Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. maí 2025 10:01 Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Reykjavík Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Bull og rugl frá Bugl Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson Skoðun Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir Skoðun Myndin af Guði Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Eflum samstöðuna á kvennaári – Stöndum vörð um mannréttindi Kristín Ástgeirsdóttir skrifar Skoðun Langar þig að vera sjóklár? Steinunn Ása Þorvaldsdóttir,Jakob Frímann Þorsteinsson skrifar Skoðun Við fögnum en gleymum ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Mun gervigreind skapa stafræna stéttaskiptingu á Íslandi? Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvorki „allt lokað“ né „allt opið“ Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaða í grímulausri sérhagsmunagæzlu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Að breyta leiknum Hera Grímsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn er ekki afsökun fyrir óraunhæfa stefnu Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Sjófólksdagurinn Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Harmakvein kórs útgerðarmanna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvað liggur í þessum ólgusjó? Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Bull og rugl frá Bugl Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Kosningaloforð? Sjónarhorn leikskólakennara Anna Lydía Helgadóttir skrifar Skoðun Gaslýsing Guðlaugs Þórs Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Staðreyndir um Þristinn Gunnfaxa Tómas Dagur Helgason skrifar Skoðun Einföldun stjórnsýslu sem snerist upp í andhverfu sína Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Hugræn atferlismeðferð á netinu Inga Hrefna Jónsdóttir skrifar Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Myndin af Guði Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Færum úr öskunni í eldinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þar sem fegurðin ríkir ein Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þjórsárver ekki þess virði? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Svo verði Íslands ástkæra byggð ei öðrum þjóðum háð Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um íslenskt samfélag Snorri Másson skrifar Skoðun Hættuleg utanríkisstefna forseta Bandaríkjanna Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun (orku)Sjálfstæði þjóðar Benedikt Kristján Magnússon skrifar Skoðun Samræmd próf Jón Torfi Jónasson skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar Sjá meira
Sumum finnst áform um þéttingu byggðar í Reykjavík alltaf til bóta á meðan aðrir finna þeim allt til foráttu. Nálgunin í þessum málum á að vera praktísk og sveigjanleg, sums staðar er heppilegt að þétta byggð, á öðrum stöðum er það óskynsamlegt. Vandinn um langa hríð í skipulagsmálum Reykjavíkur er tvíþættur, í fyrsta lagi hefur þétting byggðar gengið of langt og í öðru lagi byggir allt skipulagið á þeirri forsendu að strætókerfi með miðjusettri lausn reddi samgöngumálum höfuðborgarsvæðisins. Fyrri vandinn, ofurþéttingin, hefur nú þegar skapað sumar af ljótustu byggingum borgarinnar. Sá síðari, strætó á sterum, er í endalausri þróun á meðan framkvæmdir í þágu verkefnisins hafa hingað til ekki skilað neinum sjáanlegum ávinningi. Bæði þessi stærstu viðfangsefni tryggja að vel sé skúfað frá krönum skattgreiðenda til alls konar sérfræðinga sem semja skýrslur og halda fundi á meðan flest venjulegt fólk er fast í umferðahnútum á háannatímum, eftir atvikum, horfandi á risastóra gráa kassa, sem komnir eru upp hér og þar á höfuðborgarsvæðinu. Þessu þarf að breyta. Allt hefur sína kosti og galla Á sumum stöðum hefur þétting byggðar í Reykjavík heppnast vel. Byggingar á Hverfisgötu nálægt Hlemmi hafa lífgað upp á svæðið og það sama á við um suma aðra staði í 101 Reykjavík. Aðra staði mætti nefna þar sem vel hefur tekist til, svo sem mannvirki í nágrenni Háteigsskóla. Byggingamagn hefur aukist en yfirbragð byggðar hefur haldið sér. Þetta ætti að vera einfalt leiðarstef við þéttingu byggðar. En svo er ekki í ýmsum hlutum borgarinnar. Á meðan þétting byggðar við Grandaveg lítur allvel út þá botna ég hvorki í mannvirkinu á móti JL-húsinu (Byko-reiturinn) né hvernig heimilað var að reisa risastórt mannvirki á móti Olís-bensínstöðinni við Ánanaust (Vesturvin). Óskiljanlegt er hvernig haldið var á málum í Suður-Mjódd (Græna gímaldið) og þróun sumra reita í Gufunesi fær mann til að klóra sér í hausnum. Auðvelt er að gagnrýna Hlíðarendahverfið, tóm atvinnuhúsnæði á jarðhæð segja þar sína sögu og það sama á við um Snorrabraut 62 og ýmsa aðra nýlega uppbyggingarreiti. Hvað viljum við? Kjarni málsins er frekar einfaldur. Í skipulagsmálum Reykjavíkur er eftirspurn eftir heilbrigðri skynsemi og byggt sé upp kerfi við töku ákvarðana þannig að faglega sé staðið að málum, bæði við ákvörðun skipulags og svo þegar því er fylgt eftir á vettvangi byggingamála. Varhugavert er fyrir sveitarfélög að halda áfram að selja byggingarrétti á uppsprengdu verði og láta uppbyggingaraðilum í hendur skipulagsvald í raun og veru. Gegnsæi þarf að tryggja þegar kjörnir fulltrúar taka ákvarðanir í skipulags- og byggingarmálum, meðal annars þarf að vera hafið yfir vafa að þeir séu ekki vanhæfir að lögum við afgreiðslu einstakra mála. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Réttlæti og ábyrg fjármálastjórn- skynsamleg nálgun á bætt kjör bótaþega almannatrygginga Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Er lýðræði bannað ef Sjálfstæðisflokkurinn er ekki í ríkisstjórn? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherra Flokks fólksins, vegna vanda söngnáms Aileen Soffía Svensdóttir skrifar
Aukin neysla á ávöxtum og grænmeti í kjölfar nýrra ráðlegginga um mataræði Jóhanna Eyrún Torfadóttir,Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun