Hvar er auðlindarentan? Birta Karen Tryggvadóttir skrifar 28. júní 2025 07:01 Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birta Karen Tryggvadóttir Breytingar á veiðigjöldum Sjávarútvegur Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Stjórnarliðar, með forsætisráðherra og atvinnuvegaráðherra í fararbroddi, vísa ítrekað til svonefndrar auðlindarentu í sjávarútvegi. Á mannamáli er auðlindarenta skilgreind sem sá umframhagnaður sem myndast við nýtingu takmarkaðra auðlinda. Í þessum pistli ætlum við að reyna að finna auðlindarentu í sjávarútvegi. Atvinnuvegaráðherra fullyrti á Alþingi í síðustu viku: „Auðlindarenta, innan skynsamlegra marka, sirka 50 prósent talar hagfræðin um, skaðar ekki samkeppnishæfni.” Hún sagði rentuna vera samkvæmt lögum í 30 prósentum. Erfitt er að átta sig á hvað atvinnuvegaráðherra meinar með þessum ummælum en Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra var spurð út í þessi ummæli ráðherra í óundirbúnum fyrirspurnum á mánudag. Þar var spurt hvaða greiningar lægju að baki staðhæfingu atvinnuvegaráðherra og hver upphæð auðlindarentunnar væri. Þá var jafnframt bent á orð fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar sem áður starfaði sem prófessor í hagfræði, um að auðlindarenta byggði á huglægu mati. Kristrún svaraði: „Auðlindarentan, já að einhverju leyti er hún huglægt mat. En það þarf ekki annað en að skoða umframarðsemi í sjávarútvegi.“ Þetta kallar á nánari skoðun. Samkvæmt greiningu Deloitte um áhrif hækkunar á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi á afkomu 26 fyrirtækja í sjávarútvegi var arðsemi eiginfjár hjá þessum fyrirtækjum 11% árið 2023 en það var verulega gott ár í íslenskum sjávarútvegi. Til samanburðar var arðsemi í smásölu 15%, ferðaþjónustu 17% og byggingariðnaði 20%. Ef veruleg umframarðsemi væri í sjávarútvegi má eðlilega spyrja hvers vegna arðsemi þar mælist ekki hærri – sérstaklega þar sem árið 2023 var mjög gott ár í sjávarútvegi. Þegar litið er til ársins 2024, sem var ekki eins gott ár í íslenskum sjávarútvegi, var arðsemi eiginfjár komin niður í 5,2%. Það er ekki umframarðsemi – slíkt hlutfall er lægra en það sem fæst á áhættulitlum sparnaðarreikningum. Ef áform ríkisstjórnarinnar um hækkun á veiðigjaldi og kolefnisgjaldi ná fram að ganga hrynur arðsemin niður í um 4%. Það er undir verðbólgu ársins 2024 sem þýðir að raunávöxtun í greininni hefði verið neikvæð. Hér fer vel á því að minnast orða Daða Más fjármálaráðherra frá árinu 2017: „Mér finnast hugmyndir manna um umfang rentu í sjávarútvegi á Íslandi oft vera skringilega bjartsýnar“. Íslenskur sjávarútvegur er í stöðugri samkeppni, ekki aðeins á alþjóðlegum mörkuðum við um að keppast um hylli neytenda, heldur einnig í samkeppni við aðra fjárfestingakosti um fjármagn. Ef arðsemi í sjávarútvegi – þrátt fyrir meinta auðlindarentu – verður stöðugt lægri en í öðrum geirum leitar fjármagnið einfaldlega annað. Það er hægt að deila um huglæg málefni út í hið óendanlega. En um það verður ekki deilt að óarðbær rekstur fælir burt fjárfesta og hefur fjölmargar aðrar neikvæðar afleiðingar. Betur færi á því að ráðherra héldi sig við tölur og staðreyndir sem allir geta kynnt sér frekar en huglægt mat á auðlindarentu þar sem útreikningur getur reynst „torveldur“ líkt og forsætisráðherra komst réttilega að orði árið 2011. Höfundur er hagfræðingur hjá Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun