„Þetta var allt eftir handriti“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. júní 2025 16:24 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. „Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur. Fram Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
„Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur.
Fram Besta deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Sjáðu markasúpuna á Laugardalsvelli í kvöld Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Nýliðarnir byrja á góðum sigri Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn