Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Agnar Már Másson skrifar 19. júlí 2025 08:32 Gosmóðan gerði slökkviliðsmönnum erfitt fyrir að aka á vettvang. Slökkvilið í Vesturbyggð Eldur kom upp í skemmu í Breiðavík í nótt en gosmóða gerði slökkviliðsmönnum erfiðara fyrir að mæta á vettvang. Engan sakaði en rífa þurfti skemmuna niður og kom bóndinn í næsta bæ slökkviliðsmönnum til aðstoðar. Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós. Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira
Slökkvilið í Vesturbyggð var kallað út um klukkan eitt í nótt vegna bruna í skemmu í Breiðavík. Í skemmunni er varaaflsstöð að sögn Davíðs Rúnars Gunnarssonar, slökkviliðsstjóra í Vesturbyggð. Í skemmunni sé ljósavél sem er þó nokkuð frá öðrum húsum í Breiðavík. Bóndinn á næsta bæ kom til aðstoðar. Hann mætti á traktornum til að rífa niður skemmuna.Slökkvilið í Vesturbyggð Hann segir að aðkoman hafi verið erfið þegar slökkviliðsmenn frá þremur stöðvum — Patreksfirði, Tálknafirði og Bíldudal — mættu á vettvang. Því skapaðist ekki hætta fyrir gesti á Hótel Breiðavík sem voru látnir vita af brunanum. Slökkviliðsbílar hafi þurft að keyra lélega vegi í um 50 kílómetra í þykkri gosmóðu, sem gerði slökkviliðsmönnum erfiðar fyrir. Mengun hefur borist frá eldgosinu sem hófst á Sundhnúksgígaröðinni aðfaranótt miðvikudags. „Við vorum bara mun lengur á leiðinni heldur en við hefðum verið,“ segir Davíð. „Þó svo við séum á stórum bílum, þá komumst við bara alls ekki hratt niður. Þetta er bara hrikalegt.“ Slökkvilið í Vesturbyggð sinnit útkallinu.Slökkvilið í Vesturbyggð Skúrinn var sæmilega mikið bruninn þegar slökkviliðs mætti á vettvang. „Og þá var húsið í raun og veru að hrynja. Þannig að ég gat nú ekki farið inn. Það var náttúrulega bara slökkt utan dyra en síðan sko var það mikið hrunið,“ segir hann. „Það var ekki fyrr en að við fengum bara gröfu til þess að í raun taka húsið niður að við gátum farið að slökkva í öllum glæðum,“ bætir Davíð við. Bóndinn á bænum hafi komið til hjálpar, þar sem hann átti stóran traktor með skóflu sem hægt var að nota við að niðurrif hússins. Slökkviliðsstarfinu hafi lokið á áttunda tímanum. Eldsupptökin eru óljós.
Slökkvilið Vesturbyggð Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Sjá meira