Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar 28. apríl 2025 15:30 Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Flóttafólk á Íslandi Mannréttindi Mest lesið Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið var lagt fram á Alþingi frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga sem miðar að því að heimila afturköllun alþjóðlegrar verndar þeirra sem „ástæður eru til að álíta … [hættulega] öryggi ríkisins eða … [hafa] hlotið endanlegan dóm fyrir sérstaklega alvarlegt afbrot“. Ríkisstjórnin boðaði þessa breytingu strax við kynningu stjórnarsamstarfsins í desember síðastliðnum. Frumvarpið var ekki kynnt í samráðsgátt stjórnvalda vegna „tímaskorts“ og það er því nokkuð ljóst að ríkisstjórninni liggur mikið á að koma því í gegn, án þess að heyra sjónarmið almennings og mannréttindasamtaka. Nokkuð ljóst er einnig af samsetningu þingflokka á Alþingi að frumvarpið mun fljúga í gegn án vandræða og eina aðhaldið sem það kann að hljóta verður úr harðlínuátt, þá þess efnis að það gangi ekki nógu langt í að takmarka réttindi fólks á flótta. Þau sem hljóta alþjóðlega vernd hafa, eðli málsins samkvæmt, sætt ofsóknum eða búið við hættu í þeim ríkjum sem þau flýja. Sú staðreynd breytist ekki þrátt fyrir að fólk brjóti lög á Íslandi. Samkvæmt stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu er bannað að beita fólk pyndingum eða annarri ómannúðlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu og í greinargerð umrædds frumvarps er viðurkennt að í því felist meðal annars að aðildarríkjum sáttmálans sé óheimilt að vísa fólki úr landi þangað sem líf þess eða frelsi kann að vera í hættu, og að það sé ófrávíkjanlegt. Þrátt fyrir að frumvarpið skilgreini sérstakt dvalarleyfi vegna umborinnar dvalar (sem er kapítuli út af fyrir sig) sem á að standa þeim til boða sem ekki er talið mögulegt að brottvísa, þá vita það öll sem vita vilja að framkvæmd Útlendingastofnunar hefur síður en svo alltaf tekið mið af raunverulegum aðstæðum fólks. Í fjölmiðlum birtast t.a.m. ítrekað og reglulega mál fólks sem réttilega þarf á vernd að halda en er engu að síður vísað úr landi vegna þess að tillit er ekki tekið til þarfa þess og stöðu. Það er því í raun mjög líklegt að fólki verði vísað til lands þar sem líf þess er í hættu. Þar að auki er ekki skilgreint nánar í lagatextanum hvað felist í ógn við öryggi ríkisins eða „sérstaklega alvarlegu afbroti“ og því líklegt að lögunum verði fyrst og fremst beitt eftir hentisemi stjórnvalda hverju sinni, sem er mikið áhyggjuefni. Fyrir nokkrum árum kom upp mál hér á landi þar sem tveir Íslendingar lögðu á ráðin um hryðjuverk, sem vakti réttilega upp mikinn óhug á meðal fólks. Hvergi í opinberri umræðu kom þó nokkru sinni upp sú hugmynd að það gæfi tilefni til þess að endurskoða lög og gera það mögulegt að svipta innfædda íslenskum ríkisborgararétti og senda úr landi vegna alvarlegra brota. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu þó nýverið fram frumvarp sem heimilar nákvæmlega það þegar um innflytjendur með íslenskan ríkisborgararétt er að ræða. Á réttarkerfið okkar í alvöru aðeins að vera fyrir innfædda, hvíta, bláeygða íslenska ríkisborgara? Þessi viðhorfsmunur heitir á einfaldri íslensku útlendingahatur. Eitt af grunnprinsippum mannréttinda er það að þau eru ekki skilyrt. Öll eigum við að njóta mannréttinda og enginn getur svipt okkur þeim, alveg sama hvað. Það er mannréttindabrot að senda fólk út í opinn dauðann og það er nákvæmlega það sem þetta frumvarp opnar á, dauðarefsingu fyrir ákveðna glæpi framda af ákveðnum hópi fólks. Ákveðna glæpi sem eru raunar ekki skilgreindir og eru því algjörlega opnir til túlkunar stjórnvalda hverju sinni. Flest erum við vonandi sammála um það að við eigum öll að vera jöfn fyrir lögum og uppruni á þar engu máli að skipta. Látum í okkur heyra, sitjum ekki þegjandi hjá á meðan íslenskt stjórnmálafólk notar mannréttindi fólks í viðkvæmri stöðu sem pólitíska skiptimynt. Höfundur er mannréttindasinni.
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun