Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 10. apríl 2025 12:50 Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands. Sögulegar hækkanir hafa orðið á hlutabréfamörkuðum eftir að Bandaríkjaforseti ákvað að bíða með ofurtollahækkanir á öll lönd nema Kína í gær. . Hagfræðiprófessor telur að mögulega sé ákvörðunin hluti af fléttu forsetans eða viðbrögð við miklum lækkunum á öllum mörkuðum vestanhafs síðustu daga. Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi. Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti í síðdegis í gær að íslenskum tíma um frestun boðaðra tollahækkanna á öll lönd nema Kína um 90 daga. Nú er staðan sú að öll lönd heims fá á sig tíu prósenta tollinn sem áður hafði verið boðaður, nema Kína en Trump hefur sett 125 prósenta toll á allar vörur þaðan. Kínverjar hafa sett tæplega níutíu prósenta tolla á vörur frá Bandaríkjunum á móti. Mögulega hluti af fléttu forsetans Gylfi Zoega hagfræðiprófessor við Háskóla Íslands segir að mögulega sé ákvörðunin í gær hluti af fyrir fram ákveðnum leik forsetans. „Það er erfitt að átta sig á hvort þetta sé útspil í lengri fléttu sem endar með samningum við þau lönd sem áttu að fá á sig mun hærri tolla. Kannski var þetta bara til að hræða löndin til að koma og semja. Það eru tugir landa sem eru að koma núna og semja um tolla og milliríkjaviðskipti við Bandaríkin,“ segir Gylfi. Og eða viðbrögð Samkvæmt bandarískum fjölmiðlum voru það vaxandi áhyggjur af áfalli á skuldabréfamarkaði og möguleg keðjuverkandi áhrif á bandarískan efnahag sem knúðu Trump til þess að stíga til baka. Hlutabréfamarkaðir höfðu hrapað og erlendir bandamenn virtust við það að grípa til gagnaðgerða. Gylfi segir að það geti einnig verið hluti af skýringunni. „Hin mögulega skýringin á frestuninni er að skuldabréfamarkaður lækkaði í Bandaríkjunum í gær meðan vextir á bandarískum skuldabréfum hækkuðu. Það er auðvitað alvarlegt þegar vextir á ríkisbréfum hækka því ríkissjóður skuldar mjög mikið. Það er mjög óvanalegt og hættumerki þegar bæði hlutabréfamarkaður og skuldabréfamarkaður fara niður á sama tíma. Þá lækkaði dollarinn við fyrirætlanirnar um tollahækkanirnar sem hefði heldur ekki átt að gerast. Þannig að mögulega er ákvörðunin í gær einhver samblanda af þessu tvennu sem ég hef nefnt,“ segir Gylfi. Aðspurður um hvort hann vilji spá fyrir um hvað Bandaríkjaforseti gerir eftir 90 daga svarar Gylfi: „Nei ég held að það viti það engin. Ekki heldur sjálfur Bandaríkjaforseti eða nokkrir aðrir.“ Eftir miklar lækkanir á hlutabréfum í kauphöllum vítt og breitt urðu sögulegar hækkanir vestanhafs í gær og í morgun hafa hlutabréfamarkaðir tekið vel við sér í Evrópu og Asíu. Hér heima hefur úrvalsvísitalan í Kauphöllinni hækkað um tæp fimm prósent það sem af er degi.
Skattar og tollar Bandaríkin Donald Trump Alþingi Viðskiptaþvinganir Mest lesið Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Viðskipti innlent Öll heimilisverk skemmtileg nema eitt Atvinnulíf Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Viðskipti erlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Viðskipti innlent Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Viðskipti innlent Fundinum mikilvæga frestað Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Viðskipti innlent Vill hjálpa fólki að láta fyrirtækjadrauminn rætast Samstarf Fleiri fréttir Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Sjá meira