Ólympíuleikarnir kostuðu frönsku þjóðina 860 milljarða króna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2025 20:31 Eiffelturninn skreyttur Ólympíuhringunum í fyrrahaust. Ólympíuleikarnir eru vissulega mikil auglýsing fyrir borg eins og París er kostnaðurinn er líka gríðarlegur. Getty/Lucas Neves Frakkar héldu Sumarólympíuleikana og Ólympíumót fatlaðra fyrir ári síðan og nú liggur heildaruppgjörið fyrir. Leikarnir kostuðu svo sannarlega sitt. Það er mjög dýrt að halda Ólympíuleikanna og gestgjafarnir koma aldrei út í plús. Kostnaðurinn er þó mismikill og það er óhætt að segja að Frakkar lendi illa í því fjárhagslega að hafa haldið leikana 2024. Frönsk yfirvöld hafa nú greint frá því að leikarnir hafi kostað frönsku þjóðina rétt undir sex milljörðum evra sem gera um 860 milljarða íslenskra króna. Frakkar eru um 68 milljónir talsins og því kostuðu leikarnir rúmar tólf þúsund krónur einasta Frakka. Frönsk skattaryfirvöld hafa reiknað út kostnaðinn en þetta er bara fyrsta yfirferð þeirra og fyrsta áætlun. Starfsmenn eiga eftir að fara betur yfir allar tölur áður en lokatölurnar verða endanlega opinberaðar. Skipulag leikjanna kostaði franska ríkið 32,3 milljarða evra en þar af fóru 16,3 milljarðar evra í öryggismál. Vinna við íþróttaleikvanga, byggingar og samgöngumál voru 37,2 milljarðar evra að auki. Sumarólympíuleikarnir fóru fram frá 26. júlí til 11. ágúst í fyrra en Ólympíumót fatlaðra var síðan haldið frá 29. ágúst til 8. september. Næstu Sumarólympíuleikar fram síðan í Los Angels í Bandaríkjunum 2028 og í Brisbane í Ástralíu 2032. Næstu Ólympíuleikar eru aftur á móti Vetrarólympíuleikarnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum snemma á næsta ári. Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira
Það er mjög dýrt að halda Ólympíuleikanna og gestgjafarnir koma aldrei út í plús. Kostnaðurinn er þó mismikill og það er óhætt að segja að Frakkar lendi illa í því fjárhagslega að hafa haldið leikana 2024. Frönsk yfirvöld hafa nú greint frá því að leikarnir hafi kostað frönsku þjóðina rétt undir sex milljörðum evra sem gera um 860 milljarða íslenskra króna. Frakkar eru um 68 milljónir talsins og því kostuðu leikarnir rúmar tólf þúsund krónur einasta Frakka. Frönsk skattaryfirvöld hafa reiknað út kostnaðinn en þetta er bara fyrsta yfirferð þeirra og fyrsta áætlun. Starfsmenn eiga eftir að fara betur yfir allar tölur áður en lokatölurnar verða endanlega opinberaðar. Skipulag leikjanna kostaði franska ríkið 32,3 milljarða evra en þar af fóru 16,3 milljarðar evra í öryggismál. Vinna við íþróttaleikvanga, byggingar og samgöngumál voru 37,2 milljarðar evra að auki. Sumarólympíuleikarnir fóru fram frá 26. júlí til 11. ágúst í fyrra en Ólympíumót fatlaðra var síðan haldið frá 29. ágúst til 8. september. Næstu Sumarólympíuleikar fram síðan í Los Angels í Bandaríkjunum 2028 og í Brisbane í Ástralíu 2032. Næstu Ólympíuleikar eru aftur á móti Vetrarólympíuleikarnir í Mílanó og Cortina d'Ampezzo í ítölsku Ölpunum snemma á næsta ári.
Ólympíuleikar 2024 í París Mest lesið Komst við er hann ræddi Schumacher Formúla 1 Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea Enski boltinn Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Fótbolti F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Formúla 1 Erfitt að fara fram úr rúminu Handbolti Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Körfubolti Líklegastir til að taka við United Enski boltinn Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Handbolti „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Körfubolti Fleiri fréttir Áttunda félagið í B-deildinni sem skiptir um stjóra í vetur Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Í skýjunum með sigurkörfu gegn liðinu sem honum fannst sparka sér í burtu „Mjög fáir sóknarmenn sem hafa komið til landsins verið jafn góðir og hann“ Skotar fá frídag vegna HM Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Gvardiol þarf að fara í aðgerð og City horfir til Guéhi Greindi sjálfur frá því að hann tæki við Chelsea F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Roddarinn ánægður með brottrekstur Nancy: „Farinn á pöbbinn að fagna“ Erfitt að fara fram úr rúminu Neville segir United að hætta tilraunamennskunni Komst við er hann ræddi Schumacher Dagskráin í dag: Stórleikur í Bónus deildinni og enski boltinn Minningarstund um Åge á stað sem var honum kær: „Huggun á erfiðum tímum“ Ljóstrað upp um svindl eftir asna á Extraleikunum Solskjær hefur lýst yfir áhuga á að snúa aftur til Manchester United Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Nígería flaug áfram í átta liða úrslit Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Tekur við Celtic í annað sinn á tímabilinu Draumaráðning Hjörvars sem brosir breitt eftir tíðindi dagsins Salah gulltryggði Egypta áfram í átta liða úrslitin Telur að Arteta myndi íhuga að taka við Manchester United Annar framherji til West Ham Logi Bergmann náði í 77 stig þrátt fyrir líklegt Fantasy-slys Segir að leikmenn eins og Rice séu þeir verðmætustu í boltanum Rekinn frá Celtic eftir aðeins 33 daga Real Madrid fær króatískan lækni til að bjarga málum Fjórðungur félaganna í ensku úrvalsdeildinni skipt um stjóra Sjá meira