„Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 22. apríl 2025 21:45 Jamil Abiad, þjálfari Vals, sá stórmun á liðinu milli leikja en þarf að finna lausnir sóknarlega. vísir / pawel Jamil Abiad, þjálfari Vals, segir liðið hafa leyst betur úr hápressu Hauka í leik kvöldsins en samt endað með svipað marga tapaða bolta. Vandamál sem þarf að leysa fyrir næsta leik ef Valskonur ætla ekki að láta sópa sér út úr úrslitakeppninni. Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum. Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira
Haukar unnu leik tvö á Hlíðarenda með tveimur stigum. Valskonur leiddu nánast allan leikinn en köstuðu sigrinum frá sér undir lokin með töpuðum bolta. Jiselle Thomas klikkaði svo á vítaskotum sem hefðu jafnað leikinn á lokasekúndunni. „Það er ömurlegt að tapa svona en stelpurnar spiluðu vel, ég get ekki beðið um meira frá þeim. Bara eitt frákast til viðbótar og kannski aðeins færri tapaðir boltann, þá hefði útkoman verið allt önnur. Þær svöruðu vel, við spiluðum af mikilli ákefð og orku. Glatað að tapa leiknum á sóknarfrákasti og þriggja stiga skoti en við verðum bara að halda áfram að reyna að finna út úr hlutunum. Reyna að fækka töpuðum boltum og vonandi verður útkoman önnur á laugardaginn“ sagði Jamil fljótlega eftir leik. Jiselle Thomas fékk tækifæri til að jafna leikinn á vítalínunni þegar minna en sekúnda var eftir en klikkaði á báðum skotum. Jamil vildi ekki draga úr hennar frammistöðu. „Mér fannst hún spila vel. Nokkrum sinnum rak hún boltann aðeins of mikið en orkan hjá henni var mun betri en í fyrsta leiknum. Hún leiddi liðið sóknarlega og gerði það sem krafist var af henni varnarlega. Við þurfum bara, sem lið, að fækka töpuðu boltunum. Þeir voru 22 í dag og það hjálpar okkur ekki. Þetta var frábær leikur, en það er erfitt að halda sér inni í leiknum ef við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Valskonur þurfa nú á sigri að halda í næsta leik ef þær ætla ekki í snemmbúið sumarfrí. „Við verðum að vinna. Við verðum að einfalda okkar leik. Ef við töpum er tímabilið búið. Það er glatað að hafa tapað í kvöld en við vitum hvað er undir í næsta leik. Mæta með enn meiri orku en við gerðum í kvöld og vonandi verður staðan 2-1 eftir leikinn á laugardaginn.“ Leikur kvöldsins var þó mun jafnari og Jamil tekur margt jákvætt með sér þrátt fyrir tapið. „Orkan og ákefðin. Munurinn milli leiks eitt og tvö er heilmikill. Við fylgdum leikplaninu líka betur eftir í kvöld, gerðum þeim erfitt fyrir og brutum pressuna betur upp en í síðasta leik. Sem gaf okkur tækifæri, en við vorum samt með nánast jafn marga tapaða bolta og í fyrsta leiknum. Þannig að við þurfum að takmarka það sem mest“ sagði Jamil að lokum.
Bónus-deild kvenna Valur Mest lesið Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Hvað verður um Antonio Brown? Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Fótbolti Fleiri fréttir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni „Verðum að mæta tilbúnir“ Smellti kossi á mömmu sína sem birtist óvænt fyrir leik Doncic skoraði 35 stig gegn Dallas „Eini hópurinn sem hjálpaði mér að vera ég sjálfur“ Uppgjörið: Grindavík-Keflavík 95-103 | Keflavíkurkonur sýndu styrk sinn í Grindavík Stólarnir með annan sigurinn í röð Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Litáar unnu Breta á flautukörfu Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Reyna að leika eftir frækinn sigur: „Gefur okkur trú á verkefninu“ „Er þetta ekki eins og Gummi Ben að lýsa fótboltanum?“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 80-102| Íslandsmeistararnir pökkuðu efsta sætinu KR-konur voru næstum því búnar að kasta frá sér sigrinum Valskonur á mikilli siglingu Emil þurfi að líta inn á við og vinna aftur trú leikmanna „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Stjarnan versta skotliðið: „Komið inn í hausinn á einhverjum“ Kristinn brotinn og missir af landsleikjunum Nýliði mættur með landsliðinu til Ítalíu Doncic áfram óstöðvandi og setti met Uppgjörið: Haukar - Stjarnan 82-93 | Annað tap meistaranna í röð Keflavík keyrði yfir KR í seinni hálfleik Martin stigahæstur í sigri NBA-stjarna lömuð síðan í torfæruhjólaslysi lést aðeins 54 ára Sjá meira