„Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 14:31 Elín Rósa varð Evrópubikarmeistari með Val síðasta laugardag og hefur leik í úrslitakeppninni gegn Haukum í kvöld. vísir / anton brink Elín Rósa Magnúsdóttir var enn að jafna sig eftir að hafa lyft Evrópubikarnum þegar blaðamaður náði af henni tali í dag, fyrir úrslitaeinvígið gegn Haukum sem hefst í kvöld. Elín segir það krefjast kúnstar, en liðið sé gott í, að leggja Evrópubikarævintýrið til hliðar og einbeita sér að næsta verkefni. Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum. Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Lítill tími gefst milli leikja, aðeins þrír dagar. Valskonur fögnuðu sigrinum vel síðasta laugardag og hafa eytt síðustu tveimur dögum í endurheimt. „Við tókum frí á sunnudaginn og æfðum létt í gær, tókum fund og æfingu. Skipulögðum okkar og erum bara klárar í þetta.“ Hápunktur tímabilsins að baki Evrópubikarinn er mesta afrek í sögu íslensks kvennahandbolta, en baráttan um Íslandsmeistaratitilinn er eftir. „Þetta er mjög sérstakt. Að vera mjög hátt uppi ennþá í gær og þurfa bara að hætta því. Maður þarf bara að stoppa. Það er mjög erfitt, en við erum góðar í að halda fókus á mikilvægasta verkefnið hverju sinni og nú eru það Haukar.“ Reynir á andlegu hliðina Þó liðið sé gott í því að halda fókus segir Elín það sannarlega reyna á hausinn, andlegu hliðina. „Maður er ennþá að fá sendar myndir og allt það. Ennþá verið að tala um þetta í kringum mann. Þannig að það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa á næsta verkefni.“ Evrópubikarinn gefur ekkert í úrslitaeinvíginu Þá var fókusinn færður á úrslitaeinvígið sjálft, sem hefst á Hlíðarenda klukkan hálf átta í kvöld. Liðin mættust einnig í úrslitum í fyrra, þar sem Valur vann einvígið 3-0. Á þessu tímabili mættust liðin þrisvar, Valur vann tvo leiki á heimavelli en tapaði leiknum á Ásvöllum. „Þetta er frábært lið og verður ekkert auðveldara þó við séum orðnar Evrópubikarmeistarar. Það skiptir engu máli í þessu samhengi. Frábært Haukalið með frábæra leikmenn og við munum þurfa að setja allt í þetta til þess að eiga möguleika.“ Elín var að lokum spurð út í stuðninginn sem liðið fékk síðasta laugardag og hvort hún ætti von á því að hann myndi haldast í úrslitaeinvíginu. „Það verður bara að koma í ljós. Við þurfum á góðum stuðningi að halda, ekki bara í Evrópubikarnum. Það er nóg um að vera þegar þú ert Valsari, karlarnir líka í úrslitaeinvíginu, en við þurfum áfram góðan stuðning og ég vona að það verði þannig í kvöld“ sagði Elín Rósa að lokum.
Handbolti Olís-deild kvenna Valur Tengdar fréttir Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38 Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Fótbolti Fleiri fréttir Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Sjá meira
Uppgjörið, viðtöl og myndir: Valur - Haukar 28-25 | Valskonur Íslandsmeistarar Valur vann þriggja marka sigur gegn Haukum 28-25 og tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann einvígið 3-0 og vann alla titla sem í boði voru á Íslandi á þessu tímabili. 16. maí 2024 21:38