Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar 18. nóvember 2025 19:31 Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það dró til tíðinda á Alþingi í síðustu viku þegar samningur Sameinuðu Þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks var loksins lögfestur. Samningurinn var undirritaður árið 2007 og var fullgildur árið 2017. Það liðu heil átta ár frá fullgildingu þar til samningurinn var loksins lögfestur. Inga Sæland, félags og húsnæðismálaráðherra hefur lagt fram þetta frumvarp fjórum sinnum, sem stjórnarandstöðu þingmaður og loksins, loksins hefur þetta frumvarp verið löggilt. Lögfestingin hefur í för með sér að fólki er gert kleift að nýta hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og öðrum úrskurðaraðilum. Hvað segir samningurinn? Það er hægt að hugsa um þennan samning sem mannréttindasamning fyrir einstaklinga með fötlun. Flestir þekkja vel hvað felst í sjálfsögðum borgarlegum réttindum, svo sem rétt til stjórnmálaþátttöku, atvinnurétt, ákvörðunarrétt og öll þau réttindi sem borgarar eru með. En með réttindum fylgja skyldur - og það er á ábyrgð ríkis og sveitarfélaga að tryggja að ákvæðum samningsins sé framfylgt. 9.gr. samningsins fjallar sem dæmi um aðgengi og hvernig aðildarríki þurfa að tryggja aðgengi til að geta lifað sjálfstæðu lífi. Við erum að stíga skref sem við hefðum átt að taka fyrir áratug. Aðgengi. 1. Til að gera fötluðu fólki kleift að lifa sjálfstæðu lífi og taka fullan þátt á öllum sviðum lífsins skulu aðildarríkin gera viðeigandi ráðstafanir til að tryggja fötluðu fólki aðgengi, til jafns við aðra, að efnislegu umhverfi sínu, samgöngum, upplýsingum og samskiptum þar með talin samskiptatækni og -kerfi og að annarri aðstöðu og þjónustu sem opin er eða veitt almenningi hvort sem er í þéttbýli eða dreifbýli. Ráðstafanir þessar, sem skulu fela í sér að bera kennsl á og útrýma hindrunum og tálmunun aðgengis, skulu meðal annars ná til: a ) bygginga, vega, samgangna og annarrar aðstöðu innan dyra sem utan, þar á meðal skóla, íbúðarhúsnæðis, heilbrigðisstofnana og vinnustaða. Aukin réttarvernd fyrir fatlaða Með því að fullgilda samninginn er verið að gera einstaklingum með fötlun kleift að nota hann sem fullgilda réttarheimild fyrir dómstólum og annars staðar í réttarkerfinu. Þetta kemur til með að einfalda réttindabaráttu þeirra þar sem hægt verður að vísa beint í samninginn og innihalds hans. Samningurinn byggir á virðingu fyrir mannlegri reisn og sjálfræði, bannar mismunun og tryggir jöfn tækifæri, aðgengi og þátttöku fatlaðs fólks í samfélaginu. Með samningnum er tryggt að mismunun á grundvelli fötlunar verði ekki liðin. Það er löngu kominn tími á að fatlaðir einstaklingar fái sín sjálfsögðu mannréttindi og þessi liður í að lögfesta samninginn sýnir að ríkisstjórnin lítur á þessi réttindi sem sjálfsagðan hlut. En af hverju var ekki löngu búið að lögfesta samninginn, hvað stoppaði fyrri ríkisstjórnir? Margir hafa bent á að fyrri ríkisstjórnum skorti bæði forgangsröðun og pólitískan vilja. Samningurinn var settur til hliðar vegna kostnaðar, flókins samspils ríkis og sveitarfélaga og einfaldlega vegna þess að réttindi fatlaðs fólks voru ekki sett í fyrsta sæti. Það vantaði þor til að ganga frá málinu – ekki gögn, ekki rök, heldur vilja. Mikilvægt skref í átt að jöfnu samfélagi Það er gríðarlega mikilvægt fyrir samfélagið í heild sinni að þessi lögfesting hafi farið í gegn, eftir allan þennan tíma, þar sem ávinningurinn er mikill. Það er verið að tryggja það að fatlaðir geti tekið fullan þátt í samfélaginu, hvort sem það er í vinnu, menntun eða öðru sem skiptir máli. Reynslan sýnir að hæfileikar fatlaðra einstaklinga eru stórlega vannýttir í samfélaginu. Með samþykkt sáttmálans er verið að viðurkenna sjálfsögð mannréttindi, en þessi mannréttindi sátu hins vegar á hakanum á síðasta þingi út af málþófi minnihlutans, sem margir urðu varir við. Ég vil hrósa hæstvirtum félags og húsnæðismálaráðherra fyrir þá þrautseigju og elju sem hún hefur sýnt í því að ná þessu frumvarpi í gegn. Þetta er gríðarlega mikilvægt skref fyrir samfélagið í heild sinni en einnig fyrir fatlað fólk. Einnig langar mig að hrósa ÖBÍ, Þroskahjálp og öðrum réttindasamtökum fatlaðs fólks fyrir að halda neistanum á lofti allan þennan tíma og barist fyrir sjálfsögðum réttindum fatlaðra. Höfundur er í miðstjórn Ungs Jafnaðarfólks og á einstaka systur
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar