísabetarson: Þurftum að sýna nokkur andlit í þessum leik „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Jökull I. Elísabetarson var sáttur við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Diego Atvik leiksins Víkingur fékk nokkur færi til þess að jafna í stöðunni 2-1 en Árni Snær Ólafsson varði til að mynda frábærlega þegar Atli Þór Jónasson slapp einn í gegn og Atli Þór náði ekki að setja boltann í netið þegar hann fékk frákastið. Á hinum enda vallarins nýtti Andri Rúnar sér svo slaka sendingu Karls Friðleifs og veitti Stjörnumönnum andrými og auka kraft eftir að liðið hafði spilað agaðan og góðan varnarleik í kjölfar þess að lenda einum leikmenni færri. Stjörnur og skúrkar Örvar Eggertsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik og hélt varnarmönnum svo sannarlega við efnið. Andri Rúnar var réttur maður á réttum stað og sýndi gæði sín þegar hann skoraði þriðja mark Stjörnuliðsins. Árni Snær átti nokkrar mikilvægar vörslur í leiknum og kom boltanum einkar vel frá sér. Spilaði stutt þegar það átti við og losaði svo oft pressu Víkings með góðum löngum spyrnum sínum. Guðmundur Baldvin Nökkvason og Jóhann Árni Gunnarsson voru svo öflugir á miðsvæðinu. Gylfi Þór var atkvæðamestur í sóknarleik Víkings og var oftast nær nálægur þegar Víkingur var að skapa færi. Óskar Borgþórsson átti rispur í fyrri hálfleik og Niko Hansen átti góða innkomu inn í leikinn. Dómarar leiksins Gunnar Oddur Hafliðason, Guðmundur Ingi Bjarnason, Patrik Freyr Guðmundsson og Þórður Þorsteinsson Þórðarson dæmdu leikinn heilt yfir vel og fá átta í einkunni fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson hafði svo vökult auga með því að allt færi eftir kúntarinnar reglum í Víkinni í kvöld. Stemming og umgjörð Það var evrópsk þynnka innan vallar sem utan í Víkinni eftir sigurinn frækna gegn Bröndby og svo virtist sem dönsku boltabullurnar hefðu tekið toll af stuðningsmönnum Víkings. Eðlilega rífur það í heiðvirðaða borgara í Fossvoginum að þurfa að takast á við unga og upprennandi danska óeirðarseggi í mótun. Ferðaklósettið sem dönsku skemmdarvargarnir veltu var enn á hliðinni og Víkingar virtust enn vera í spennufalli eftir rússíbanareiðina á fimmtudagskvöldið var. Lái þeim það hver sem vill en ekki ætla ég að gera það. Vonandi verður hærra risið á Víkingum á öllum vettvöngum í kóngsins Kaupmannahöfn í vikunni. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Stjarnan Íslenski boltinn Fótbolti
Stjarnan bar sigurorð af Víkingi 2-4 í leik liðanna í 18. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Heimavelli Hamingjunnar í Víkinni í kvöld. Það vantaði ekki atvikin í leikinn í kvöld en það var Jóhann Árni Gunnarsson sem náði forystunni fyrir Stjörnunar eftir rúman stundarfjörðung. Örvar Eggertsson skallaði þá boltann fyrir fætur Jóhanns Árna sem tók boltann vel með sér og kláraði færið af stakri prýði. Örvar var svo sjálfur á ferðinni um það bil tíu mínútum síðar. Benedikt Warén átti þá gullfallega sendingu á Örvar sem skoraði sitt sjöunda mark á tímabilinu. Staðan var 2-0 í hálfleik en Gylfi Þór Sigurðsson var sá leikmaður Víkings sem var næst því að binda endahnút á sóknir Víkings í fyrri hálfleik. Þá var Óskar Borgþórsson aðgangsharður en hann fékk tækifæri á vinstri kantinum. Víkingur fékk vítamínsprautu í upphafi seinni hálfleiks þegar Þorri Mar Þórisson braut á Viktori Örlygi Andrasyni innan vítateigs Víkings. Þorri Mar var álitinn aftasti maður og að ræna Viktori Örlygi í upplögðu færi og var vísað af velli með rauðu spjaldi. Gylfi Þór fór á vítapunktinn og skoraði af feykilegu öryggi og Víkingar komnir inn í leikinn. Leikmenn Víkings náðu hins vegar ekki að nýta sér meðbyrinn og liðsmuninn og Karl Friðleifur Gunnarsson átti slaka sendingu á Viktor Örlyg þegar rúmt korter var eftir af leiknum. Það nýtti Andri Rúnar Bjarnason sér til fulls. Andri Rúnar sýndi stóíska ró þegar hann komst framhjá Pálma Rafni Aðalbjörnssyni og renndi boltanum í netið. Guðmundur Balddvin Nökkvason bætti svo um betur fyrir Stjörnunar nokkrum mínútum síðar þegar hann skoraði með laglegri bakfallsspyrnu. Niko Hansen nældi svo í vítaspyrnu undir lok leiksins en Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar var dæmdur brotlegur þar. Gylfi Þór strengdi líflínu fyrir Víking með því að setja vítaspyrnuna rétta leið en lengra komust Víkingar ekki og 2-4 sigur Stjörnunnar staðreynd. Þjálfarinn Sölvi Geir Ottesen gefur skipanir á hliðarlínunni.Vísir/Diego Sölvi Geir Ottesen: Stigasöfnunin í deildinni áhyggjuefni „Mér fannst koma flottir inn í þennan leik og orkustigið bara fínt í liðinu allan leikinn. Þetta var að mínu mati furðulegur fótboltaleikur. Við vorum að komast í góðar stöður og fá færi áður en þeir skora,“ sagði Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings. „Það vantaði svolítið fókus hjá okkur í báðum vítateigunum í dag og þeir komast í 2-0 án þess að ná að skapa mörg færi á okkur. Við herjuðum á þá en það dugði ekki til og stigasöfnunin okkar í deildinni undanfarið er áhyggjuefni,“ sagði Sölvi en Víkingur hefur fengið þrjú stig í síðustu fimm deildarleikjum sínum. „Kannski erum við þjálfarateymið of kröfuharðir að láta liðið spila af jafn mikilli ákefð og raun ber vitni. Við þurfum að skoða það hvort að það sé of mikið á leikmenn lagt að pressa eins hátt og mikið og við gerum og spila jafn orkufrekan fótbolta og við erum að spila í þeirri törn sem við erum í þessa stundina,“ sagði hann. „Við erum ennþá í öðru sæti í deildinni og fimm stigum frá toppnum þrátt fyrir rýra stigasöfnunin í síðustu leikjum okkar. Það er nóg eftir af stigum í pottinum og við þurfum bara að fara að bæta stigasöfnun okkar. Það er ekki langur tími til þess að pæla í þessu tapi sem er í raun bara fínt. Næst er það hörku verkefni gegn Bröndby og við setjum fullan fókus á það núna,“ sagði þjálfari Víkings um framhaldið. Jökull I. Elísabetarson: Þurftum að sýna nokkur andlit í þessum leik „Það var gríðarlegur kraftur í Stjörnuliðinu í kvöld og við díluðum vel við þær aðstæður sem þessi leikur bauð upp á. Við vorum í smá tíma að ná takti í uppspilið hjá okkur en þegar það tókst þá spiluðum við bara ljómandi vel og skoruðum tvö fín mörk,“ sagði Jökull I. Elísabetarson, þjálfari Stjörnunnar, eftir leikinn. „Svo þurfum við að breyta upplegginu eftir að við verðum einum manni færri en mér fannst við bara verjast vel manni færri og gefa fá færi á okkur. Það var mikið spirit í liðinu og ég mér fannst mun meiri orka í okkur en í leiknum við Fram í síðustu umferð til að mynda. Ég er sáttur við það,“ sagði Jökull þar að auki. „Við höfum ekki verið nógu stöðugir í spilamennsku okkar á þessu tímabili og kannski ekki náð að meitla leikstíl okkar nógu vel í stein. Við þurfum að nýta þann byr sem þessi sigur veitir okkur. Auk þess þurfum við að ná meiri stöðugleika í frammistöður okkar á sama tíma og við bætum stigasöfnunina,“ sagði hann um stöðu mála hjá Stjörnunni. „Ég verð líka að nefna að mér fannst við höndla það vel að fá á okkur marga vafasama dóma sem hölluðu á okkur. Varamannabekkur Víkings gerir vel í að setja gríðarlega pressu á dómarateymið allan leikinn. Dómarar eru bara mannlegir og mér fannst dómarateymið bogna undir ágangi frá bekknum hjá Víkingi að þessu sinni. Við vorum spjaldaðir í gríð og erg og það hallaði á okkur í stórum atvikum í báðum vítateigum. Á meðan aga- og úrskurðarnefnd KSÍ tekur ekki á þessu þá heldur þetta bara áfram og þeir geta sett dómarana undir pressu með aggresívum hætti,“ sagði Jökull. Jökull I. Elísabetarson var sáttur við spilamennsku Stjörnunnar í kvöld.Vísir/Diego Atvik leiksins Víkingur fékk nokkur færi til þess að jafna í stöðunni 2-1 en Árni Snær Ólafsson varði til að mynda frábærlega þegar Atli Þór Jónasson slapp einn í gegn og Atli Þór náði ekki að setja boltann í netið þegar hann fékk frákastið. Á hinum enda vallarins nýtti Andri Rúnar sér svo slaka sendingu Karls Friðleifs og veitti Stjörnumönnum andrými og auka kraft eftir að liðið hafði spilað agaðan og góðan varnarleik í kjölfar þess að lenda einum leikmenni færri. Stjörnur og skúrkar Örvar Eggertsson skoraði eitt mark og lagði upp annað í þessum leik og hélt varnarmönnum svo sannarlega við efnið. Andri Rúnar var réttur maður á réttum stað og sýndi gæði sín þegar hann skoraði þriðja mark Stjörnuliðsins. Árni Snær átti nokkrar mikilvægar vörslur í leiknum og kom boltanum einkar vel frá sér. Spilaði stutt þegar það átti við og losaði svo oft pressu Víkings með góðum löngum spyrnum sínum. Guðmundur Baldvin Nökkvason og Jóhann Árni Gunnarsson voru svo öflugir á miðsvæðinu. Gylfi Þór var atkvæðamestur í sóknarleik Víkings og var oftast nær nálægur þegar Víkingur var að skapa færi. Óskar Borgþórsson átti rispur í fyrri hálfleik og Niko Hansen átti góða innkomu inn í leikinn. Dómarar leiksins Gunnar Oddur Hafliðason, Guðmundur Ingi Bjarnason, Patrik Freyr Guðmundsson og Þórður Þorsteinsson Þórðarson dæmdu leikinn heilt yfir vel og fá átta í einkunni fyrir sín störf. Kristinn Jakobsson hafði svo vökult auga með því að allt færi eftir kúntarinnar reglum í Víkinni í kvöld. Stemming og umgjörð Það var evrópsk þynnka innan vallar sem utan í Víkinni eftir sigurinn frækna gegn Bröndby og svo virtist sem dönsku boltabullurnar hefðu tekið toll af stuðningsmönnum Víkings. Eðlilega rífur það í heiðvirðaða borgara í Fossvoginum að þurfa að takast á við unga og upprennandi danska óeirðarseggi í mótun. Ferðaklósettið sem dönsku skemmdarvargarnir veltu var enn á hliðinni og Víkingar virtust enn vera í spennufalli eftir rússíbanareiðina á fimmtudagskvöldið var. Lái þeim það hver sem vill en ekki ætla ég að gera það. Vonandi verður hærra risið á Víkingum á öllum vettvöngum í kóngsins Kaupmannahöfn í vikunni.
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn