Tveir létust í hjólreiðakeppni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. apríl 2025 11:02 Belgíska hjólreiðakeppnin Tour des Flandres er stór og vinsæl hjólreiðakeppni en daginn fyrir hana fer fram keppni áhugafólks sem fær að hjóla sömu leið og atvinnumennirnir. Getty/Dario Belingheri Tveir hjólreiðamenn létust í áhugamannahjólreiðakeppni í Belgíu í gær. Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025 Hjólreiðar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira
Keppnin kallast We Ride Flanders og er tengd atvinnumannahjólreiðakeppninni Tour of Flanders. Flanders hjólreiðakeppnin er ein af stóru eins dags hjólreiðakeppnum heims, svokölluðum five monuments. Forráðamenn keppninnar sögðu frá því að tveir keppendur hefðu látist en fimmtán þúsund manns tóku þátt í áhugamannakeppninni í ár. Annar hjólreiðamaðurinn var Hollendingur sem datt illa í götuna þar sem hjólreiðafólkið fór upp erfiða brekku. Hinn hjólreiðamaðurinn var Frakki sem hneig niður í annarri þekktri brekku sem er einnig gerð úr hlöðnum götusteinum. Báðir aðilar fengu strax aðstoð og Frakkinn var fluttur í burtu í þyrlu. Því miður tókst ekki að bjarga lífi þeirra. Hjólreiðakeppnin hefur verið haldin frá árinu 1992 en aðeins einu sinni áður hafði keppandi látist í keppninni. Keppnin var ekki stöðvuð eftir atvikin heldur var leiðinni breytt og hjólreiðafólkinu því beint í aðra átt. Keppendur gátu farið sömu leið og er hjóluð í atvinnumannahjólreiðakeppninni. Þeir gátu valið að hjóla alls 229 kílómetra leið en það var líka möguleiki að hjóla bara 80 kílómetra. Tíu af fimmtán þúsundum þátttakendum voru erlendir ríkisborgarar. Það urðu fleiri atvik en sem betur fer ekki fleiri dauðaslys. Kona hneig einnig niður í keppninni og var flutt á sjúkrahús en með meðvitund. Keppandi féll og braut viðbeinið sitt og annar ökklabrotnaði. Það gekk því mikið á í keppninni. Un cauchemar. Deux cyclistes amateurs ont perdu la vie samedi suite à des malaises alors qu'ils participaient au Tour des Flandres cyclo-touristes à la veille de l'épreuve réservée aux professionnels, ont annoncé les organisateurs «We Ride Flanders». →https://t.co/hPRqNdbet7…— Le Figaro (@Le_Figaro) April 6, 2025
Hjólreiðar Mest lesið „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut Sport Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Fótbolti Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Íslenski boltinn Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Fótbolti Fleiri fréttir Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Metfjöldi á Íslandsmótinu í þríþraut „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Yfirlýsing frá Frökkum í fyrsta leik Evrópumeistararnir kláruðu Bayern tveimur mönnum færri Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum „Ég er bara þokkalega sáttur með okkar leik í dag“ Diego Leon orðinn leikmaður Manchester United Walker fer til Burnley Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Wales - Holland 0-3 | Holland númeri of stórt fyrir Wales Max Verstappen nær ráspól á Silverstone Æfðu ekki á vellinum: Vildu sleppa við rútuferð og tímapressu Jamie Gittens til Chelsea fyrir tæpar 50 milljónir Ísland fór létt með Bosníu á u-18 Eurobasket Taka ákvörðun um Glódísi á leikdag Jafntefli í Íslendingaslag í Noregi Svona var fundur Íslands fyrir stórleikinn við Sviss á EM Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM EM í dag: Kubbmót, bljúg bæn í kirkju og Lehmann í rassvasanum Hægt að fá hjónabandssælu á EM „Vitum hvað það var sem að klikkaði“ Fimmta flokks stelpur með sterk skilaboð til Sviss Liverpool borgar fjölskyldu Jota það sem hann átti eftir af samningnum Sjá meira