Fékk síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. apríl 2025 09:03 Anton Sveinn McKee er fyrrum verðlaunahafi á Evrópumeistaramótinu en hefur snúið sér að öðru. Vísir/Vilhelm Íslenski sundmaðurinn Anton Sveinn McKee setti sundhettuna upp á hillu í lok síðasta árs en hann var þó ekki búinn að taka við síðasta bikarnum á ferlinum Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands) Sund Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira
Sundsamband Íslands gerði í gær upp síðasta sundár eftir Íslandsmeistaramótið í 50 metra laug sem fram fór um helgina. Anton Sveinn fékk þá síðasta bikarinn á ferlinum mörgum mánuðum eftir að hann hætti að keppa í sundi. Anton fékk í gær afhentan Pétursbikarinn sem hann hefur unnið oft áður. Pétursbikarinn er farandgripur sem er veittur árlega í karlaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Pétursbikarinn er gefinn í minningu Péturs Kristjánssonar sundkappa úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins er fjölskylda Péturs. Anton fékk Pétursbikarinn fyrir 200 metra bringusund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hann náði í 896 stig. @antonmckee „Seinasti bikarinn á ferlinum. Til hamingju Snorri og Snæfríður. Þið takið við keflinu núna,“ skrifaði Anton Sveinn á samfélagsmiðla. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn sem er veittur árlega í kvennaflokki fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið frá lokum Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug, sem haldið er á vegum SSÍ, til loka næsta Íslandsmeistaramóts í 50 metra laug. Kolbrúnarbikarinn er gefinn í minningu Kolbrúnar Ólafsdóttur sundkonu úr Sunddeild Ármanns. Gefandi gripsins eru fjölskylda og vinir Kolbrúnar. Snæfríður Sól Jórunnardóttir fékk Kolbrúnarbikarinn fyrir 200 metra skriðsund á Evrópumeistaramótinu í Belgrad í júní þar sem hún náði í 878 stig. Snorri Dagur Einarsson úr Sundfélagi Hafnarfjarðar fékk síðan Ásgeirsbikarinn sem er veittur árlega fyrir besta afrek í sundi, samkvæmt stigatöflu FINA, unnið á Íslandsmeistaramóti í 50 metra laug sem haldið er á vegum SSÍ. Ásgeirsbikarinn er gefinn í minningu Ásgeirs Ásgeirssonar fyrrverandi forseta Íslands. Það var forseti Íslands,Frú Halla Tómasdóttir, sem afhenti Forseta bikarinn. Snorri Dagur fékk hann fyrir að synda 100 metra bringusund á 1:00,67 mín. sem gaf honum 824 stig. View this post on Instagram A post shared by Sundsamband Íslands (@sundsambandislands)
Sund Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Sjá meira