Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar 14. apríl 2025 14:33 Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. Það er þó eflaust hægt að telja upp nokkra þjálfara sem hafa náð góðum árangri með slíkri nálgun. En hvað segja rannsóknir okkur? Hvaða áhrif hefur getur of mikil stjórnun haft á íþróttafólk? Mér finnst smásmugulegt eftirlit ansi góð og lýsandi þýðing á hugtakinu micro management en í því felst að einhver fylgist mjög náið með öðrum og stýrir jafnvel hverju smáatriði og tekur þannig stjórn á hegðun einstaklings eða aðstæðum. Þegar skoðaðar eru rannsóknir í tengslum við stjórnun og starfsumhverfi sýna þær að slíka nálgun er almennt talin hafa neikvæð áhrif. Of mikið eftirlit og lítið umboð til athafna hefur neikvæð áhrif á nýsköpun og getur einnig dregið úr starfsánægju og starfsanda. Fólk hefur jafnvel lýst því hversu óþægilegt þeim fannst að hafa stjórnanda stöðugt að fylgjast með sér og jafnvel benda á hvert smáatriði. Afleiðingarnar eru þær að fólk upplifir vantraust og hræðslu við að vinna sjálfstætt. Þetta getur því dregið úr sjálfstæði, sjálfsöryggi og frumkvæði. Í rannsóknum í íþróttum hafa verið notað hugtök eins og stjórnandi þjálfun (e. controlling coaching), stuðningur við sjálfræði (e. autonomy support), samskiptamiðuð þjálfun (e. Interpersonal coaching) eða valdmannsleg/einræðislegur þjálfunarstíll (e. authoritarian coaching). Rannsóknir fjalla meðal annars um það hvernig ákveðnar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á íþróttafólk. Til dæmis hvernig of mikil stjórnun og skortur á trausti til leikmanna getur haft neikvæð áhrif á t.d. frammistöðu, sjálfstæði við ákvarðanatökur, áhugahvöt og kvíða. Rannsóknir sýna m.a. að of mikil stjórnun getur haft neikvæð áhrif á andlega líðan og frammistöðu leikmanna. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þeir þjálfarar sem leitast við að stjórna hverju smáatriði hjá leikmönnum geta aukið tilfinningu þeirra um að þeir hafi ekki stjórn á aðstæðum á meðan þjálfarar sem styðja við sjálfræði leikmanna hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Þeir sem krefjast þess að leikmenn fari eftir þeim í einu og öllu og taka minna mark á innsæi eða sjálfræði leikmanna geta valdið því að leikmenn upplifa að þeir hafi ekki stjórn og tengjast verkefninu síður tilfinningalega. Þegar einstaklingar fá ekki að taka ákvarðanir, treysta innsæi sínu, eða hafa áhrif á verkefnið, getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu og hvata leikmanna. Hlutverk þjálfara er meðal annars að undirbúa leikmenn - setja upp leikáætlun/áætlanir (game plan) og vissulega hjálpar það að leikmenn viti hvers er ætlast til af þeim og hlutverk þeirra séu skýr. Leikmenn reiða sig á þekkingu og reynslu þjálfarans sem hjálpar leikmönnum að undirbúa sig sem best til að ná árangri. Út frá því sem rannsóknir gefa til kynna þá er mikilvægt að þjálfarar sýni sveigjanleika gagnvart leikmönnum, því jú sjálfræði er okkur gríðarlega mikilvægt. Sjálfstæðisákvörðunarkenningin (e. Self-determination theory) segir að sjálfræði sé ein af sálrænum grundvallaþörfum mannsins, þ.e. að upplifa þá tilfinningu að athafnir séu sjálfssprottnar, þær séu í samræmi við eigin áhuga, gildi og vilja. Sjálfræði er í raun meðfædd tilhneiging til að stjórna eigin lífi. Hæfni fólks til að hafa áhrif á eigin hugsanir, hegðun eða tilfinningar. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfræði sem afar mikilvægan þátt velfarnaðar, áhugahvatar og sjálfsstjórnunar. Þá hafa fræðimenn bent á að ef ýtt er undir sjálfræði þá nálgast fólk viðfangsefnið af meiri áhuga, skuldbindingu og innri aga. Hins vegar ef einstaklingi er stjórnað (of mikið) getur hegðun einkennst af meiri tregðu og jafnvel mótþróa, sem síðan getur leitt til vanlíðunar. Fjöldi rannsókna undir hatti þessarar kenningar sýna fram á mikilvægi þess að styðja við sjálfræði, hvort sem það er í uppeldi, við nemendur, starfsfólk eða íþróttafólk. Ef við spólum aðeins til baka, hvað segja uppeldisfræðin okkur? – jú að foreldar eru hvattir til að styðja við og ýta undir val og frumkvæði barna sem síðan styður við sjálfræði þeirra. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt okkur að foreldrar geta stutt við sjálfræði barna sinna með því að taka sjónarmiðum þeirra sem gildum, gefa þeim valmöguleika og styðja frumkvæði þeirra og tilraunir til að leysa hin ýmsu vandamál. Því meira sem foreldrar styðja við sjálfræði því betur geta þau náð árangri. Það grefur undan áhugahvöt barns ef það fær ekki tækifæri til að finna lausn á verkefninu sjálft. Auðvitað skiptur miklu máli að í umhverfinu sé gott skipulag með skýrum ramma, reglum, væntingum og leiðbeiningum – eins og í íþróttum. Í mörgum íþróttum er það þannig að þjálfarar ákveða jafnvel fyrir fram hreyfingar/ákvarðanir og staðsetningar leikmanna. Í dag hafa þjálfarar aðgang að miklum gögnum um leikmenn þar sem notuð er nútíma tækni og tól til að fylgjast með frammistöðu hvers leikmanns en líka til að skipuleggja og setja upp leiki. Leikmenn klæðast sérstökum vestum sem mæla og skrá upplýsingar um hreyfingar svo sem spretti, hlaup og fleiri líkamlega þætti. Þessi gögn veita þjálfurum nákvæmar og mikilvægar upplýsingar sem vissulega getur verið gagnlegt. Það væri áhugavert að skoða betur hvernig þessar aðferðir hafa áhrif á sjálfstæði, sjálfsöryggi og jafnvel frumkvæði leikmanna. Eru þjálfarar með smásmugulegt eftirlit með leikmönnum og þannig hafa neikvæð áhrif á leiklegði eða sköpunargáfu? Fótbolti og aðrar íþróttir byggjast á því að leikmenn taki áhættur og geti tekist á við þá miklu óvissu sem fylgir því sem gerist inn á vellinum. Þegar leikmenn eru stöðugt og endurtekið að fylgja öllum fyrirmælum þjálfara og jafnvel forðast það að taka áhættur eða sýna frumkvæði má áætla að frelsið til sköpunargáfu verði minna og leikgleðin getur horfið sem er einmitt svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera betur? Hvort sem þú ert þjálfari, stjórnandi eða foreldri þá er mikilvægt að ýta undir sjálfstæði og treysta öðrum fyrir verkefnunum og að hafa svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þjálfarar og stjórnendur eru í sterkri stöðu þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem leikmenn/starfsfólk upplifa öryggi og traust. Því í slíku umhverfi er auðveldara að sýna áhuga, vilja og frumkvæði. Vissulega getur það hjálpað ef hlutverkin eða leikplanið sé skýrt en hér þarf að vera sveigjanleiki til staðar og traust þannig að leikmenn hafi líka tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þá er mikilvægt að þjálfarar og stjórnendur styrki hæfni sína þegar kemur að mannlegri nálgun eins og að leiðbeina, hvetja og sýna samkennd. Þetta stuðlar að betri tengslum við starfsfólk/leikmenn og eykur ánægju. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fótbolti Mest lesið Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Á uppgjör frá TR að koma eldri borgurum á óvart? Björn Snæbjörnsson Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er markaðsverð á fiski? Sverrir Haraldsson skrifar Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar Skoðun Fæðing Ísraels - Líkum misþyrmt BIrgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Við eigum allt. Af hverju finnst okkur samt vanta eitthvað? Valentina Klaas skrifar Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Tíðaheilbrigði er lykilatriði í jafnrétti kynjanna Berit Mueller skrifar Skoðun Þjóðarmorð – frá orðfræðilegu sjónarmiði Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Þakkir til starfsfólk Janusar Sigrún Ósk Bergmann skrifar Skoðun Mun gervigreindin senda konur heim? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Frá, frá, frá. Fúsa liggur á Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Nokkur orð um stöðuna Dögg Þrastardóttir skrifar Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun #blessmeta – þriðja grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvernig tryggir þú stærstu fjárfestingu lífins? Berglind Halla Elíasdóttir skrifar Skoðun Ritunarramminn - verkfæri fyrir kennara! Katrín Ósk Þráinsdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar Skoðun Feluleikur Þorgerðar Katrínar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðalaus ráðherra Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Spólum til baka Snævar Ingi Sveinsson skrifar Skoðun Sögulegur dómur Hæstaréttar – staðfestir sjálfstæði Alþingis Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að vera fatlaður á Íslandi er full vinna Birna Ösp Traustadóttir skrifar Skoðun Sæluríkið Ísland Einar Helgason skrifar Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Stormurinn gegn stóðhryssunni Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Kallið þið þetta fjölbreytni? Hermann Borgar Jakobsson skrifar Skoðun Til varnar Eyjafjöllum - og Íslandi öllu Pétur Jónasson skrifar Skoðun Réttlætið sem refsar Jóni Hjálmar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm með titrandi tár Katrín Matthíasdóttir skrifar Sjá meira
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United gagnrýndi þróun fótboltans eftir leik Manchester United og Manchester City í ensku úrvalsdeildinni sem endaði með 0-0 jafntefli. Hann talaði um micro-management og að sú nálgun væri „sjúkdómur“ sem væri að eyðileggja fótboltann. sem væri að eyðileggja fótboltann. Þá benti hann á að fótboltinn væri að verða of mikill „vélmennafótbolti“ þannig að dregið hefur úr sköpunargáfu, sjálfstæði, frelsi og áhættusækni leikmanna. Það er þó eflaust hægt að telja upp nokkra þjálfara sem hafa náð góðum árangri með slíkri nálgun. En hvað segja rannsóknir okkur? Hvaða áhrif hefur getur of mikil stjórnun haft á íþróttafólk? Mér finnst smásmugulegt eftirlit ansi góð og lýsandi þýðing á hugtakinu micro management en í því felst að einhver fylgist mjög náið með öðrum og stýrir jafnvel hverju smáatriði og tekur þannig stjórn á hegðun einstaklings eða aðstæðum. Þegar skoðaðar eru rannsóknir í tengslum við stjórnun og starfsumhverfi sýna þær að slíka nálgun er almennt talin hafa neikvæð áhrif. Of mikið eftirlit og lítið umboð til athafna hefur neikvæð áhrif á nýsköpun og getur einnig dregið úr starfsánægju og starfsanda. Fólk hefur jafnvel lýst því hversu óþægilegt þeim fannst að hafa stjórnanda stöðugt að fylgjast með sér og jafnvel benda á hvert smáatriði. Afleiðingarnar eru þær að fólk upplifir vantraust og hræðslu við að vinna sjálfstætt. Þetta getur því dregið úr sjálfstæði, sjálfsöryggi og frumkvæði. Í rannsóknum í íþróttum hafa verið notað hugtök eins og stjórnandi þjálfun (e. controlling coaching), stuðningur við sjálfræði (e. autonomy support), samskiptamiðuð þjálfun (e. Interpersonal coaching) eða valdmannsleg/einræðislegur þjálfunarstíll (e. authoritarian coaching). Rannsóknir fjalla meðal annars um það hvernig ákveðnar þjálfunaraðferðir hafa áhrif á íþróttafólk. Til dæmis hvernig of mikil stjórnun og skortur á trausti til leikmanna getur haft neikvæð áhrif á t.d. frammistöðu, sjálfstæði við ákvarðanatökur, áhugahvöt og kvíða. Rannsóknir sýna m.a. að of mikil stjórnun getur haft neikvæð áhrif á andlega líðan og frammistöðu leikmanna. Það er því ýmislegt sem bendir til þess að þeir þjálfarar sem leitast við að stjórna hverju smáatriði hjá leikmönnum geta aukið tilfinningu þeirra um að þeir hafi ekki stjórn á aðstæðum á meðan þjálfarar sem styðja við sjálfræði leikmanna hafa jákvæð áhrif á líðan þeirra. Þeir sem krefjast þess að leikmenn fari eftir þeim í einu og öllu og taka minna mark á innsæi eða sjálfræði leikmanna geta valdið því að leikmenn upplifa að þeir hafi ekki stjórn og tengjast verkefninu síður tilfinningalega. Þegar einstaklingar fá ekki að taka ákvarðanir, treysta innsæi sínu, eða hafa áhrif á verkefnið, getur það haft neikvæð áhrif á frammistöðu og hvata leikmanna. Hlutverk þjálfara er meðal annars að undirbúa leikmenn - setja upp leikáætlun/áætlanir (game plan) og vissulega hjálpar það að leikmenn viti hvers er ætlast til af þeim og hlutverk þeirra séu skýr. Leikmenn reiða sig á þekkingu og reynslu þjálfarans sem hjálpar leikmönnum að undirbúa sig sem best til að ná árangri. Út frá því sem rannsóknir gefa til kynna þá er mikilvægt að þjálfarar sýni sveigjanleika gagnvart leikmönnum, því jú sjálfræði er okkur gríðarlega mikilvægt. Sjálfstæðisákvörðunarkenningin (e. Self-determination theory) segir að sjálfræði sé ein af sálrænum grundvallaþörfum mannsins, þ.e. að upplifa þá tilfinningu að athafnir séu sjálfssprottnar, þær séu í samræmi við eigin áhuga, gildi og vilja. Sjálfræði er í raun meðfædd tilhneiging til að stjórna eigin lífi. Hæfni fólks til að hafa áhrif á eigin hugsanir, hegðun eða tilfinningar. Í stuttu máli fjallar hún um sjálfræði sem afar mikilvægan þátt velfarnaðar, áhugahvatar og sjálfsstjórnunar. Þá hafa fræðimenn bent á að ef ýtt er undir sjálfræði þá nálgast fólk viðfangsefnið af meiri áhuga, skuldbindingu og innri aga. Hins vegar ef einstaklingi er stjórnað (of mikið) getur hegðun einkennst af meiri tregðu og jafnvel mótþróa, sem síðan getur leitt til vanlíðunar. Fjöldi rannsókna undir hatti þessarar kenningar sýna fram á mikilvægi þess að styðja við sjálfræði, hvort sem það er í uppeldi, við nemendur, starfsfólk eða íþróttafólk. Ef við spólum aðeins til baka, hvað segja uppeldisfræðin okkur? – jú að foreldar eru hvattir til að styðja við og ýta undir val og frumkvæði barna sem síðan styður við sjálfræði þeirra. Rannsóknir hafa endurtekið sýnt okkur að foreldrar geta stutt við sjálfræði barna sinna með því að taka sjónarmiðum þeirra sem gildum, gefa þeim valmöguleika og styðja frumkvæði þeirra og tilraunir til að leysa hin ýmsu vandamál. Því meira sem foreldrar styðja við sjálfræði því betur geta þau náð árangri. Það grefur undan áhugahvöt barns ef það fær ekki tækifæri til að finna lausn á verkefninu sjálft. Auðvitað skiptur miklu máli að í umhverfinu sé gott skipulag með skýrum ramma, reglum, væntingum og leiðbeiningum – eins og í íþróttum. Í mörgum íþróttum er það þannig að þjálfarar ákveða jafnvel fyrir fram hreyfingar/ákvarðanir og staðsetningar leikmanna. Í dag hafa þjálfarar aðgang að miklum gögnum um leikmenn þar sem notuð er nútíma tækni og tól til að fylgjast með frammistöðu hvers leikmanns en líka til að skipuleggja og setja upp leiki. Leikmenn klæðast sérstökum vestum sem mæla og skrá upplýsingar um hreyfingar svo sem spretti, hlaup og fleiri líkamlega þætti. Þessi gögn veita þjálfurum nákvæmar og mikilvægar upplýsingar sem vissulega getur verið gagnlegt. Það væri áhugavert að skoða betur hvernig þessar aðferðir hafa áhrif á sjálfstæði, sjálfsöryggi og jafnvel frumkvæði leikmanna. Eru þjálfarar með smásmugulegt eftirlit með leikmönnum og þannig hafa neikvæð áhrif á leiklegði eða sköpunargáfu? Fótbolti og aðrar íþróttir byggjast á því að leikmenn taki áhættur og geti tekist á við þá miklu óvissu sem fylgir því sem gerist inn á vellinum. Þegar leikmenn eru stöðugt og endurtekið að fylgja öllum fyrirmælum þjálfara og jafnvel forðast það að taka áhættur eða sýna frumkvæði má áætla að frelsið til sköpunargáfu verði minna og leikgleðin getur horfið sem er einmitt svo mikilvæg. Hvað er hægt að gera betur? Hvort sem þú ert þjálfari, stjórnandi eða foreldri þá er mikilvægt að ýta undir sjálfstæði og treysta öðrum fyrir verkefnunum og að hafa svigrúm til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þjálfarar og stjórnendur eru í sterkri stöðu þegar kemur að því að skapa umhverfi þar sem leikmenn/starfsfólk upplifa öryggi og traust. Því í slíku umhverfi er auðveldara að sýna áhuga, vilja og frumkvæði. Vissulega getur það hjálpað ef hlutverkin eða leikplanið sé skýrt en hér þarf að vera sveigjanleiki til staðar og traust þannig að leikmenn hafi líka tækifæri til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Þá er mikilvægt að þjálfarar og stjórnendur styrki hæfni sína þegar kemur að mannlegri nálgun eins og að leiðbeina, hvetja og sýna samkennd. Þetta stuðlar að betri tengslum við starfsfólk/leikmenn og eykur ánægju. Höfundur er sálfræðingur hjá Lífi og sál, sálfræði- og ráðgjafastofu.
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kerfisbundinna breytinga í samfélagstúlkun – ákall til stjórnvalda Anna Karen Svövudóttir skrifar
Skoðun Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Borgarlína, barnleysi og bíllaus lífstíll – hentar það Kópavogi? Einar Jóhannes Guðnason skrifar
Skoðun Kynbundinn munur í tekjum á efri árum Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Hvalveiðar eru ekki mannréttindi. Þetta er atvinnugrein sem hefur mistekist Ed Goodall skrifar
Skoðun Áskorun til Alþingis: Tryggið almannahagsmuni - afnemið samkeppnisundanþágu afurðastöðvanna Benedikt S. Benediktsson,Breki Karlsson,Halla Gunnarsdóttir,Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Guðmundur Hrafn Arngrímsson er maður sem hefur aldrei rúllað sexum Kristján Blöndal skrifar
Um spretthóp og lestrarkennslu. Hvatning til mennta- og barnamálaráðherra um faglega starfshætti Auður Soffíu Björgvinsdóttir Skoðun