Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar 19. maí 2025 06:01 Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Evrópusambandið Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Hjörtur J. Guðmundsson, með sinn langa og merkilega titil, sennilega þann lengsta á Íslandi – á að sanna kunnáttu, sem gæði málfluntnings manna gerir venjulega, eða ekki, eins og hér – skrifar grein í blaðið í gær með fyrirsögninni : „Hversu lítill fiskur yrðum við“. Er hann þar að tala um það, hversu lítill fiskur Ísland yrði, ef það gengi í ESB sem fullgilt aðildarríki. Það, sem blessaður titlameistarinn hugsar ekki um – mikil og merkileg sögð menntun dugar þar ekki til – er það, að utan ESB, eins og nú er, erum við enn minni fiskur! Höfum enga aðkomu að neinni stefnumörkun, hvað þá ákvörðunum eða setningu reglugerða, sem við verðum þó að taka upp og fylgja skv. EES-samningnum. Minni getur fiskurinn varla orðið. Hitt er svo annað mál, og það er illt að þurfa að horfa upp á það, að titlameistarinn hagræðir sannleika, beitir hlutasannleika, fer meira að segja með vondar rangfærslur, aftur og aftur, í sínum öfgafulla málflutningi gegn mögulegri ESB-aðild Íslendinga og annarra, gegn ESB, yfir höfuð, sem þó myndar kjarnann að framtíð Evrópu og er eina raunverulega tryggingin fyrir frelsi, velferð og öryggi álfunnar. Utan ESB, eins og nú er, höfum við ekkert um málefni, stefnumótun, afstöðu og ákvarðanir ESB að segja. Fáum ekki einu sinni að taka þá í umræðu, stefnumörkun og ákvörðunartöku, sem við verðum þó að hlýta, og fara eftir. Ef við værum fullgild ESB-aðildarþjóð, hefðum við 6 fulltrúa á Evrópuþingið, sem er eitt af því fáa, sem titlameistarinn fer rétt með. Þetta er reyndar þáttur í því, sem kallað er rangfærslur á grundvelli hlutasannleika. Menn segja eitthvað satt og rétt, sem margir kannast við, ljá málflutningi þeirra þannig sannleiksbrag, svo bæta þeir ýmsum ósannindum og rangfærslum við, í þeirri trú, að sannleikskornið tryggi ósannindunum brautargengi. Þetta er oft virk aðferð í málflutningi, en afar vond. Í rauninni verri, en helber lygi, því það er auðveldara fyrir menn að sjá í gegnum lygina en hálfsannleikann. Hvað, sem þessu líður, skulum við sjá, hvað hæft er í því hjá Hirti J., að litlu þjóðirnar ráði engu í ESB. Malta, sem líka er lítill fiskur að mati titlameistarans, er líka með 6 þingmenn, eins og við fengjum, en þrátt fyrir þennan frekar fámenna þingmannafjölda Möltu, skipar Malta nú forseta Evrópuþingsins. Roberta Metsola heitir hún, 46 ára lögfræðingur. Hjá ESB gildir nefnilega hæfni og geta einstaklingsins, ekki stærð þjóðarinnar, sem hann kemur frá. Litla Malta er með áhrifamesta og valdamesta einstaklinginn á Evrópuþinginu. Lúxemborg, sem líka er er lítill fiskur, með 6 þingmenn, skipaði forseta framkvæmdastjórnar ESB 2015-2020. Þar var á ferð Jean-Claude Juncker. Á undan honum, í 10 ár, frá 2005-2015, var José Manuel Barroso frá Portugal forseti framkvæmdastjórnarinnar, en Portúgal telst vart til stærri fiska heldur. Framkvæmdastjórn ESB stjórnar rekstri ESB í stórum dráttum. The Commission. Þar eru nú 27 framkvæmdastjórar/kommissarar, sambærilegir við ráðherra hér, einn kommissar frá hverju landi. Líka einn frá minni ríkjunum, þau stærri, eins og Þýzkaland, Frakkland, Ítalía, Pólland og Spánn, hafa líka bara einn. Fer, hver með sinn málaflokk, og eru kommissarar frá litlu aðildarríkjunum oft með stærstu og þýðingarmesu ráðuneytin. Í nýrri framkvæmdastjórn ESB fer fulltrúi Eistlands, Kaja Kallas, með utanríkismál ríkjasambandsins og fulltrúi Litáens, Andrius Kubilius, stýrir átaki til að endurvopna ríki sambandsins, varnar og hermálum, en stærri verða verkefnin og ábygðin varla, þó að þessir fulltrúar komi frá tveimur litlu ríkjanna. Titlameistarinn talar oft um hálfa þingmenni, það á að vera smellinn brandari, en einu hálfu þingmennirnir, sem undirritaður veit um, eru þeir skoðanabræður Hjartar, sem sátu að sumbli á Klausturbarnum, vel hálfir og í miklu kjaftastuði, hér um árið. Höfundur er samfélagsrýnir.
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar