Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar 2. apríl 2025 11:32 Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Símanotkun barna Skóla- og menntamál Grunnskólar Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Breska þáttaröðin Adolescence slær áhorfsmet á Netflix og hefur vakið fólk til umhugsunar um lífsaðstæður unglinga. Fyrstu skrefin út fyrir öryggi heimilisins eru iðulega stigin áður en nokkur veit af, reynslan leitar börnin uppi þegar við teljum þau í skjóli. Áhrif samfélagsmiðla geta verið ógnvænleg, fyrir börn og fullorðna. Hinir fullorðnu þurfa að skoða eigin umgengni um miðlana. Það er ekki náttúrulögmál að Facebook sé miðlægt fyrir öll félagsleg samskipti. Heimildarmyndin Social Dilemma (2020) var viðvörun og nú bætist við bók Sarah Wynn-Williams, Careless People, um hugarfarið í stjórnun þessa stærsta samfélagsmiðils heims. Hagur fólks og réttlátt samfélag er ekki í fyrirrúmi, athygli og ánetjun er hin dýrmæta söluvara. Það er kominn tími til að ræða hvað við getum gert. Er til dæmis eðlilegt að reikningur á Facebook sé forsenda fyrir þátttöku í félagsstarfi á Íslandi? Er þörf á samfélagsmiðlum? Ef já, þá til hvers? Hver væri óskastaðan? Mér þykir ástæða til að birta kveðjuorð mín við útskrift frá Fjölbrautaskólanum í Breiðholti vorið 2019. Þótt fimm ár séu liðin eru skilaboðin jafngild. Ég hef breytt nöfnum nemendanna. Kæru nemendur Stolt foreldra ykkar og ástvina, framtíð þjóðarinnar, óendanlegt dýrmæti! Gerið þið ykkur grein fyrir því hversu máttug þið eruð? Hvert og eitt ykkar býr yfir miklum krafti til að hafa áhrif. Og ef nokkur ykkar tækju sig saman, gætuð þið breytt heiminum. Hin unga sænska stúlka, Greta Thunberg, er gott dæmi um það hvernig hægt er að breyta heiminum. Hvernig virkjum við kraftinn sem í okkur býr? Með því að verja reglulega tíma með okkur sjálfum. Því okkar innri rödd segir okkur hvað skiptir mestu máli. Gyrðir Elíasson fjallar í ljóði um mátt einverunnar: Hugleiðing Líklega er einmanaleikinn nokkuð góður kennari ef maður heldur það út að sitja í langdregnum tímunum hjá honum En hann mætti forfallast oftar mín vegna Það er svo magnað að bestu fáanlegar kennslustundir eru stundir sem við eyðum með okkur sjálfum. Best er að ganga eða dvelja úti í náttúrunni og hafa engin hljóð í eyrunum. Þá heyrum við eintal sálar okkar. Úr einverunni fáum við svör við því sem skiptir máli í lífinu. Verið dugleg að sækja kennslustundir hjá einmanaleikanum! En passið ykkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Sjálf hef ég lokað öllum reikningum á samfélagsmiðlum. Tók þátt í Facebook frá upphafi stofnaði reikning 2007 og hafði stofnað My space-reikning þar á undan. Þá var þetta spennandi, tákn um nýja tíma, saklaust. Síðan breyttist sýn mín á Facebook og aðra samfélagsmiðla. Mér finnst ískyggilegt að nokkrir einstaklingar úti í heimi, sem eiga þessa stóru samfélagsmiðla hafi upplýsingar í höndunum um okkur öll og séu sífellt að gera sálfræðitilraunir á okkur – að þeir noti bestu fáanlega þekkingu til stýra hegðun okkar – taki jafnvel þátt í að leiða okkur á villigötur. Og að við skulum af fúsum og frjálsum vilja leyfa þeim að nota okkur! Ég lokaði reikningum mínum þann 14. júlí fyrir ári síðan. Á degi frönsku byltingarinnar, degi sem er táknrænn fyrir lýðræðið sem við lifum í hér á Vesturlöndum og veitir okkur svo ótrúlegt frelsi. Facebook, Snapchat og Instagram verða ekki eilíf, ekki frekar en nokkuð annað á Jörðu hér. Allt er breytingum háð. En við getum sjálf haft ótrúlega mikil áhrif á að hlutir breytist hratt til hins betra. Er ekki þjóðráð að forrita nýjan samfélagsmiðil? Við gætum byrjað hér á Íslandi. Búið til nýjan miðil sem safnar hvorki né selur aðgang að persónuupplýsingum okkar? Sem nýtir ekki djúpsálfræði til að ginna okkur? Hvað segið þið, Agnes, Magnús og Pétur? Getið þið ekki rætt þetta við kennara ykkar og samnemendur í tölvunarfræðinni þegar þið komið upp í háskóla? Facebook varð til í háskólasamfélagi fyrir rúmum tíu árum. Það er vel hægt að endurtaka leikinn, en gæta þess að hanna heiðarlegan miðil sem ekki er búinn til í þeim tilgangi að stjórna hegðun okkar. Vörum okkur á sefjun samfélagsmiðlanna! Hugsum sjálfstætt og hlustum á okkar innri rödd! Kæru nemendur! Góða ferð út í lífið. Megi blessun fylgja ykkur alla tíð! Höfundur er skólameistari.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun