Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Valur Páll Eiríksson skrifar 29. júlí 2025 14:07 Mario Matasovic er í Króatíu og fer ekki á EM. Vísir/Hulda Margrét Æfingahópur karlalandsliðsins í körfubolta hefur verið skorinn niður um fimm leikmenn frá þeim hópi sem opinberaður var í síðustu viku. 17 leikmenn eru eftir í hópnum. Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Fjölmiðlafólk mætti á æfingu landsliðsins í Ásgarði í Garðabæ í dag og mátti sjá að þónokkrir úr hópi Íslands voru ekki á meðal leikmanna á æfingunni. Þeir Bjarni Guðmann Jónsson, Friðrik Leó Curtis, Mario Matasovic, Ólafur Ólafsson og Sigurður Pétursson voru ekki á æfingu dagsins og munu því ekki fara á komandi Evrópumót sem hefst eftir tæpan mánuð. Friðrik Leó hélt vestur um haf í skóla og var ákveðið að hans hagsmunum væri betur borgið þar en á EM. Mario Matasovic var þá í einhverjum vandræðum varðandi íslenskt vegabréf, en hann var á meðal þeirra sem fékk ríkisborgararétt í sumar. Hann er staddur í hinu heimalandinu sínu, Króatíu, og hefur ekki æft með íslenska liðinu. Hinir þrír hafa verið skornir úr hópnum sem verður svo skorinn enn frekar niður eftir því sem nær dregur móti. 14 leikmenn taka þátt á æfingamóti með íslenska liðinu á Ítalíu í byrjun ágúst og aðeins tólf leikmenn fara á EM. Fimm leikir fram að móti 1.-4. ágúst fer liðið til Ítalíu og tekur þátt í móti ásamt heimamönnum, Pólverjum og Senegölum. Ísland mætir Ítalíu í fyrri leik ferðarinnar og fer það eftir úrslitum úr leik Pólverja og Senegala hvoru liðinu Ísland mætir í seinni leiknum. 12.-16. ágúst fer liðið til Portúgals og mætir þar liðum Portúgals og Svíþjóðar. Þann 22. ágúst mæta okkar menn svo Litáen í lokaleiknum fyrir EuroBasket og verður leikið í Litáen. Þaðan verður svo farið beint til Katowice í Póllandi á EuroBasket en þangað verður liðið að vera mætt 25. ágúst. Fyrsti leikur á EM er við Ísrael þann 28. ágúst. Sem stendur lítur hópur Íslands svona út: Almar Atlason – USA – 0 landsleikir Frank Aron Booker – Valur – 4 Elvar Már Friðriksson – Anwil Wloclawek, Pólland – 74 Haukur Helgi Pálsson – Álftanes – 75 Hilmar Smári Henningsson – Stjarnan – 20 Jaka Brodnik – Keflavík – 0 Jón Axel Guðmundsson – Burgos, Spáni – 35 Kári Jónsson – Valur – 35 Kristinn Pálsson – Valur – 37 Martin Hermannsson – Alba Berlin, Þýskaland – 77 Orri Gunnarsson – Stjarnan – 11 Ragnar Nathanaelsson – Álftanes – 65 Styrmir Snær Þrastarson – Zamora, Spánn – 20 Sigtryggur Arnar Björnsson – Tindastóll – 37 Tryggvi Hlinason – Bilbao, Spánn – 69 Ægir Þór Steinarsson – Stjarnan - 91 Þórir Þorbjarnarson – KR – 29
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Körfubolti Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti „Þetta var erfiður sigur hjá okkur“ Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira