Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar 10. apríl 2025 10:33 Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Snorri Másson Framhaldsskólar Skóla- og menntamál Alþingi Grunnskólar Mest lesið Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Íslenskir framhaldsskólar hafa við innritun nýrra nemenda lengi staðið frammi fyrir þeim vanda að geta ekki almennilega reitt sig á einkunnir úr hverjum grunnskóla fyrir sig. Þær eru ekki samræmdar og þekkt að sums staðar fær fólk almennt hærri einkunnir og sums staðar lægri. Þetta veldur því að grunnskólanemar sitja ekki allir við sama borð í hinni hörðu samkeppni sem ríkir um eftirsóttustu skólana. Stjórnvöld hafa ákveðið að innleiða ekki samræmd lokapróf við lok grunnskóla en sú einkunn hefði m.a. getað nýst við að jafna leikinn við inntöku í framhaldsskóla. Í staðinn hafa stjórnarliðar boðað að óréttlætið skuli í staðinn leiðrétt með sérstöku nýju frumvarpi um framhaldsskóla. Það frumvarp var loks lagt fram á Alþingi í gær. Þar er þó ekkert kveðið á um traustar aðferðir eða nýjar heimildir til þess að kalla fram sanngjarnara mat á árangri nemenda við inntöku í framhaldsskólana. Hins vegar eru kynntir til leiks nýir mælikvarðar sem skólar geti nú samkvæmt lögum litið til við innritun nemenda, nefnilega „sjónarmiða sem miða að því að auka fjölbreytni í nemendahópnum.“ Í frumvarpinu eru nefndar breytur eins og kyn, fötlun og hópar sem hafa íslensku ekki að móðurmáli. Markmiðið er sagt vera að „vinna gegn einsleitni í nemendahópnum“ og „að allir framhaldsskólar axli ábyrgð á fjölbreyttum nemendahópi.“ Eins vel og þessi orð öll kunna að hljóma, verður að segjast að efni frumvarpsins eru nokkur vonbrigði. Í stað þess að stjórnvöld boði sanngjarnari leiðir til að meta árangur fólks, líkt og kallað hefur verið eftir, er ákveðið að draga einfaldlega úr vægi árangursins sjálfs. Eins og það er orðað, á beinlínis að auka heimildir skólanna til að taka nemendur inn á „öðrum grundvelli en námsárangri.“ Þetta er gert „í ljósi aukinnar umræðu um inngildingu í skólastarfi“ og væntanlega í víðari skilningi í nafni félagslegs réttlætis. Að mínu mati fælist þó raunverulegt réttlæti í því að hver og einn nemandi í íslensku skólakerfi gæti treyst því að hann verði metinn að verðleikum – óháð ytri þáttum. Það er ekki hugsunin hér, heldur virðist einmitt eiga að lögfesta mismunun eftir þessum ytri þáttum. Sem betur fer hefur slík aðferð hljómfagra yfirskrift: Jákvæð mismunun. Nú þegar er kynjakvóti við lýði í einstaka íslenskum framhaldsskólum og er það gert í þágu þess að drengirnir blessaðir séu nægilega stór hluti nemendahópsins. Í stað þess að lögfesta slíka skammsýna kvótastefnu í öllu kerfinu og í sífellt fleiri atriðum, er vænlegra að tryggja að skólakerfið geti ráðist að rót vandans í ólíkum hópum á fyrri stigum. Ný og ný kvótakerfi gera það ekki, nema síður sé. Þau eru öllu heldur hluti af blekkingarleik um að hér sé allt í himnalagi. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun