Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar 1. apríl 2025 11:45 Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Píratar Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Eitt af því jákvæðasta sem kom út úr alþingiskosningunum 30. nóvember 2024 var að píratar féllu allir sem einn af þingi. Að fenginni þriggja ára reynslu í borgarstjórn myndi ég ekki sýta þau úrslit borgarstjórnarkosninga í maí 2026 að píratar þurrkist út. Þetta er ekkert beint gegn einstaka persónum sem starfa innan ranna pírata enda er það svo að það er gott fólk í öllum flokkum. Rót vandans felst í efnislegri nálgun pírata – forðast það að axla ábyrgð og halda á sífelldu klifi sínu um að Sjálfstæðisflokkurinn sé vont stjórnmálaafl. Ástæða er til að minna á að Sjálfstæðisflokkurinn er sá stjórnmálaflokkur sem á stærstan þátt í að mynda það farsæla samfélag sem Ísland er – mælt á nánast alla alþjóðlega mælikvarða sem hægt er að nota. Áhugamanneskjan um spillingarvarnir Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti pírata í borgarstjórn. Sem oddviti „og áhugamanneskja um lýðræðislega ferla og spillingarvarnir“ ritaði Dóra Björt grein á visir.is fyrr í dag sem fjallaði um viss lögfræðileg álitamál í borgarstjórn Reykjavíkur, nánar tiltekið, hvort Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins væri vegna stöðu sinnar sem formaður íþróttafélags óheimilt, vegna vanhæfis, taka sæti í menningar- og íþróttaráði Reykjavíkurborgar. Píratinn fer mikinn í grein sinn en núna hefur legið fyrir í meira en tvö ár álit tveggja lögfræðinga hjá Reykjavíkurborg að viðkomandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sé almennt vanhæfur (neikvætt hæfi) til að taka sæti í fagráði sem varðar íþróttamál. Um niðurstöðu þessa álits er efnislegur ágreiningur á meðal sérfræðinga. Kjarni málsins – réttlát málsmeðferð Að áliti margra er sérstakt að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn, sem jafnvel er kosinn vegna sérþekkingar sinnar og reynslu af tilteknum málaflokki, sé bannað að taka sæti í fagráði þar sem þekking viðkomandi getur komið að góðu haldi. Borgarfulltrúinn Björn Gíslason er þolgóður maður en meðal annars vegna hvatninga víða að, þótti rétt að útkljá þennan réttarágreining með formlegum hætti, það er, að borgarstjórn taki afstöðu í málinu. Það er nefnilega hluti af réttlátri málsmeðferð að kjörinn fulltrúi í sveitarstjórn geti borið ákvarðanir sveitarfélags, um réttindi sín og skyldur, undir æðra stjórnvald, sem í þessu tilviki er innviðaráðuneytið. Samkvæmt lögum er útilokað að bera slík mál fyrir innviðaráðuneytið nema að fyrir liggi stjórnvaldsákvörðun af hálfu sveitarfélagsins. Sem sagt, lögfræðiálit, unnið af embættismönnum, kveður ekki á um réttindi og skyldur kjörins fulltrúa í sveitarstjórn. Í stað þess að víkja að þessu kjarnaatriði, pissaði píratinn í skóinn sinn með því að úttala sig um efnisatriði málsins og slengja því mati fram að „[það] er vont og óábyrgt að Sjálfstæðisflokkurinn sé viljugur til að taka slíka áhættu með lögmæti ákvarðana ráðsins“. Ég endurtek hins vegar, aðalatriðið er einfalt, það verður að fá úr því skorið fyrir æðra setta stjórnvaldi hvort það sé rétt að formaður íþróttafélags, sem sinnir því starfi í tómstundum sínum, sé fyrir fram útilokaður frá því að taka sæti í fagráði sveitarstjórnar sem fjallar um íþróttamál. Sé það raunin, þá ætti það að hafa verulegt fordæmisgildi fyrir sveitarstjórnir um allt land. Höfundur er varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun