Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar 21. október 2025 07:03 Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning. Þau fá hvorki viðeigandi umhverfi né stuðning við hæfi í sínum heimaskóla. Til þess að skólarnir virki þurfa stjórnvöld að fjárfesta verulega í innleiðingu úrræða sem hvert og eitt tekur mið af hverju barni fyrir sig, fyrir foreldra barnanna og starfsfólk skólanna. Það þarf ígrundun fagfólks þegar kemur að því að stilla upp úrræðum fyrir nemendur með sértækan vanda. Tvær leiðir eru færar til þess að skóli fyrir alla virki eins og hann á að gera. Þessar leiðir þurfa báðar að vera til staðar því sama leiðin hentar alls ekki öllum. Annars vegar þarf að opna fleiri lítil sérúrræði eða sérskóla þar sem umhverfið er einfalt og sniðið að þörfum barnsins. Þar þarf fagfólk til að starfa daglega með nemendum og útbúa náms – og stuðningsáætlanir sem henta þeirra þörfum. Hins vegar þarf að bjóða upp á fjölbreyttari sérúrræði innan grunnskólanna með sérsniðnu umhverfi fyrir nemendur með flóknar stuðningsþarfir. Húsakostur þarf að gera það mögulegt að stofur séu sérsniðnar, úrræðin fjölbreytt og starfsfólk með sérþekkingu, t.a.m. sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og atferlisráðgjafar. Sérfræðingar útbúa dagskipulag sem hentar hverju barni, svo það geti lært og liðið vel í skólanum. Markmiðið er alltaf að barninu líði vel, hvort sem það er í sérúrræði eða með bekkjarfélögum sínum. Báðar þessar leiðir þurfa að vera til taks því umhverfi skólanna þarf að vera nægjanlega fjölbreytt til að mæta þörfum allra nemenda. Vilji kennara og stjórnenda er svo sannarlega til staðar en fjármagn og fagfólk ekki. Því er kerfið ekki að virka. Það er ágætt að nefna dæmi beint úr raunveruleikanum en nemandi með hámarksstuðning í mínum skóla og mjög flóknar stuðningsþarfir er úthlutað 18 kennslustundum í stuðningi. Barn sem er í 1.- 4. bekk er í 30 stundir í skólanum. Það gefur auga leið að þetta barn fær ekki þann stuðning og úrræði sem það þarf. Ófaglært starfsfólk er fengið til að brúa bilið. Þetta er kraftaverkafólk sem getur stutt vel við börn en ekki á nokkurn hátt tekið ábyrgð á því að útbúa stuðningsáætlanir fyrir nemendur með miklar og flóknar áskoranir. Áskoranir eins og alvarlega lestrarörðugleika, hamlandi ADHD, einhverfa og tilfinningavanda sem oft brýst út í ofbeldishegðun. Oft eru þessir starfsmenn ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það er verið er að setja plástur á risastórt sár og plásturinn nær hvorki utan um sárið né helst á því. Upplifun þessara starfsmanna á umhverfi skólanna getur því miður orðið slík að þau munu ekki kjósa sér skólana sem framtíðar starfsvettvang. Þegar hugmyndafræðin um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar kom fyrst fram var sérskólum lokað og þeir sameinaðir þannig að plássum fækkaði umtalsvert. Einnig var sérdeildum lokað og nemendur áttu að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Það er falleg og góð hugsun sem getur alveg virkað ef hún er útfærð af festu, fagmennsku og fólki sem þekkir hvað það er að starfa á gólfinu í grunnskólum landsins. Við þurfum að bakka og innleiða þessa hugmyndarfræði algjörlega upp á nýtt og setja í það fjármagn þannig að kerfið fari að virka fyrir öll börn. Skóli fyrir alla þýðir nefnilega ekki að við bjóðum öllum að borðinu og inn í skólana, heldur að við mætum öllum börnum með því að hanna umhverfið að þeirra þörfum. Við getum ekki lengur gripið í tómt og sagt: SKÓLI FYRIR ALLA án þess að gera ráð fyrir því í viðeigandi umhverfi og mönnun skólanna. Það þarf að vera til í raunveruleikanum. Það er hægt að framkvæma þetta, nágrannalöndin geta það í fjölmennari skólum en við höfum. Við þurfum sterka leiðtoga í ráðuneyti og sveitastjórnum sem endurskipuleggja og endurskilgreina hvað skóli fyrir alla þýðir og innleiða það af festu og á markvissan hátt. Það mun kosta í upphafi, en þegar hjólin eru farin að snúast hef ég trú á að kostnaðurinn verði svipaður og skólakerfið kostar í dag og spari samfélaginu stórar fjárhæðir og bæti lífsgæði allra barna til framtíðar. Er til eitthvað mikilvægara en að fjárfesta í börnum? Setjum frumáhersluna á að heimaskólar og sérskólar búi yfir umhverfi og fagfólki sem mætir öllum nemendum í staðinn fyrir að setja áhersluna á hvort einkunnir séu í tölum eða bókstöfum, hvort Laxness eða verk annarra skálda sé lesið eða hvort símabann skuli ríkja í skólum. Við getum farið í slík mál þegar við höfum virkjað lausnina um skóla fyrir alla. Börn nefnilega læra ekki nema þeim líði vel og ef 5% þeirra líður illa þá hefur það áhrif á alla í skólanum. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þörfum um 95% barna er hægt að mæta vel í almennum grunnskólum eins og staðan er í dag. Stór hluti þessara nemenda eru með ýmsar greiningar og áskoranir en við skólana starfa frábærir kennarar og stuðningsstarfsfólk sem mætir þessum hópi mjög vel. Staðan er hins vegar allt önnur fyrir þau 5% barna sem þurfa sérhæfðari stuðning. Þau fá hvorki viðeigandi umhverfi né stuðning við hæfi í sínum heimaskóla. Til þess að skólarnir virki þurfa stjórnvöld að fjárfesta verulega í innleiðingu úrræða sem hvert og eitt tekur mið af hverju barni fyrir sig, fyrir foreldra barnanna og starfsfólk skólanna. Það þarf ígrundun fagfólks þegar kemur að því að stilla upp úrræðum fyrir nemendur með sértækan vanda. Tvær leiðir eru færar til þess að skóli fyrir alla virki eins og hann á að gera. Þessar leiðir þurfa báðar að vera til staðar því sama leiðin hentar alls ekki öllum. Annars vegar þarf að opna fleiri lítil sérúrræði eða sérskóla þar sem umhverfið er einfalt og sniðið að þörfum barnsins. Þar þarf fagfólk til að starfa daglega með nemendum og útbúa náms – og stuðningsáætlanir sem henta þeirra þörfum. Hins vegar þarf að bjóða upp á fjölbreyttari sérúrræði innan grunnskólanna með sérsniðnu umhverfi fyrir nemendur með flóknar stuðningsþarfir. Húsakostur þarf að gera það mögulegt að stofur séu sérsniðnar, úrræðin fjölbreytt og starfsfólk með sérþekkingu, t.a.m. sérkennarar, þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og atferlisráðgjafar. Sérfræðingar útbúa dagskipulag sem hentar hverju barni, svo það geti lært og liðið vel í skólanum. Markmiðið er alltaf að barninu líði vel, hvort sem það er í sérúrræði eða með bekkjarfélögum sínum. Báðar þessar leiðir þurfa að vera til taks því umhverfi skólanna þarf að vera nægjanlega fjölbreytt til að mæta þörfum allra nemenda. Vilji kennara og stjórnenda er svo sannarlega til staðar en fjármagn og fagfólk ekki. Því er kerfið ekki að virka. Það er ágætt að nefna dæmi beint úr raunveruleikanum en nemandi með hámarksstuðning í mínum skóla og mjög flóknar stuðningsþarfir er úthlutað 18 kennslustundum í stuðningi. Barn sem er í 1.- 4. bekk er í 30 stundir í skólanum. Það gefur auga leið að þetta barn fær ekki þann stuðning og úrræði sem það þarf. Ófaglært starfsfólk er fengið til að brúa bilið. Þetta er kraftaverkafólk sem getur stutt vel við börn en ekki á nokkurn hátt tekið ábyrgð á því að útbúa stuðningsáætlanir fyrir nemendur með miklar og flóknar áskoranir. Áskoranir eins og alvarlega lestrarörðugleika, hamlandi ADHD, einhverfa og tilfinningavanda sem oft brýst út í ofbeldishegðun. Oft eru þessir starfsmenn ungt fólk að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði. Það er verið er að setja plástur á risastórt sár og plásturinn nær hvorki utan um sárið né helst á því. Upplifun þessara starfsmanna á umhverfi skólanna getur því miður orðið slík að þau munu ekki kjósa sér skólana sem framtíðar starfsvettvang. Þegar hugmyndafræðin um skóla fyrir alla eða skóla án aðgreiningar kom fyrst fram var sérskólum lokað og þeir sameinaðir þannig að plássum fækkaði umtalsvert. Einnig var sérdeildum lokað og nemendur áttu að sækja skóla í sínu nærumhverfi. Það er falleg og góð hugsun sem getur alveg virkað ef hún er útfærð af festu, fagmennsku og fólki sem þekkir hvað það er að starfa á gólfinu í grunnskólum landsins. Við þurfum að bakka og innleiða þessa hugmyndarfræði algjörlega upp á nýtt og setja í það fjármagn þannig að kerfið fari að virka fyrir öll börn. Skóli fyrir alla þýðir nefnilega ekki að við bjóðum öllum að borðinu og inn í skólana, heldur að við mætum öllum börnum með því að hanna umhverfið að þeirra þörfum. Við getum ekki lengur gripið í tómt og sagt: SKÓLI FYRIR ALLA án þess að gera ráð fyrir því í viðeigandi umhverfi og mönnun skólanna. Það þarf að vera til í raunveruleikanum. Það er hægt að framkvæma þetta, nágrannalöndin geta það í fjölmennari skólum en við höfum. Við þurfum sterka leiðtoga í ráðuneyti og sveitastjórnum sem endurskipuleggja og endurskilgreina hvað skóli fyrir alla þýðir og innleiða það af festu og á markvissan hátt. Það mun kosta í upphafi, en þegar hjólin eru farin að snúast hef ég trú á að kostnaðurinn verði svipaður og skólakerfið kostar í dag og spari samfélaginu stórar fjárhæðir og bæti lífsgæði allra barna til framtíðar. Er til eitthvað mikilvægara en að fjárfesta í börnum? Setjum frumáhersluna á að heimaskólar og sérskólar búi yfir umhverfi og fagfólki sem mætir öllum nemendum í staðinn fyrir að setja áhersluna á hvort einkunnir séu í tölum eða bókstöfum, hvort Laxness eða verk annarra skálda sé lesið eða hvort símabann skuli ríkja í skólum. Við getum farið í slík mál þegar við höfum virkjað lausnina um skóla fyrir alla. Börn nefnilega læra ekki nema þeim líði vel og ef 5% þeirra líður illa þá hefur það áhrif á alla í skólanum. Höfundur er aðstoðarskólastjóri Hörðuvallaskóla.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar