Ástfangnar í fjörutíu ár Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. apríl 2025 13:35 Jóhanna og Jónína kynntust árið 1984 á Höfn í Hornarfirði. Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir rithöfundur, fagna fjörutíu ára sambandsafmæli sínu í dag. Jóhanna og Jónína höfðu hvorugar átt í ástarsambandi við konu áður en þær kynntust árið 1985. Árið 2010 gengu þær í hjónaband, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Þá var Jóhanna forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims. Í tilefni tímamótanna skrifaði Jónína einlæga færslu á Facebook um samband þeirra hjóna. „Í dag eru fjörutíu ár frá fremur vandræðalegu samtali, á Höfn í Hornafirði, sem markaði upphaf samband okkar Jóhönnu. Eftir þá örlagaríku kvöldstund tóku við fimmtán flókin ár í felum en loks langþráð sambúð frá aldamótum á mun lygnari sjó, þótt forsætisráðherratíð Jóhönnu eftir bankahrunið hafi nú ekki verið neinn dans á rósum. En lífið er bland í poka og við erum þakklátar fyrir allt það góða sem við höfum fengið að njóta á þessum fjórum áratugum,“ skrifar Jónína við færsluna. Fyrsti samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims Árið 2013 gaf Jónína út bókina, Við Jóhanna, sem segir frá þrjátíu ára sambandi hennar og Jóhönnu. Fyrir það höfðu þær haldið sambandi þeirra utan sviðsljóssins. „Við höfum alla tíð lagt kapp á að halda einkalífinu út af fyrir okkur en nú finnst okkur kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu sögu sem spannar tæpa þrjá áratugi,“ sagði Jónína í tilkynningu frá Máli og menningu sem gaf bókina út sama ár. Jóhanna og Jónína eiga samtals þrjá syni úr fyrri samböndum. Ástin og lífið Tímamót Hinsegin Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira
Jóhanna og Jónína höfðu hvorugar átt í ástarsambandi við konu áður en þær kynntust árið 1985. Árið 2010 gengu þær í hjónaband, sama ár og ný hjúskaparlög tóku gildi á Íslandi. Þá var Jóhanna forsætisráðherra og þær Jónína þar með fyrstu samkynhneigðu forsætisráðherrahjón heims. Í tilefni tímamótanna skrifaði Jónína einlæga færslu á Facebook um samband þeirra hjóna. „Í dag eru fjörutíu ár frá fremur vandræðalegu samtali, á Höfn í Hornafirði, sem markaði upphaf samband okkar Jóhönnu. Eftir þá örlagaríku kvöldstund tóku við fimmtán flókin ár í felum en loks langþráð sambúð frá aldamótum á mun lygnari sjó, þótt forsætisráðherratíð Jóhönnu eftir bankahrunið hafi nú ekki verið neinn dans á rósum. En lífið er bland í poka og við erum þakklátar fyrir allt það góða sem við höfum fengið að njóta á þessum fjórum áratugum,“ skrifar Jónína við færsluna. Fyrsti samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims Árið 2013 gaf Jónína út bókina, Við Jóhanna, sem segir frá þrjátíu ára sambandi hennar og Jóhönnu. Fyrir það höfðu þær haldið sambandi þeirra utan sviðsljóssins. „Við höfum alla tíð lagt kapp á að halda einkalífinu út af fyrir okkur en nú finnst okkur kominn tími til að opinbera þessa óvenjulegu sögu sem spannar tæpa þrjá áratugi,“ sagði Jónína í tilkynningu frá Máli og menningu sem gaf bókina út sama ár. Jóhanna og Jónína eiga samtals þrjá syni úr fyrri samböndum.
Ástin og lífið Tímamót Hinsegin Mest lesið Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Lífið Baráttan um jólagestina hafin Lífið Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ Tónlist Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Lífið Svona verður röð laganna á laugardaginn Lífið Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Lífið Einhleypir þokkasveinar Lífið Ekki mikið að gera í bransanum eftir líkamsárásina Lífið Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Lífið „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Lífið Fleiri fréttir Fagnarlæti yfirgnæfðu baulið en óvíst hvaðan þau komu Baráttan um jólagestina hafin Börn í Laugardal fögnuðu fjölbreytileikanum í árlegri gleðigöngu Einhleypir auglýstir á óhefðbundnum stefnumótaviðburði Segist ástæða þess að Taylor Swift sé ekki lengur „heit“ Þórhildur greinir frá kyninu Bieber segist ekki á meðal þeirra sem Diddy braut á Koníakstofa á þakinu og stórbrotið útsýni Vinsælir í Basel en hversu hátt ná þeir? Herra Hnetusmjör í aðalhlutverki hjá Laufeyju Framtíðin óljós hjá Sigrúnu Ósk Einhleypir þokkasveinar Svona verður röð laganna á laugardaginn Sjóðheitar skvísur í íslenskri hönnun Fjölskylda truflaði flutning Ísraela Þessi tíu lög komust í úrslit VÆB bræður á forsíðu BBC „Erfitt að vera á heimilinu því það var svo mikið sorg“ Brando ekki að lóða og fisléttur Dylan Banna meinta kynferðisbrotamenn á rauða dreglinum Svona er Þjóðhátíðarlagið 2025 Sendi ræningjunum skýr skilaboð þakin demöntum Lífið í LA smá eins og bandarísk bíómynd Stefán Teitur á skeljarnar Dómararennsli hleypir spennu í seinni undanriðlinn Sigga Heimis keypti einbýli í Skerjafirði Sigga Beinteins selur „eðalvagninn“ Að Illuminati stjórni öllu milli himins og jarðar Hera Björk mun kynna stigin Brunar um á tugmilljón króna glæsibifreið Sjá meira