Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:50 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi. Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi.
Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Viðskipti innlent Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Girnileg pizza úr smiðju BBQ kóngsins Lífið samstarf SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Ferðaskrifstofuleyfi Tripical Travel fellt úr gildi Viðskipti innlent Fleiri fréttir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Sjá meira