Þær sem láta frysta eggin sín halda stöðu sinni á heimslistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 10:02 Sloane Stephens lét frysta eggin sín á sínum tíma og fagnar sérstaklega nýrri reglugerð. Getty/Quinn Rooney Tenniskonur eru hvattar til að hugsa til framtíðar þegar kemur barneignum en þó á annan hátt en margir myndu halda. Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport) Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira
Við höfum heyrt mikið af mikilvægri baráttu Söru Bjarkar Gunnarsdóttir fyrir því að knattspyrnukonur fái sitt barneignarleyfi en íþróttakonur gera farið aðra leið en að eignast barn strax. Þær geta líka undirbúið barneignir framtíðarinnar, þegar skórnir eru komnir upp á hillu, með því að nýta og varðveita eggin sín í dag. Yfirmenn Alþjóðlegu tennismótaraðarinnar, WTA, ætla þannig að hjálpa tenniskonum að huga að barneignum í framtíðinni með því að aðstoða þær við það að láta frysta eggin sín. Þær tenniskonur á WTA mótaröðinni sem hér eftir taka þá ákvörðun að láta frysta eggin sín munu um leið halda stöðu sinni á heimslistanum í tíu vikur. Breska ríkisútvarpið segir frá. Einhver þeirra, sem er meðal 750 hæstu á heimslistanum, hefur þennan möguleika ef þær eyða meira en tíu vikum frá keppni vegna aðgerðarinnar. Tenniskonan Sloane Stephens, sem hefur unnið átta mót á WTA mótaröðinni á sínum ferli, fór í slíka aðgerð á ferli sínum en notaði undirbúningstímabilið til þess. Hún fagnar þessari breytingu sem hefði hjálpað henni mikið á sínum tíma. „Í fyrsta skiptið sem ég gerði þetta þá flýtti ég mér of mikið til baka. Ég var þá of þung og ekki ánægð með mig. Stressið fór alveg með mig,“ sagði Sloane Stephens í viðtali við breska ríkisútvarpið. „Í annað skiptið þá gerði ég þetta allt öðruvísi til að passa upp á það að ég væri í betra formi. Ég fór í aðgerðina en gaf mér meiri tíma til að koma til baka,“ sagði Stephens. „Með því að verja stöðu þína á heimslistanum þá eru tenniskonur ekki þvingaðar í það að koma til baka of snemma en með því eru þær heldur ekki að taka áhættu með heilsu sína. Þetta er það besta í stöðunni,“ sagði Stephens. View this post on Instagram A post shared by BBC SPORT (@bbcsport)
Tennis Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Fleiri fréttir Curry sneri aftur með miklum látum Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Dagskráin í dag: Salah, Doc Zone og auðveld bráð Arsenal Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Þjálfari meistaranna á hálum ís „Ég held ég viti núna hversu hröð ég er“ Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina Axel verður áfram hjá Aftureldingu 38 ára Jamie Vardy að skrifa söguna fyrir enska leikmenn á Ítalíu ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Launað ríkulega fyrir að koma Norðmönnum á HM Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH Sólin komin upp á ný hjá Selmu Sól eftir krefjandi ár Isak tæpur og Gakpo frá Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Breytti um nafn til að „sýna þeim fingurinn“ „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Sjá meira