Talið við okkur áður en þið talið um okkur Ian McDonald skrifar 11. júní 2025 12:00 Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Ian McDonald Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Ég skrifa þessa grein í svari við mótmælum gegn innflytjendum og einnig sem skilaboð til stjórnmálamanna sem, viljandi eða ekki, kynda undir þessari hættulegu orðræðu. Stöðvum þetta drama. Ísland er ekki að þróast vegna þess að einhver ráðherra flytur ómerkilega ræðu í RÚV eða vegna þess að hópur jakkafötna situr á Alþingi yfir kaffi og flatkökum. Ísland er að þróast vegna þess að innflytjendur vinna hörðum höndum, dag eftir dag, í störfum sem flestir Íslendingar myndu aldrei sækjast eftir. Störf sem eru fyrirlitin. Og við vinnum þau fyrir léleg laun, án öryggis og með varla snefil af viðurkenningu. Við erum þau sem þrífum herbergi, skrúbbum salerni, veiðum, eldum mat, keyrum fólk til og frá og annast aldraða á næturvöktum. Við vinnum langa daga, brosum í gegnum vinnuna okkar, á meðan stjórnmálamenn klippa borða og tala um „samfélagslega ábyrgð“. Við vitum innst inni að ef við myndum öll bara „fara aftur þangað sem við komum frá“ (eins og við höfum öll heyrt oft) þá myndi sjálft samfélagsgerð íslenska fólksins hrynja innan vikna. Sömu stjórnmálamennirnir búa í allt öðrum heimi. Þau fá há laun, fríðindi, ferðafé, skattalækkanir og mikla peninga á efri árum. Margir þeirra hafa aldrei átt erfiðan vinnudag á ævinni og hafa enga hugmynd um hvernig það er að vakna klukkan fimm, taka tvo strætisvagna í myrkri og frosti, vinna tvær vaktir í röð og reyna svo að vera til staðar fyrir/annast börnin sín á kvöldin, á meðan þau læra nýtt tungumál frá grunni. En þau standa samt upp og segja okkur hvernig við eigum að lifa. Svo eru það fjölmiðlar og þingmenn eins og Snorri Másson og Diljá Mist sem tala um okkur eins og við séum bara tóm tölfræði. Það er eins og við séum ósýnileg. Þetta er móðgandi. Líf okkar er rætt og greint í sjónvarpi og á netinu af fólki sem hvorki lítur út né hljómar eins og við og hefur aldrei upplifað þann veruleika sem við lifum í. Þau tala um okkur, en ekki við okkur. Þetta er ekki lýðræði, þetta er niðurlægjandi og niðrandi. Að ekki sé minnst á hræsni þessa fólks sem hrópar slagorð gegn innflytjendum og líf þeirra er auðgað (persónulega eða faglega) af sama fólki sem þau hefðu vísað úr landi. Ég velti því fyrir mér hvort þeir tali nokkurn tímann við erlenda vini sína og innflytjendafjölskyldur með sama eitri og þeir gera opinberlega? Og þetta er ekki bara vandamál á Íslandi. Orðræðan sem afneitar samkennd er að breiðast út um allan heim. Þú heyrir hana frá stjórnmálamönnum, frá fjölmiðlum, jafnvel frá auðkýfingjum eins og Elon Musk. Þeir halda því fram að samkennd sé veikleiki, að umhyggja fyrir öðru fólki geri þig óhæfan til að lifa í „veruleikanum“. Við höfum heyrt þetta áður. Nasistar litu á samkennd sem ógn við hreina þjóðarframtíð og reyndu að útrýma henni. Samkennd kemur í veg fyrir grimmd og gerir hana óæskilega. Og nú sjáum við svipað mynstur gerast. Þegar samkennd er kölluð veikleiki og innflytjendur eru málaðir sem ógn, opnast dyrnar að einhverju mjög hættulegu. Hatursorðræða þarf ekki lengur að fela sig. Hún stendur fyrir framan okkur, segir okkur að við eigum ekki heima hér og heldur síðan áfram að ryðja brautina. Þannig missir samfélag sál sína. Við höfum séð þetta áður. Þegar fólk er afmennskað verður auðveldara að særa það, útiloka það frá samfélagslegri umræðu og ráðast á það. Þegar samkennd deyr hætta menn að sjá aðra sem manneskjur. Þeir sjá bara vandamál. Ég hef séð af eigin raun hvernig orð geta orðið að ofbeldi. Þegar fólk eins og Nigel Farage talar um nauðsyn þess að „taka landið okkar til baka“ er það ekki bara pólitísk orðræða. Fyrir suma er það ákall til aðgerða. Slík orð skapa ótta, skipta fólki í „við og þau“ og stimpla þau sem skotmörk. Við vitum hvert það leiðir. Moskur eru skotmark, flóttamenn eru barðir, saklausir eru myrtir á götum úti af fólki sem heldur að það sé að verja heimaland sitt. Þetta eru ekki einangruð atvik, heldur afleiðing orðræðu sem kyndir undir hatri og ótta. Við verðum að stöðva þetta. Ekki bara fyrir okkur sjálf, heldur fyrir framtíð allra. Ef við leyfum þessu hugarfari að vaxa, munum við ekki aðeins missa réttlæti og mannúð, heldur mannúðina sjálfa. Svo hér er byltingarkennd hugmynd: Talaðu við okkur áður en þú talar um okkur. Höfundur er innflytjandi og verkamaður.
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia Skoðun