Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. júlí 2025 15:55 Rauði bíll ferðamannsins á leiðinni í veg fyrir bíl mæðgnanna. Í baksýnismyndavélinni sést flutningabíll á mikill ferð. Sem betur fer varð ekki árekstur. Bifvélavirkjameistari í Þorlákshöfn þakkar sínum sæla fyrir að hann sjálfur, eiginkona og níu mánaða barn séu ekki stórslösuð og hreinlega enn á lífi. Mæðgurnar voru nærri heimaslóðum þar sem ferðamaður ók skyndilega í veg fyrir þær. Nokkrum vikum fyrr var eiginmaðurinn á fleygiferð á Hringveginum þegar sendiferðabíll blasti allt í einu við á röngum vegarhelmingi. Bæði atvikin eru til á upptöku. Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði. Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Mæðgurnar Sóley og Jóhanna níu mánaða voru á ferðinni síðastliðinn föstudag á Þrengslaveg og nálguðust Þorlákshafnarveg til Hveragerðis. Sóley stefndi í átt að þrengslum og ferðamaður að koma úr áttinni frá Hveragerði. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan mátti afar litlu muna að alvarlegt slys yrði þegar ferðamaðurinn virti ekki skyldu til að stöðva heldur ók í veg fyrir þær. „Þau voru heppinn að hann olli ekki stórslysi enda hraðinn töluverður,“ segir Sævar Örn Eiríksson, eiginmaður Sóleyjar og faðir Jóhönnu, í færslu á Facebook sem fengið hefur 65 þúsund áhorf þegar þetta er skrifað. Mæðgurnar voru á 82 kílómetra hraða. Sævar Örn segir í samtali við fréttastofu telja líklegt að bílstjórinn hafi verið að horfa eitthvað allt annað en á veginn. Hann hrósar konu sinni fyrir viðbrögðin. „Sóley bregst algjörlega rétt við eins og hægt er, sveigir frá eins og mögulegt er þó bílar komi á móti, bremsar og flautar,“ segir Sævar. Á eftir henni ók flutningabíll, eins og sést líka í myndbanidnu, sem náði naumlega að stöðva áður en hann lenti á bíl ferðamannsins. „Ótrúleg lukka að þarna hafi ekki orðið mikið slys,“ segir Sævar. Hann hefur verið fastagestur á vegum landsins frá árinu 2008 og aldrei vitað annað eins. „Túristinn var mjög heppinn að ég var ekki með í för, því hann stöðvaði og ræddi við Sóley, og kunni engar skýringar á atferðinu aðrar en að honum hafi fundist Sóley hægja ferðina og talið öruggt að skjótast yfir, þá vill svo til að á þessum gatnamótum, og öðrum á þessari leið er skilyrðislaus stöðvunarskylda, einmitt af ofangreindum ástæðum,“ segir Sævar Örn. „Þó ég sé ekki ofbeldishneigður þá er ég viss um það að ég hefði hrifsað lyklana af manninum og fleygt þeim eins og ég gæti út í hraunið, og látið hann hugsa sinn gang meðan hann leitaði þeirra.“ Sævar Örn segir mæðgurnar njóta lífsins á Tenerife í augnablikinu og jafna sig á atvikinu. Hann var sjálfur hætt kominn á Hringveginum nærri Laugabakka í maí þegar sendiferðabíll birtist allt í einu á móti honum á röngum vegahelmingi. Eins og sjá má á myndbandinu að neðan var hann á kringum 90 kílómetra hraða. Sævar vekur athygli á því að ökumaður sendiferðabílsins var með auka baksýnisspegla en ætti kannski að leggja áherslu á að horfa ekki síður fram á veginn. Sævar Örn telur mikilvægt að hafa myndavélar í bílum og birta atvik sem þessi til að minna fólk á ábyrgð þess í umferðinni. Hann hefur verið fastagestur undir stýri á vegum landsins frá árinu 2008 en segist aldrei hafa lent í öðru eins og þeim uppákomum sem drifið hafa á fjölskylduna undanfarna tvo mánuði.
Umferð Ferðaþjónusta Lögreglumál Samgönguslys Ölfus Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira