Þingmaður til sölu – bátur fylgir með Sigríður Svanborgardóttir skrifar 8. júní 2025 07:00 Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er farið að verða þreytt. Þreytt að horfa upp á hvernig pólitík virðist fyrir sumum vera ekki þjónusta við samfélagið heldur einkarekinn stökkpall til persónulegs ávinnings, betri tenginga og viðskipta sem fara framhjá eðlilegu aðhaldi og trausti almennings. Stundum er þetta svo djarft að maður spyr sig hvernig fólk þorir. Þegar alþingismaður selur hlut í útgerð sinni og öll skjöl eru ekki komin í lag, prókúruhafar ekki uppfærðir, framkvæmdastjórn óbreytt og gagnrýni er mætt með: „Aðrir þingmenn eru með stærri hagsmuni og enginn segir neitt“, þá er það merki um að það sé eitthvað mikið að í menningu valdhafa og að viðbrögð þingmannsins séu jafnvel viðbrögð við sekt á vísvitandi gjörningi á mjög gráu svæði. Við erum stödd á þeim stað þar sem sumir þingmenn virðast trúa því að þingmennska sé ekki embætti heldur einhvers konar samfélagsleg uppfærsla – upgrade. Og þeir telja sjálfa sig hafna yfir eðlilega gagnrýni. Fortíð þeirra í atvinnu og í viðskiptum verður ekki hindrun – það er bara komin önnur umgjörð, annað bakland og nýir vinir sem jafnvel eru tilbúnir til að fela slóðir sem ekki henta manneskju með aðgang að löggjafarvaldinu. Þetta má sjá bersýnilega þegar þingmaður lýsir því yfir að hann skilji ekki gagnrýni, þar sem „aðrir eru verri“. Þetta er eins og maður sé gripinn á hraðakstri og segi: „En sá á undan mér ók enn hraðar!“ Slík rök ættu ekki að standast neins staðar, hvað þá þegar kemur að fólki sem situr á þingi fyrir hönd almennings. Við eigum ekki að þurfa að lifa með þeirri hugmynd að Alþingi sé einhver stoppistöð/endastöð framahuga, þar sem fólk „tjekkar sig inn“ á góð efri ár, safnar tengingum og tryggir eftirlaun með öruggri sætaskipan. Og nei – við eigum heldur ekki að þurfa að horfa upp á það að fólk á þingi geti stundað viðskipti og hagsmunavernd fyrir sjálft sig eða vini sína – og síðan vísað gagnrýni frá sem „vitleysisfréttamennsku“. Við lifum í samfélagi þar sem innflytjendur þurfa að framvísa flóknum skjölum, greiða há gjöld, vera með óaðfinnanlegt sakavottorð og sanna að þeir séu traustsins verðir – bara til að fá rétt til að vinna. Af hverju gildir það ekki um þingmenn? Af hverju er ekki sambærilegt (eða strangara!) eftirlit með þeim sem setja lög og fjalla um hagsmuni okkar allra? Við þurfum kerfisbundið og óháð eftirlit með þingmönnum, reglulegar hagsmunaskráningar (ekki bara einu sinni) sem eru sannreyndar og aðgengilegar almenningi á einfaldan hátt, og ekki síður úttekt á viðskiptum sem vekja upp grunsemdir um málamyndagerninga. Sérstaklega þegar slík viðskipti eiga sér stað á sama tíma og eigandi hefur áhrif á lagasetningu og reglugerðir sem varða sömu atvinnugrein. Og við þurfum fjölmiðla sem hætta ekki við þegar þeir fá gagnrýni frá þingmanni sem bregst reiður við spurningum á eðlilegum upplýsingum. Það er einmitt hlutverk blaðamanna að spyrja þegar eitthvað stenst ekki. Þeir eru ekki að elta einelti eða biturleika – þeir eru að sinna eftirlitshlutverki sínu. Ef þingmaður telur að gagnrýnin sé tilkomin vegna þess að einhver sé „sár út í nýja útgerðarmanninn“, þá er hann ekki að svara efnisatriðunum heldur ráðast að boðberanum. Þetta er dæmigert viðbragð þegar engin haldbær svör liggja fyrir. Ef ekki á að grafa undan trausti almennings enn frekar, þarf þetta að breytast. Við verðum að krefjast gagnsæis, ábyrgðar og virðingar fyrir hlutverkinu sem alþingismaður. Ef ekki, þá munu fleiri og fleiri valdaveikir sækjast eftir því að fara inn á þing, ekki til að breyta samfélaginu – heldur til að nýta sér það. Svo munu við öll bíða spennt og sjá hvort : “Hún muni eignast allan bátinn í haust” Við skulum vona að fjölmiðlar fylgi þessu máli eftir. Og við, almenningur, eigum að gera það líka. Höfundur er ljósmyndari, nemi í félagsráðgjöf, með bakgrunn í mannréttindum og samfélagsmálum.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun