Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar 15. apríl 2025 15:33 Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Samfylkingin Flokkur fólksins Framhaldsskólar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir þinginu frumvarp um breytingar á lögum um framhaldsskóla. Í breytingunum er meðal annars kveðið á um að auka heimildir skólastjórnenda að horfa til fleiri þátta en einkunna við inntöku nemenda í framhaldsskóla. Hér um að ræða mikilvægt framfaraskref í þágu nemenda sem eru á flóknu og oft viðkvæmu þroskaskeiði við lok grunnskóla sem oftar en ekki hefur áhrif á námsárangur og gerir það að verkum nemendur ná ekki að sýna hvað í þeim býr. Börn þroskast ekki öll á sama hraða á þessum mikilvægu mótunarárum og okkur ber að taka tillit til þess. Mjög misjafnt er hvenær ungt fólk nær vopnum sínum í námi, í mörgum tilfellum er það ekki fyrr en í framhaldsskóla. Okkur sem samfélagi ber að greiða götu allra barna og ungmenna en ekki leggja stein í götu þeirra. Með öðrum orðum ber okkur að stuðla að jafnræði til náms. Jafna möguleika nemenda á að sækja sér menntun á því sviði sem styrkleikar þeirra liggja. Hægt að horfa á aðra styrkleika Því er þessi breyting á frumvarpinu mjög góð, hún gefur okkur tækifæri til að horfa til þátta eins og þátttöku í félagsstarfi, íþrótta- eða öðru tómstundastarfi, áhrifa nemenda á skóla- og bekkjarbrag og annarra félagslegra þátta sem geta vegið þungt í því hvernig nemanda gengur að ná fótfestu í nýjum skóla og getur í mörgum tilfellum verið góð viðbót í viðkomandi skólasamfélag. Hætt er við því að framhaldsskólinn verði af þessum nemendum ef einungis er horft til námsárangurs. Þá má líka horfa til þess að þessar breyting getur haft hvetjandi áhrif á þá sem verið hafa í námslegri lægð og vilja taka sig á. Þeir eygja þá möguleika á þeirri menntun sem þeir hafa hug til. Þá má benda á að fjölbreytt námsumhverfi er af hinu góða fyrir alla. Æskilegt er að framhaldsskólinn líkt og grunnskólinn endurspegli samfélagið eins og frekast er unnt. Framhaldsskólar víða um land hafa ekki verið í þeirri stöðu að handvelja til sín nemendur og því hafa þeir skólar endurspeglað litróf samfélagsins um langt árabil með góðum árangri og brautskráð fjölbreyttan hóp námsmanna sem nú starfa á ýmsum sviðum samfélagsins. Það er enginn að kollvarpa neinu Vert er að taka fram að það ríkir fræðsluskylda fyrir alla nemendur á aldrinum 16-18 ára. Það þýðir að ríkinu ber að sjá þessum aldurshópi fyrir menntun við hæfi. Frumvarpinu er ætlað að bregðast við þróun sem orðið hefur á umhverfi framhaldsskóla frá gildistöku laga um framhaldsskóla fyrir næstum 17 árum síðan og skýra álitaefni sem hafa komið upp í framkvæmd þeirra. Með breytingunni er því ekki verið að kollvarpa neinu kerfi, líkt og ranglega hefur verið haldið fram í umræðunni. Hér ekki verið að gera einkunnir að „táknmynd félagslegs óréttlætis“ eða stefna menntakerfinu í einhverskonar bráðahættu. Þeir sem halda slíku fram gera það af vanþekkingu á efninu. Það er einfaldlega verið að útvíkka heimildir skólastjórnenda, án þess að setja nokkrar bindandi kvaðir á þá, við inntöku nemenda sem senda inn almenna umsókn og eiga á hættu að vera synjað um skólagöngu vegna námsmats. Það er allt og sumt. Og það er hið besta mál. Höfundur er kennari í efstu bekkjum grunnskóla og varaþingmaður Samfylkingarinnar.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun