Færum úr öskunni í eldinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 18. júní 2025 07:00 Mikill meirihluti þjóða heimsins er ekki í Evrópusambandinu. Væntanlega eru það fyrir vikið allt þjóðir sem láta kyrrt liggja, sitja hjá og leggja ekki sitt að mörkum að mati Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, prófessors í alþjóðastjórnmálum og formanns Evrópuhreyfingarinnar, miðað við grein hans sem birtist á Vísir.is á dögunum en þar vildi hann meina að þetta ætti við um Ísland fyrst landið hefði ekki tekið upp á því að ganga í sambandið. Vitanlega er mjög langur vegur frá því að vera í Evrópusambandinu sé einhvers konar mælikvarði á frammistöðu ríkja á vettvangi heimsmálanna. Helztu rök Magnúsar Árna eru þau að vegna áhrifaleysis Íslands á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þurfi að ganga í sambandið til þess að eiga „sæti við borðið“ þar sem ákvarðanir séu teknar. „Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki.“ Skemmst er þó frá því að segja að innan sambandsins færi vægi Íslands í ráðherraráðinu og þingi þess fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þá eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði þannig sex þingmenn af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Hálfur alþingismaður hefði vitaskuld mikil mótunaráhrif í þjóðþinginu! Staðan í ráðherraráðinu yrði enn verri. Þar er ekki lengur um ákveðið gólf að ræða eins og í tilfelli þings sambandsins heldur að fullu miðað við íbúafjölda. Þar yrði vægið allajafna einungis á við 5% af alþingismanni. Hvað framkvæmdastjórnina varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þeir eru enda einungis embættismenn Evrópusambandsins. Margfalt fjölmennari ríki orðið undir Við þetta má til dæmis bæta að forystumenn Frakklands og Þýzkalands hafa áratugum saman samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er talin valdamesta stofnun þess. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina, ekki sízt frá fámennari ríkjum innan Evrópusambandsins, á þeim forsendum að með þessu væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm skilið eftir fyrir aðkomu annarra ríkja sambandsins. Fyrir vikið hafi önnur ríki innan þess gjarnan upplifað sig einungis í hlutverki áhorfenda. Með öðrum orðum er deginum ljósara að með inngöngu í Evrópusambandið yrði farið úr öskunni í eldinn í þessum efnum. Ísland yrði þannig undir allt regluverk sambandsins sett, ekki einungis það sem fellur undir EES-samninginn sem er samt nógu mikið og íþyngjandi, og hefði lítil eða engin áhrif innan þess. Þar á meðal í sjávarútvegs- og orkumálum. Enginn skortur er enda á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki en Ísland, eins og til að mynda Danmörk og Írland, hafa orðið undir þegar teknar hafa verið ákvarðanir í ráðherraráðinu. Þar á meðal í málum sem varðað hafa ríka hagsmuni þeirra. Hins vegar er óneitanlega alltaf áhugavert þegar sömu aðilar og börðust ötullega fyrir samþykkt EES-samningsins á sínum tíma, eins og Magnús, benda á aðildina að samningnum, það regluverk sem taka þarf upp í gegnum hann og áhrifaleysi landsins í þeim efnum sem meint rök fyrir því að ganga þurfi enn lengra í þá átt með inngöngu í Evrópusambandið. Sú staða lá þó eins fyrir þegar þeir börðust fyrir aðildinni að EES-samningnum rétt eins og í dag. Það hefur ekki breytzt. Enda hafa umræddir aðilar í raun alltaf einungis litið á samninginn sem áfanga í átt að því markmiði að koma Íslandi í sambandið. Meiri samruni, miðstýring og regluverk Magnús segir í greininni að Evrópusambandið hafi tekizt á við kreppur, útgöngu Bretlands úr sambandinu, heimsfaraldur og stríð en standi enn. Í öllum þessum tilfellum hefur Evrópusambandið hins vegar brugðist seint og illa við. Svo illa að háttsettir forystumenn innan þess hafa ekki séð sér annað fært en að gagnrýna frammistöðu þess harðlega. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen, skýrði þetta ágætlega í febrúar 2021 spurð út í hæg viðbrögð þess við faraldrinum: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Svifaseint. Hins vegar er lausn forystumanna Evrópusambandsins ævinlega sú sama við því eins og við nánast öllu öðru: Meiri samruni, meiri miðstýring og meira regluverk. Meira framsal valds frá ríkjunum til stofnana sambandsins og frekari skref í áttina að lokamarkmiðinu með samrunaþróuninni allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki. Þó Evrópusambandið sé vissulega ekki endanlega orðið að sambandsríki, eins og Magnús nefnir réttilega, er ljóst að það er komið mjög langt á veg í þeim efnum og að sama skapi langt frá því að geta talizt alþjóðastofnun með einhverjum eðlilegum formerkjum. Við Magnús, minn gamli kennari, getum hins vegar verið sammála um það að fyrirkomulagið varðandi EES-samninginn sé ekki ásættanlegt. Deginum ljósara er hins vegar að lausnin í þeim efnum er ekki að fara lengra í sömu átt heldur þvert á móti skipta samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar á meðal Evrópusambandið. Samning sem tryggja myndi viðskiptahagsmuni Íslands án þess að fela í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið EES-samningurinn Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Mikill meirihluti þjóða heimsins er ekki í Evrópusambandinu. Væntanlega eru það fyrir vikið allt þjóðir sem láta kyrrt liggja, sitja hjá og leggja ekki sitt að mörkum að mati Magnúsar Árna Skjöld Magnússonar, prófessors í alþjóðastjórnmálum og formanns Evrópuhreyfingarinnar, miðað við grein hans sem birtist á Vísir.is á dögunum en þar vildi hann meina að þetta ætti við um Ísland fyrst landið hefði ekki tekið upp á því að ganga í sambandið. Vitanlega er mjög langur vegur frá því að vera í Evrópusambandinu sé einhvers konar mælikvarði á frammistöðu ríkja á vettvangi heimsmálanna. Helztu rök Magnúsar Árna eru þau að vegna áhrifaleysis Íslands á það regluverk Evrópusambandsins sem tekið er upp hér á landi í gegnum EES-samninginn þurfi að ganga í sambandið til þess að eiga „sæti við borðið“ þar sem ákvarðanir séu teknar. „Við eigum ekki okkar fulltrúa í ráðherraráði ESB, ekki í framkvæmdastjórninni og ekki á Evrópuþinginu. Við fylgjum reglunum – en mótum þær ekki.“ Skemmst er þó frá því að segja að innan sambandsins færi vægi Íslands í ráðherraráðinu og þingi þess fyrst og fremst eftir íbúafjölda landsins. Þá eiga ríki þess ekki eiginlega fulltrúa í framkvæmdastjórninni. Vægi Íslands á þingi Evrópusambandsins yrði þannig sex þingmenn af yfir 700 sem væri á við hálfan þingmann á Alþingi. Hálfur alþingismaður hefði vitaskuld mikil mótunaráhrif í þjóðþinginu! Staðan í ráðherraráðinu yrði enn verri. Þar er ekki lengur um ákveðið gólf að ræða eins og í tilfelli þings sambandsins heldur að fullu miðað við íbúafjölda. Þar yrði vægið allajafna einungis á við 5% af alþingismanni. Hvað framkvæmdastjórnina varðar er þeim sem þar sitja óheimilt að ganga erinda heimalanda sinna og geta því seint talizt fulltrúar þeirra. Þeir eru enda einungis embættismenn Evrópusambandsins. Margfalt fjölmennari ríki orðið undir Við þetta má til dæmis bæta að forystumenn Frakklands og Þýzkalands hafa áratugum saman samræmt afstöðu sína áður en mál hafa verið tekin fyrir á vettvangi Evrópusambandsins. Ekki sízt í ráðherraráði sambandsins sem gjarnan er talin valdamesta stofnun þess. Þetta hefur sætt mikilli gagnrýni í gegnum tíðina, ekki sízt frá fámennari ríkjum innan Evrópusambandsins, á þeim forsendum að með þessu væru ákvarðanir í raun teknar fyrirfram og lítið svigrúm skilið eftir fyrir aðkomu annarra ríkja sambandsins. Fyrir vikið hafi önnur ríki innan þess gjarnan upplifað sig einungis í hlutverki áhorfenda. Með öðrum orðum er deginum ljósara að með inngöngu í Evrópusambandið yrði farið úr öskunni í eldinn í þessum efnum. Ísland yrði þannig undir allt regluverk sambandsins sett, ekki einungis það sem fellur undir EES-samninginn sem er samt nógu mikið og íþyngjandi, og hefði lítil eða engin áhrif innan þess. Þar á meðal í sjávarútvegs- og orkumálum. Enginn skortur er enda á dæmum þar sem margfalt fjölmennari ríki en Ísland, eins og til að mynda Danmörk og Írland, hafa orðið undir þegar teknar hafa verið ákvarðanir í ráðherraráðinu. Þar á meðal í málum sem varðað hafa ríka hagsmuni þeirra. Hins vegar er óneitanlega alltaf áhugavert þegar sömu aðilar og börðust ötullega fyrir samþykkt EES-samningsins á sínum tíma, eins og Magnús, benda á aðildina að samningnum, það regluverk sem taka þarf upp í gegnum hann og áhrifaleysi landsins í þeim efnum sem meint rök fyrir því að ganga þurfi enn lengra í þá átt með inngöngu í Evrópusambandið. Sú staða lá þó eins fyrir þegar þeir börðust fyrir aðildinni að EES-samningnum rétt eins og í dag. Það hefur ekki breytzt. Enda hafa umræddir aðilar í raun alltaf einungis litið á samninginn sem áfanga í átt að því markmiði að koma Íslandi í sambandið. Meiri samruni, miðstýring og regluverk Magnús segir í greininni að Evrópusambandið hafi tekizt á við kreppur, útgöngu Bretlands úr sambandinu, heimsfaraldur og stríð en standi enn. Í öllum þessum tilfellum hefur Evrópusambandið hins vegar brugðist seint og illa við. Svo illa að háttsettir forystumenn innan þess hafa ekki séð sér annað fært en að gagnrýna frammistöðu þess harðlega. Forseti framkvæmdastjórnar sambandsins, Ursula von der Leyen, skýrði þetta ágætlega í febrúar 2021 spurð út í hæg viðbrögð þess við faraldrinum: „Eitt og sér getur ríki verið eins og hraðbátur á meðan Evrópusambandið er meira eins og olíuskip.“ Svifaseint. Hins vegar er lausn forystumanna Evrópusambandsins ævinlega sú sama við því eins og við nánast öllu öðru: Meiri samruni, meiri miðstýring og meira regluverk. Meira framsal valds frá ríkjunum til stofnana sambandsins og frekari skref í áttina að lokamarkmiðinu með samrunaþróuninni allt frá upphafi að til verði evrópskt sambandsríki. Þó Evrópusambandið sé vissulega ekki endanlega orðið að sambandsríki, eins og Magnús nefnir réttilega, er ljóst að það er komið mjög langt á veg í þeim efnum og að sama skapi langt frá því að geta talizt alþjóðastofnun með einhverjum eðlilegum formerkjum. Við Magnús, minn gamli kennari, getum hins vegar verið sammála um það að fyrirkomulagið varðandi EES-samninginn sé ekki ásættanlegt. Deginum ljósara er hins vegar að lausnin í þeim efnum er ekki að fara lengra í sömu átt heldur þvert á móti skipta samningnum út fyrir nútímalegan víðtækan fríverzlunarsamning eins og ríki heimsins kjósa að semja um sín á milli í dag og ekki sízt stærstu efnahagsveldin með sína miklu viðskiptahagsmuni. Þar á meðal Evrópusambandið. Samning sem tryggja myndi viðskiptahagsmuni Íslands án þess að fela í sér vaxandi framsal valds yfir íslenzkum málum. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar