Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar 30. apríl 2025 13:30 Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skipulag Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Sjá meira
Fyrir ungling sem snemma fékk áhuga á borgum var það mikill fengur þegar byrjað var að setja fundargerðir skipulagsnefndar Reykjavíkur á internetið árið 1997. Loks var hægt að fylgjast með öllu því sem til stóð að gera og umræðum kjörinna fulltrúa um það. Væntingarnar voru miklar um að þarna væru háleitar hugmyndir um hvernig móta mætti glæsta framtíðarborg. En vonbrigðin létu á sér kræla þegar ljóst var að hlutir eins og kvistir og aukaíbúðir tóku jafn mikið ef ekki meira pláss í þessum fundargerðum. Það eina sem gat talist krassandi var hvort þenja ætti byggðina út yfir þennan móa eða hinn, og hvort opna ætti fyrir bílaumferð í Hafnarstræti eða ekki til að bjarga miðbænum. Einu raunverulegu áhyggjurnar voru hvort ekki væri tryggt að það væru næg útivistarsvæði í nýjum hverfum. Og næg bílastæði. En með tímanum fór umræðan að taka breytingum. Bera fór á raunverulegum áherslum sem byggðu á því að fylgja enn fastar stefnu sem byggði á betra samspili umhverfislegra, samfélagslegra og hagrænna þátta, þ.e. sjálfbærni, og að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu færu að vinna betur saman. Og að vanda meira til verka, t.d. varðandi skuggavarp bygginga og annað. Sé hraðspólað til nútímans hefur bæði umræða og fagþekking aukist mikið og það sést í umræddum fundargerðum. En verkefnið, að leysa borg, er fyrir vikið líka orðið margfalt flóknara, sé ætlunin að tikka í sífjölgandi box. Í dag er verið að vinna eftir áætlunum sem hafa, góðu heilli, gengið lengra en flestar sem komu á undan um að nýta land betur, efla vistvænni ferðamáta, vernda náttúru og útivistarsvæði á jaðri borgarinnar og efla borgarsamfélagið í heild: lífs- og búsetugæði. Það er í takti við alþjóðlega þróun, hvar sem litið er til í okkar nágrannalöndum. Það sem ýtir líka undir þessa þróun er þau þekkingar- og fyrirtækjasamfélög sem dafna hvað best í borgum sem bjóða upp á mikil gæði. En þá er komið að lykilatriði. Hvað eru gæði? Það sem eru gæði fyrir einn þurfa ekki endilega að vera gæði fyrir annan. Gæði geta verið afar persónubundin og háð áherslum og jafnvel smekk hvers og eins. Og jafnvel geta orðið árekstrar milli ákveðinna geira þegar kemur að arkitektúr, verkfræði og öðru þegar kemur að gæðahugtakinu. Það hefur sýnt sig undanfarin misseri að þar þykir mörgum sinn fuglinn fagrastur, mikilvægastur, og jafnvel rétthærri en hinir. Að mínu mati er sú vegferð sem við erum á, með að þróa borgarsamfélagið við Faxaflóa, góð og sú besta sem völ er á, svona heilt yfir. Ég, eins og við flest, getum bent á sitthvað sem betur mætti fara. Ekkert er fullkomið. En staðan er sú að það, sem getur verið okkar hjartans mál, hvort sem það tengist áhuga eða starfsvettvangi, er eitthvað sem þarf að horfa á í víðu samhengi. Það sem getur hentað sem hönnunarviðmið í litlum eða meðalstórum bæjum, eins og málefni birtu og skuggavarps, sem er sannarlega mikilvægt, er samt eitthvað sem getur illa verið alráðandi þáttur í næstum 300 þúsund manna borg þar sem landvirði og þar með hagrænir, en líka umhverfis- og samgöngulegir þættir bjóða kannski ekki alltaf upp á bestu mögulegu gæði hvað það varðar. Þol og þörf okkar einstaklinganna fyrir birtu er ekki sú sama, þótt ákveðin grunnviðmið séu réttlætanleg og nauðsynleg. Aðalatriðið að gera sem best og ekki síst að neytandinn sé vel upplýstur um þessi gæði (eða skort á þeim). Þar er pottur brotinn. Ástríða fyrir því að nýta gömul hús og gömul byggingarefni, sem ekki teljast óumdeilanlegar menningarminjar, er sama marki brennd. Eins frábært og það kann að vera að gera slíkt þegar færi gefst til, þá þarf líka að taka tillit til þess að hugsanlega geti stærri hagsmunir glatast ef horft er of einstrengingslega á þetta atriði. Það má ekki útiloka þann möguleika, að stundum sé besta lausnin einfaldlega sú að fjarlægja það eldra, þótt sagan verði vissulega minna skemmtileg og kynningarnar minna áhugaverðar fyrir vikið. Og stundum getur einfaldlega reynst betra að leiða regnvatn í gamaldags ræsi frekar en blágrænar ofanvatnsfarvegi, þótt slíkar lausnir geti mjög oft verið geysilega mikil prýði, gagnlegar og hagkvæmar. En alltaf þarf að hafa heildarsamhengið og heildahagsmunina í fyrirrúmi. Og fleira má tína til. Málefni almenningssamgangna, stofnbrauta og húsnæðisframboðs eru önnur risastór mál þar sem skilgreining á gæðum getur verið gjörólík eftir því hver spurður er. En aðalatriðið er samt eftir sem áður að heildarsamhengið og heildarhagsmunir ráði för. En hér er látið staðar numið. Enda ný fundargerð komin á vefinn. Höfundur er skipulagsverkfræðingur.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar