Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar 11. maí 2025 07:02 Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Ferðaþjónusta Skattar og tollar Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í opinberri umræðu er því stundum haldið fram að ferðaþjónustufyrirtæki njóti sértækra skattfríðinda vegna þess að þau kaupa aðföng og fjárfesta í tækjum og búnaði með 24% virðisaukaskatti (VSK) en selja þjónustu sína með 11% VSK. Þessar fullyrðingar byggja á misskilningi um eðli virðisaukaskatts og hlutverki fyrirtækja í skattheimtunni. Til að skýra málið betur er nauðsynlegt að útskýra grundvallaratriði VSK-kerfisins og alþjóðlegt samhengi þess. Grunnatriði virðisaukaskatts Fyrirtæki greiða í raun ekki virðisaukaskatt úr eigin vasa, heldur innheimta hann fyrir hönd ríkisins. VSK skapar hvorki tekjur né kostnað fyrir fyrirtækin. VSK er neysluskattur sem lendir á endanlegum neytanda. Fyrirtækin eru einungis milliliðir í þessu ferli. Virðisaukaskattur af vörum og þjónustu sem fyrirtæki kaupir verður að innskatti sem dregst frá útskatti, þeim skatti sem fyrirtækið innheimtir af sínum viðskiptavinum. Ef útskattur er lægri en innskattur, til dæmis vegna fjárfestinga eða meiri innkaupa á vörum og þjónustu sem bera hærra skattþrep, þá hefur fyrirtækið lagt út meiri skatt en það hefur innheimt og á rétt á endurgreiðslu mismunarins. Þetta er hvorki hagnaður né styrkur heldur einföld leiðrétting í hlutlausu skattkerfi. Alþjóðlegt samhengi Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er ekki séríslensk útfærsla heldur alþjóðlega viðurkennd stefna. Langflest ríki hafa lægri VSK á ferðaþjónustu og skyldar greinar til að styrkja samkeppnishæfni og gjaldeyrisöflun greinarinnar. Þessi stefna endurspeglar verðnæmni ferðaþjónustunnar sem þarf að vera samkeppnishæf á alþjóðlegum mörkuðum. Hækkun VSK myndi því veikja stöðu íslenskrar ferðaþjónustu verulega gagnvart samkeppnislöndum sem bjóða oft lægri skattheimtu. Það er jú alltaf viðskiptavinurinn – neytandinn – sem á endanum borgar virðisaukaskattinn. Ferðaþjónusta sem útflutningsgrein Ferðaþjónustan skapar umtalsverðar gjaldeyristekjur fyrir Ísland og telst efnahagslega vera útflutningsgrein. Ólíkt öðrum útflutningsgreinum, sem eru almennt undanþegnar VSK, innheimtir ferðaþjónustan hins vegar skattinn af þjónustu sinni og skilar honum í ríkissjóð. Þetta gerir ferðaþjónustuna sérstaka í samanburði við aðrar gjaldeyrisskapandi greinar eins og sjávarútveg og álframleiðslu svo dæmi séu tekin. Áhrif mannaflsfrekra greina Ferðaþjónustan er mannaflsfrek atvinnugrein þar sem launakostnaður getur verið frá 40% til 60% rekstrarkostnaðar. Því hefur skattlagning bein áhrif á verð til neytenda og rekstrarafkomu fyrirtækja. Lægra VSK-þrep í ferðaþjónustu er því ekki fríðindi heldur eðlilegt mótvægi við þann háa kostnað sem fylgir greininni. Niðurstaða Að kalla núverandi VSK-kerfi í ferðaþjónustu skattfríðindi eða meðgjöf stenst ekki nánari skoðun. Virðisaukaskatturinn er í eðli sínu hlutlaus skattur sem hvílir á neytandanum. Endurgreiðslur vegna mismunar á inn- og útskatti eru einfaldlega leiðrétting á ofgreiddum skatti fyrirtækja til ríkisins, ekki styrkur eða sértæk meðgjöf. Mikilvægt er að umræðan um skattamál ferðaþjónustunnar byggi á réttri skilgreiningu á eðli virðisaukaskattsins og skýrum skilningi á rekstrarumhverfi greinarinnar. Höfundur er fyrrverandi varaformaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun