Skref aftur á bak fyrir konur með endómetríósu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 12. júní 2025 13:31 Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. Það hefur skipt sköpum fyrir fjölmargar konur sem áður voru ósýnilegar í heilbrigðiskerfinu. Framsókn hefur lengi lagt áherslu á málefni kvenna með endómetríósu og unnið að bættri þjónustu. Eygló Harðardóttir vann ötullega að því að varpa ljósi á þennan sjúkdóm á meðan hún gegndi þingmennsku. Henni tókst, ásamt öðru baráttufólki, að koma umræðunni af stað á stjórnmálavettvangi og leggja grunn að þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Með áherslum nýs heilbrigðisráðherra hefur skapast óvissa um hvernig sinna eigi þeim konum sem bíða eftir nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Þess vegna er brýnt að þessari óvissu verði eytt og að stór hópur kvenna þurfi ekki að bera fjárhagslega byrði til að endurheimta lífsgæði sín. Framsókn hefur einmitt lagt áherslu á að heilbrigðiskerfið eigi að snúast um einstaklinginn, ekki kerfið. Það þarf að nálgast þessi mál af yfirvegun, með skilningi og samráði, rétt eins og Willum Þór gerði þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Við skuldum konunum með endómetríósu skýr svör, raunhæfar lausnir og heilbrigðiskerfi sem setur lífsgæði þeirra í forgang. Höfundur er formaður Framsóknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jafnréttismál Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokkurinn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir margar konur sem lifa með endómetríósu hefur lífið snúist um langvarandi verki, bið og baráttu fyrir því að fá hlustun og viðeigandi meðferð. Í gegnum árin hefur Endófélagið unnið ómetanlegt starf við að vekja athygli á þessum ósýnilega sjúkdómi og skapa umræðu sem snýst um skilning, stuðning og virðingu. Það hefur skipt sköpum fyrir fjölmargar konur sem áður voru ósýnilegar í heilbrigðiskerfinu. Framsókn hefur lengi lagt áherslu á málefni kvenna með endómetríósu og unnið að bættri þjónustu. Eygló Harðardóttir vann ötullega að því að varpa ljósi á þennan sjúkdóm á meðan hún gegndi þingmennsku. Henni tókst, ásamt öðru baráttufólki, að koma umræðunni af stað á stjórnmálavettvangi og leggja grunn að þeirri vitundarvakningu sem hefur átt sér stað á undanförnum árum. Með áherslum nýs heilbrigðisráðherra hefur skapast óvissa um hvernig sinna eigi þeim konum sem bíða eftir nauðsynlegum aðgerðum vegna endómetríósu. Þess vegna er brýnt að þessari óvissu verði eytt og að stór hópur kvenna þurfi ekki að bera fjárhagslega byrði til að endurheimta lífsgæði sín. Framsókn hefur einmitt lagt áherslu á að heilbrigðiskerfið eigi að snúast um einstaklinginn, ekki kerfið. Það þarf að nálgast þessi mál af yfirvegun, með skilningi og samráði, rétt eins og Willum Þór gerði þegar hann gegndi embætti heilbrigðisráðherra. Við skuldum konunum með endómetríósu skýr svör, raunhæfar lausnir og heilbrigðiskerfi sem setur lífsgæði þeirra í forgang. Höfundur er formaður Framsóknar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir Skoðun