„Maður veit alveg hver gulrótin er“ Óskar Ófeigur Jónsson og Valur Páll Eiríksson skrifa 10. maí 2025 09:00 Þórey Anna er klár í slaginn. Vísir/Diego Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni. Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda. Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira
Valskonur vonast til að stíga stórt skref í átt að því að verða fyrsta íslenska kvennaliðið í sögunni til að vinna Evróputitil í handbolta. Fram undan er fyrri úrslitaleikur liðsins á Spáni sem fer fram í dag. „Tilfinningin er bara mjög góð. Við erum bara mjög spenntar en erum dálítið niðri á jörðinni. Við erum að einbeita okkur að okkar leik og taka á þessu eins og hverjum öðrum handboltaleik.“ Þetta segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, hornamaður í liði Vals, í samtali við Val Pál Eiríksson. Valskonur fara ekki himinskautum fyrir komandi leik, þrátt fyrir að liðið sé aðeins tveimur úrslitaleikjum frá því að skrifa íslenska handboltasögu. Framkvæmdir á hóteli liðsins Leikmenn Vals vöknuðu þá við framkvæmdir á hóteli sínu í morgun en láta það ekki bíta á sig. „Nei, nei, þetta var bara um níu leytið þannig að þetta sleppur alveg. Samt sem áður kannski pínu pirrandi en við látum þetta ekkert á okkur fá,“ sagði Þórey. Téðar framkvæmdir höfðu þó eilítil áhrif á viðtal dagsins. „Þetta er bara hörkulið og lið sem er í fjórða sæti í deildinni á Spáni,“ sagði Þórey en hætti svo skyndilega við hávaðann frá framkvæmdunum. „Heyrðiru þetta?,“ sagði Þórey hlæjandi. Valskonur hafa farið mikinn í Evrópubikarnum í vetur. Þær hafa unnið sterk lið á við Kristianstad frá Svíþjóð og annað spænskt lið, Spánarmeistara Malaga. Það veitir sjálfstraust fyrir komandi leiki við Porrino. Hjálpar okkur mjög mikið „Já, auðvitað gerir það það. Að hafa unnið þær og náð meira að segja mjög góðum úrslitum á móti þeim. Það gefur okkur mikið sjálfstraust og líka það að vera búnar að spila á móti spænsku liði. Þetta er svolítið öðruvísi en þessi skandinavíski bolti þannig að þetta hjálpar okkur mjög mikið,“ sagði Þórey. Það vottar fyrir fiðrildum en nálgunin er engu að síður skýr. „Jú, hugurinn leitar alveg þangað. Maður veit alveg hver gulrótin er. Þú þarft bara að passa þig að vera bara á jörðinni og gera eins og Gústi segir að taka bara eina sókn og eina vörn í einu. Svo sjáum við hvernig niðurstaðan er,“ sagði Þórey. Fyrri leikur liðanna fer fram klukkan þrjú, en þau mætast í síðari úrslitaleiknum sléttri viku síðar að Hlíðarenda.
Valur Handbolti EHF-bikarinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Körfubolti Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Fleiri fréttir „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sjá meira