Loftslagsváin bíður ekki Ívar Kristinn Jasonarson skrifar 12. júní 2025 10:02 Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Loftslagsmál Mest lesið Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Umræða um loftslags- og umhverfismál hefur verið fyrirferðarmikil undanfarin ár. Sú umræða var ekki aðeins leidd áfram af stjórnvöldum eða fræðasamfélagi heldur einnig almenningi. Orð eins og kolefnisspor, náttúruvernd, hringrásarhagkerfi og orkuskipti voru á allra vörum – sem betur fer enda hefur hættan sem mannkyni stafar af hlýnun jarðar aldrei verið meiri. En eitthvað hefur breyst. Segja má að skrúfað hafi verið niður í hitanum á loftslagsumræðunni undanfarin misseri. Á meðan heldur jörðin áfram að hlýna. Í fyrra fór hlýnun jarðar í fyrsta sinn yfir 1,5 gráðu frá iðnbyltingu og sérfræðingar Alþjóða veðurstofunnar vara nú við því að hlýnunin gæti farið yfir 2 gráður á næstu árum – mun fyrr en áður var talið mögulegt. Í dag virðast heimsmálin öll snúast um annað: stríð, efnahagslega óvissu og tollamúra. Það er eins og athygli mannkyns ráði aðeins við einn vanda í einu – líkt og í kórónuveirufaraldrinum, þegar ekkert annað komst að. Það er þó hættuleg þröngsýni, því loftslagsváin bíður ekki meðan athygli okkar beinist annað um stund. Þessu til viðbótar hefur gervigreindin numið land með gríðarlegum hraða. Hún leikur stórt hlutverk í almennri umræðu og á sama tíma hafa loftslags- og umhverfismál fengið sæti á varamannabekknum. Heildstæðar lausnir Þetta er ekki val um að gera eitt en ekki annað. Við þurfum ekki að velja á milli þess að leysa úr átökum stríðandi fylkinga og að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Ekki heldur á milli þess að nýta okkur gervigreind og að vernda náttúru. Vandamálin eru mörg og margslungin – og þau krefjast heildstæðra lausna. Þess vegna þurfa loftslags- og umhverfismálin að vera sýnileg áfram og í forgangi. Um þessar mundir eru teknar stórar ákvarðanir – fjárfestingar í orku, innviðum, nýrri tækni og öryggismálum. Ef við tökum þær ekki með sjálfbærni að leiðarljósi, þá er hætta á að við byggjum framtíð sem heldur áfram að ganga á auðlindir jarðar og stuðla að hnignun náttúru, jafnvel hraðar en áður. Loftslagsváin er ekki aukaatriði Loftslagsváin er ekkert aukaatriði – hún er undirliggjandi þáttur í efnahagslegu, félagslegu og jafnvel hernaðarlegu öryggi ríkja. Vatnsskortur, matvælaskortur, eyðimerkurmyndun og náttúruhamfarir – allt eru þetta afleiðingar loftslagsbreytinga sem reka fleira fólk á flótta, ýta undir fátækt og aukinn óstöðugleika. Umhverfismálin mega ekki víkja fyrir öðrum málum. Við verðum að samþætta þau í alla stefnumótun, fjárfestingar í innviðum, öryggismál og mótun tækniumhverfis framtíðarinnar. Höfundur er sérfræðingur hjá Loftslagi og áhrifastýringu Landsvirkjunar.
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun