Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júlí 2025 08:01 Hafþór Júlíus Björnsson og Eddie Hall hafa ekki verið miklir vinir í gegnum tíðina. Getty/Dave Kotinsky/James Baylis Hafþór Júlíus Björnsson bætti heimsmetið í réttstöðulyftu um helgina. Hann lyfti þá 505 kílóum fyrstur manna í heiminum. Hafþór afrekaði þetta á kraftlyftingarmóti í Þýskalandi. Hafþór var að bæta sitt eigið heimsmet sem var 501 kílóa lyfta hans frá því á heimavelli í miðjum kórónuverufaraldrinum. Hann hefur fengið kveðjur víðs vegar að og meira segja úr óvæntri átt. Hafþór tók á þeim tíma heimsmetið af Eddie Hall sem lyfti fyrstur fimm hundruð kílóum í réttstöðulyftu árið 2016. Hall átti metið í þrjú ár og níu mánuði þar til að íslenska fjallið bætti það. Eddie Hall var líka sterkasti maður heims árið 2017 en Hafþór tók þann titil af honum árið eftir. Hall og Hafþór voru í harðri samkeppni og mikli óvinir. Árásirnar hafa þó nær eingöngu komið úr herbúðum Hall. Deilur þeirra hafa vakið athygli og þær enduðu með því að þeir mættust í hnefaleikahringnum þar sem Hafþór hafði betur. Eddie hefur verið helsti gagnrýnandi Thor eins og hann kallar okkar mann. Nú síðast var Hall að efast um að Hafþór væri með allar réttu græjurnar til að gera heimsmetstilraun sína gilda. Eitthvað sem Hafþór sjálfur vísaði til föðurhúsanna. Eftir að Hafþór kláraði síðan ætlunarverk sitt og bætti heimsmetið þá gat Hall ekki annað en viðurkennt afrekið. Hafþór fékk því óvænt kveðju frá sínum helsta óvini. „Ég ber mikla virðingu fyrir afreki Thors og að honum hafi tekist að skrifa söguna og bætta heimsmetið í 505 kíló. Þetta er engin smá lyfta. Metin eru til þess að bæta þau,“ skrifaði Eddie Hall og birti með myndband af heimsmetslyftunni eins og sjá má hér fyrir neðan. Aflraunir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sjá meira
Hafþór var að bæta sitt eigið heimsmet sem var 501 kílóa lyfta hans frá því á heimavelli í miðjum kórónuverufaraldrinum. Hann hefur fengið kveðjur víðs vegar að og meira segja úr óvæntri átt. Hafþór tók á þeim tíma heimsmetið af Eddie Hall sem lyfti fyrstur fimm hundruð kílóum í réttstöðulyftu árið 2016. Hall átti metið í þrjú ár og níu mánuði þar til að íslenska fjallið bætti það. Eddie Hall var líka sterkasti maður heims árið 2017 en Hafþór tók þann titil af honum árið eftir. Hall og Hafþór voru í harðri samkeppni og mikli óvinir. Árásirnar hafa þó nær eingöngu komið úr herbúðum Hall. Deilur þeirra hafa vakið athygli og þær enduðu með því að þeir mættust í hnefaleikahringnum þar sem Hafþór hafði betur. Eddie hefur verið helsti gagnrýnandi Thor eins og hann kallar okkar mann. Nú síðast var Hall að efast um að Hafþór væri með allar réttu græjurnar til að gera heimsmetstilraun sína gilda. Eitthvað sem Hafþór sjálfur vísaði til föðurhúsanna. Eftir að Hafþór kláraði síðan ætlunarverk sitt og bætti heimsmetið þá gat Hall ekki annað en viðurkennt afrekið. Hafþór fékk því óvænt kveðju frá sínum helsta óvini. „Ég ber mikla virðingu fyrir afreki Thors og að honum hafi tekist að skrifa söguna og bætta heimsmetið í 505 kíló. Þetta er engin smá lyfta. Metin eru til þess að bæta þau,“ skrifaði Eddie Hall og birti með myndband af heimsmetslyftunni eins og sjá má hér fyrir neðan.
Aflraunir Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Sport Fleiri fréttir Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Newcastle - Chelsea | Skjórar í meiðslakrísu gegn gestum á góðu skriði Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina Immobile skaut Bologna í úrslit Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Tryllti lýðinn og ærði andstæðinginn Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum