Hinn óseðjandi Eiríkur Ólafsson skrifar 1. júní 2025 21:31 Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Breytingar á veiðigjöldum Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaður býr í litlu þorpi út á landi þar sem eitt sjávarútvegsfyrirtæki er burðarásin í atvinnulífinu og er búið að vera í áratugi. Atvinnumálaráðherra setti fyrir nokkru í samráðsgátt , frumvarp um auðlindaskatt á sjávarútveginn sem að hennar sögn hefði lítil sem enginn áhrif á útveginn og allt gott um það. En frá mínum bæjardyrum sé ég þetta með allt öðrum augum jafnvel þó ég taki gleraugun niður og er samt sem áður nánst blinder,t án þeirra. Fyrirtækið í mínu þorpi heitir Loðnuvinnslan hf(LVF) og er að 86 % í eigu heimamanna að mestu í gegnum KFFB (Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga). KFFB er rekið í samvinnufélagsformi í félaginu eru 350 félagsmenn. Á síðast ári greiddi LVF um 250 milljónir í auðlindaskatt sem þýðir með öðrum orðum að hver félagsmaður í KFFB greiddi 700 þúsund í aukaskatt til ríkisins. Með nýjum lögum á að tvöfalda þá upphæð þannig að aukaskatturinn á mann verður 1,4 milljónir. Nánast allur hagnaður LVF fer og hefur farið í að byggja upp og styrkja fyrirtækið. Arðurinn sem það greiðir fer að mestu leiti til KFFB sem hefur að öllu leiti farið í uppbyggingar og ýmisa samfélagsverkefna í byggðarlaginu. Með öðrum orðum það er ætlunin að taka 490 milljónir út úr þessu byggðarlagi og færa í hítina til hins óseðjandi . Það er hverju mannsbarni það ljóst að þetta mun hafa mikil áhrif á litla þorpið okkar og þá sem lifa hér. Að auki er félagið að greiða u.þ.b. 100 milljónir í kolefniskatt. Rök sumra stuðningsmanna aukinnar skattheimttu á sjávarútveginn ,er að fyrirtækin séu að greiða alltof mikinn arð og að fjárfesta óeðlilega mikið í óskildum greinum. LVF hefur greitt mjög hóflegan arð. Hagnaðurinn hefur farið í að styrkja innviði félagsins. Arðurinn sem greiddur er fer að 85 % til KFFB sem notar hann eingöngu innan fjarðarins. Með þessum skrifum er ég ekki að segja að það sé enginn leið að greiða auðlindaskatt en það þarf að skoða þetta mikið nánar. En til þess þarf að vera vilji til að fara vel niður í marga hluti s.s hversu mikinn kvóta hvert skip hefur miðað við getu til að veiða, o.m.fl. Ég er bara að horfa á það fyrirtæki sem ég þekki og ég veit að þetta mun hafa gífurleg áhrif á það félag og ekki aðeins á það heldur verður þetta þungt högg fyrir okkur sem samfélag. LVF og forveri þess hefur haldið upp stöðugri vinnu hér nánast síðan fyrsti skuttogarinn var keyptur fyrir 52 árum, ég get sagt að varla hefur dagur dottið niður í vinnslu í frystihús félagsins síðan þá. Afleiðingar þessa frumvarps verða sennilega þær að samþjöppun í greininni verður enn meiri, þvert á það sem pólitíkin segjist vilja stefna . Ef það er talið sanngjarnt og nauðsynlegt að skattleggja greinina. Afhverju er þá ekki tekjuskattur einfaldlega hækkaður á sjávarútveginn, einföld leið , stækkar ekki báknið , kannski alltof einföld. Með því að hækka tekjuskattinn erum við viss um að sá sem greiðir hann á fyrir honum, af því að hann er reiknaður út frá hagnaði. Þess vegna bið ég hæstvirtan ráðherra að skoða þetta betur, fara út á land og ræða við þá sem eiga að greiða þennan skatt og sjá frá þeirra sjónarhóli hvernig þetta kemur út, Höfundur er eftirlaunaþegi og áhugamaður um sjávarútveg.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar