„Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Smári Jökull Jónsson skrifar 17. maí 2025 18:55 Ágúst var ánægður í leikslok. Vísir/Anton Brink „Mér líður bara gríðarlega vel, fyrst og fremst stoltur af liðinu, leikmönnum og þjálfarateyminu,“ sagði sigurreifur Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals eftir að Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn í handknattleik í dag. Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira
Valur varð í dag fyrst íslenskra kvennaliða til að vinna sigur í Evrópukeppni. Valur vann 25-24 sigur á spænska liðinu Porrino að Hlíðarenda og einvígið samtals með einu marki. Ágúst Jóhannsson þjálfari Vals var eðlilega afar ánægður þegar Valur Páll Eiríksson talaði við hann eftir leik. „Ég er auðvitað með frábæra menn með mér. Svo stjórn og allt í kringum félagið er til fyrirmyndar. Ég er mjög stoltur og þakklátur og ánægður með leikinn í dag. Mér fannst við vera miklu betri þegar fór á líða á leikinn og í raun klaufar að koma þessu í þessa stöðu sem þetta endaði í.“ „Stóð ekki alveg á sama undir lokin“ Valskonur voru með fimm marka forystu þegar skammt var eftir en lið Porrino tókst að minnka muninn niður í eitt mark undir lokin. „Ég skal viðurkenna það að mér stóð ekki alveg á sama undir lokin. Við vorum klaufar og fórum illa með færi, víti og fleira á lokakaflanum. En við kláruðum þetta, umgjörðin er frábær og mæting. Ég er bara virkilega þakklátur.“ Ágúst sagði vikuna hafa verið erfiða og biðin eftir leiknum löng en liðin mættust ytra um síðustu helgi. „Að bíða eftir þessu og undirbúa, við gerðum þetta vel. Stelpurnar eiga mikið hrós skilið. Þetta er bara magnaður hópur, við erum með gríðarlega reynda og góða leikmenn í bland við unga og efnilega.“ „Starfið hér í Val er magnað, það er að koma upp 3. og 4. flokkur í úrslitum og haugur af leikmönnum að koma upp. Starfið er mjög gott, góðir þjálfarar og við erum með Elínu Rósu [Magnúsdóttir] sem er frábær, Þóreyju Önnu [Ásgeirsdóttur] sem er að mínu mati besti íslenski handboltaleikmaðurinn og ég gæti haldið áfram.“ Framundan hjá Valskonum er úrslitaeinvígi Olís-deildarinnar þar sem liðið mætir Haukum. Ágúst sagði að hann ætlaði ekki að stoppa sitt lið í fagnaðarlátum eftir Evrópusigurinn. „Nei, það verður ekki lágur prófíll. Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld og fara á fullri ferð inn í þetta. Svo bara tökum við á næsta verkefni og förum að undirbúa okkur á mánudag. Að vera Evrópumeistari, það er ekki eins og það sé á hverjum degi. Ég ætla að leyfa þeim að njóta þess.“ „Ég get ekki komið orði á það. Ég er gríðarlega stoltur af starfinu hjá okkur öllum. Fyrir íslenskan kvennabolta, ég er búinn að berjast fyrir íslenskan kvennabolta í mörg ár og þetta undirstrikar það sem ég hef oft verið að segja, við erum að koma upp með góða leikmenn og leikmenn sem eru að bæta sig mikið. Ég er ótrúlega stoltur af íslenskum kvennabolta,“ sagði Ágúst að lokum. Allt viðtalið við Ágúst má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
EHF-bikarinn Valur Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Fleiri fréttir EM í dag: Meira EHF bras og Danir í forgangi Segir Dag hafa beðist afsökunar Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ „Mér var nákvæmlega sama um þetta allt saman“ Svaf yfir sig og missti af rútunni „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Gróf stríðsöxina við framkvæmdastjóra EHF Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Tekur Gísli of mikið pláss frá Ómari? Sjáðu myndirnar: Blá krækiber í helvíti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir „Við reyndum og það bara gekk ekki“ Tap hjá Mikael eftir mikla dramatík og marga VAR dóma Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ „Þetta svíður en við gáfum þeim alvöru leik“ Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ „Held að ég hafi sagt allt sem ég ætlaði að segja“ Sigvaldi verður ekki með í kvöld Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi „Við munum þurfa eitthvað extra til að vinna“ Sjá meira