10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir og Freyja Pétursdóttir skrifa 26. nóvember 2025 10:00 Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Vissir þú að Íslendingar losa sig við hátt í 10 tonn af notuðum föt á dag? Já þú last rétt, á hverjum degi! Ókeypis sendingarkostnaður, rándýr langtímaáhrif Eftirspurn eftir notuðum fötum á heimsvísu hefur dregist mikið saman á undanförnum árum. Á sama tíma og magnið hefur aukist hafa gæði fatanna versnað, bæði vegna uppgangs hraðtísku og breyttu neyslumynstri. Lítill hluti af fötunum sem safnast rata í endurnotkun innanlands og eftir það eru fötin send í fataflokkun í Evrópu. Hluti af því sem sent er úr landi fer í endurnotkun eða endurvinnslu en stór hluti endar í brennslu til orkuendurnýtingar. Það er textíll sem telst hvorki hæfur til endurnotkunar né endurvinnslu, meðal annars vegna lítilla gæða en einnig vegna offramboðs af notuðum fötum. Brennsla til orkuendurnýtingar er þó alltaf mun skárri farvegur en urðun. Að losa sig við föt er oftast ekki góðverk Í dag er ekki lengur hægt að líta þannig á það sé góðverk að losa sig við notuð föt. Verulega lítil eftirspurn er eftir textíl sem hluta af þróunaraðstoð og hafa mörg ríki utan Evrópu hætt að taka á móti notuðum textíl frá vestrænum ríkjum. Við leysum því ekki vandann með að flytja textílúrgang okkar eitthvað annað. Út af þessu gríðarlega magni og sífellt verri fatagæðum, aukast einnig líkurnar á að nothæfar gæðaflíkur týnist í úrgangsstraumnum og nýtist engum. Saklaust í körfunni, dýrt fyrir samfélagið Kaup á fatnaði sem við notum lítið eða ekkert eru ekki einungis kostnaðarsöm fyrir okkur heldur líka fyrir samfélagið. Frá árinu 2023 hafa sveitarfélög borið ábyrgð á því að safna fötum, skóm og öðrum textíl sem íbúar vilja losa sig við. Meðhöndlun á þessum úrgangi hefur reynst sveitarfélögunum íþyngjandi og kostnaðarsöm. Áður fyrr voru notuð föt seld úr landi, en í dag þurfa sveitarfélögin í auknum mæli að borga með útflutningi á notuðum fötum. Fjármagnið sem sveitarfélög setja í að safna og meðhöndla textíl gæti farið í önnur og brýnni verkefni ef hægt væri að minnka magn fata sem við losum okkur við. Þannig næðist fram bæði samfélags- og umhverfislegur ávinningur fyrir öll. Hvað er hægt að gera? Besta leiðin er auðvitað að nýta fötin sín vel og lengi. Ef við kaupum minna af fötum, kaupum vandað, lagfærum þegar þarf, notum lengur, gefum eða seljum í nærumhverfi okkar og flokkum svo rétt að lokum spörum við bæði okkur og samfélaginu pening á sama tíma og við drögum úr álagi á umhverfið. Í miðjum byl svartra kaupdaga er gott að staldra við og hugsa sig um áður en maður bætir við bol til að fá ókeypis sendingu. Nýtum og njótum í nóvember! Höfundar eru Birgitta Stefánsdóttir, sérfræðingur í teymi hringrásarhagkerfis hjá Umhverfis- og orkustofnun og Freyja Pétursdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Stofnarnirnar standa fyrir herferðinni 10 tonn – sjá meira á www.samangegnsoun.is/10tonn.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun