Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. maí 2025 07:00 Bergrós Björnsdóttir brosir hér eftir að hafa tryggt sér sigur í lytingagreininni. @wodlandfest CrossFit sérfræðingarnir Brian Friend og Patrick Clark á CrossFit miðlinum „Be friendly Fitness“ voru afar hrifnir af frammistöðu Selfyssingsins Bergrósar Björnsdóttur á WodLand Fest mótinu á dögunum. WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir) CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Sjá meira
WodLand Fest var undanúrslitamót Evrópu og tvö sæti voru í boði á heimsleikana í CrossFit í haust. Bergrós náði reyndar ekki öðru þeirra sæta en vakti mikla athygli með því að ná fimmta sætinu og sanna sig meðal þeirra bestu í Evrópu. Bergrós er að taka risastórt skref inn í keppni fullorðinna á þessu ári eftir að hafa keppt í unglingahlutunum með góðum árangri undanfarin ár. Snorri Barón Jónsson var hrifinn af frammistöðunni hjá Bergrós á mótinu. Þegar Brian Friend og Patrick Clark gerðu upp WodLand Fest mótið í hlaðvarpsþætti Be friendly Fitness þá barst talið að frammistöðu Bergrósar. Fimmta sætið kom mikið á óvart „Talandi um sjálfstraust og unga keppendur þá er ástæða til að fjalla um hina átján ára gömlu Bergrós Björnsdóttur frá Reykjavík,“ sagði Clark en Bergrós keppir fyrir CrossFit Reykjavík þótt að hún búi og sé frá Selfossi. „Hún var alveg ótrúleg. Alveg eins og með Taylu Howe þá bjóst ég ekki við því að Bergrós gæti náð einu af fimm efstu sætunum í þessari miklu samkeppni. Ég bjóst við henni sterkri í lyftingagreinunum og ég veit að hún er í góðu formi,“ sagði Friend. Það má sjá þá gera upp allt mótið hér fyrir neðan. Hefði fengið hrós fyrir tíunda sætið „Hún hefur vissulega verið að ná sér í meiri keppnisreynslu síðustu misseri en hún hefði fengið mikið hrós frá mér bara fyrir að ná tíunda sætinu. Að hún skuli ná fimmta sætinu er afar eftirtektarvert,“ sagði Friend. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=r0WX6MGWv50">watch on YouTube</a> „Það sem gerir þetta enn merkilegra er að hún byrjaði helgina ekki vel og varð um tíma í 45. og 29. sæti en tókst samt að klifra alla leið upp í fimmta sætið. Þetta er miklu meira en ég taldi mögulegt fyrir hana á þessari helgi og þetta er mjög flott hjá henni,“ sagði Friend. „Það verður spennandi að fylgjast með henni í framhaldinu því hún sýndi að hún á heima þarna. Hún stóð sig vel í keppni við þessa reynslubolta og þeir tóku vel á móti henni sem sýnir líka mikið,“ sagði Clark. „Þetta er stelpa sem er án efa í fararbroddi hjá næstu kynslóð íslenskra keppenda. Hún fer fyrir þeim hópi,“ sagði Clark. Friend tók undir það. Bergrós vann eina grein og varð í öðru sæti í annarri. Sigur hennar kom í lyftingagreinni en eftir keppni viðurkenndi okkar kona að hún þyrfti kannski að hlaupa aðeins meira. View this post on Instagram A post shared by Bergrós Björnsdóttir (@bergrosbjornsdottir)
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Körfubolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Fleiri fréttir „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Krista Gló: Ætluðum að vinna Arsenal tapaði í París og titlalaust tímabil staðreynd Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Hilmir hetja Viking í bikarnum Brann úr leik í bikarnum eftir dramatík Alfreð kom Þjóðverjum á EM Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Sveinn Aron áfram sjóðandi í bikarnum og bæði Sædís og Ísak skoruðu líka Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Var í lífstíðarbanni en er nú aftur orðinn liðsstjóri í Formúlu 1 Mærðu Yamal eftir einvígið gegn Inter: „Allt fór í gegnum hann“ Bryndís Arna missir af EM Williams bræður ekki til Manchester Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Sjá meira